Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 5
Hér kraup hann pabbi Sönn frásaga Hann var auðugur, nors'ki bónd- inn, ekki að löndum og lausum aurum, heldur því, sem var miklu betra og mölur og ryð fær ekki grandað, því, sem er óháð sól og regni. Hann stóð stöðugur í trúnni á frelsara sinn. Þegar hann reis úr rekkju eða lagðist til hvíldar, fór hann fyrst og kraup á kné á gamla, troðna moldargólfinu fyrir framan arin- inn, og þar baðst hann fyrir og lofaði Guð. Sonum sínum þremur hafði hann komið vel til manns, þótt í fátækt hefði verið. En honum hafði ekki auðnast að fá þá til að beygja kné á gólfinu fyrir framan arininn. Þegar öldungurinn gekk hljóður til helgistundar sinnar, horfði hann þegjandi á þá. En það hvarflaði ekki að sonunum að gefa Guði hjarta sitt. Þeir hefðu helst kosið, að fað- ir þeirra endurreisti gamla bæinn, en hann vildi ekki heyra á það minnst. Gamli bærinn var eins og hann hafði verið frá tímum lang- afa, ef til vill langalangafa. Hann haggaðist ekki, og það nægði. Piltunum þótti vænt um föður sinn, og í rauninni báru þeir virðingu fyrir framgöngu hans. En þeim leist nú ekki á að fylgja honum í smekk og tilhneigingum, hvorki á jarðneskum vegum hans né hinum himnesku. Og öldungurinn andaðist, og bærinn kom i hlut sonanna ásamt nokkurri peningaupphæð. Jarðar- förin var um garð gengin og fyrsti hluti sorgartímans. Þá ákváðu erf- ingjarnir að láta til skarar skríða um endurbygginguna. Hugðust þeir nú reisa sér „fínan“ bæ, eins og sagt er, sem yrði ábúðarmikill í umhverfinu og ættinni til sóma. Þeir byggðu nýtt gripahús og önnur útihús, og að lokum rifu þeir sjálft íbúðarhúsið. Það var allt gert af viði, svo að þetta var fljót- legt, enda skorti ekki féð. Innan stundar var ekkert eftir nema arinninn. Þarna stóð hann, yngsti sonur- inn, með öxina reidda á loft, til- búinn að höggva. En hann hjó ekki, heldur lét öx- ina síga, horfði hugsandi niður fyrir sig, rétti bróður sínum hana og mælti: „Ég get það ekki, því að þarna kraup hann pabbi.“ öxin gekk á milli þeirra, en þeir snertu ekki við aminum né mold- argólfinu. Það var undarleg sjón að sjá þrjá stóra og hrausta karl- menn standa þama þungt hugsi og stara á moldargólfið kringum ar- ininn, þar sem faðir þeirra hafði kropið. Nýtt ibúðarhús reis af grunni, það var víst líka fínt hús, því að þeir uröu að byggja; gamla húsið höfðu þeir rifið. En það var byggt utan um gamla arininn, og bræð- umir þrír höfðu eignast ný hjörtu. Nú heyrðu þeir Guði til. Það hafði ekki gerst með skyndingu. Það tók sinn tíma. En sjálfir sögðu þeir, að afturhvarf þeirra hefði byrjað á þeim degi, er þeir stóðu hljóðir fyrir framan arininn. Margt mætti læra af þessari sögu úr raunveruleikanum. Þú, öldungur: Lifðu Drottni einnig vegna bama þinna. Þó að þú sjáir þau ekki ganga veg trú- arinnar, rennur upp sá dagur, er í ljós kemur, að guðsótti þinn og bænir vom ekki til einskis. Þú, æskumaður: Þú leggur áætl- anir, kannski mjög á annan veg en gamla fólkið, enda þarftu ekki að vera eins og það. En rífðu ekki niður það, sem hefur eilífðargildi, þó að tímarnir breytist. Trúin á Jesúm Krist og hjálpræði hans er ekki tískufyrirbrigði. Hún er það, sem varir og heldur um aldur og ævi, alla leið inn í eilífðina. Til er staður, þar sem ungir og gamlir eiga að hittast. Því skaltu ekki hafna trúnni, sem foreldrar þínir byggðu líf sitt á og knúði þau til að krjúpa á kné og biðja einnig fyrir þér. Gefðu þig sjálfur frelsaranum á vald. í samfélaginu við hann er kraftur og framtíðar- heill. Þýtt. Lútherskir nærii 70 milljónir Lútherskum mönnum fjölg-aöi lít- illega á árinu 1981. I»eir eru núna 69.728.787, segir í erlendum heim- Udum. Lútherska kirkjan er hin þriðja fjölmennasta í heiminum, næst á eftir kaþólsku kirkjunni og rétttrúnaðarkirkjunni. Nokkur vöxt- ur er í lútherskum kirkjum I Norð- ur-Ameríku, Asíu, Afríku, Ástralíu og á Kyrrahafssvæðum, en í Evrópu og Latnesku-Ameríku fækkar lút- hersku fólki. Um 54 milljónir lútherskra manna í heiminum eru í kirkjum, sem taka þátt í Lútherska heimssambandinu. Kirkjur, sem ekki eru í helmssam- bandinu, eru fyrst og fremst í Vest- ur-Þýskalandi og Bandaríkjunum. SOVf l lilKIN : Trúin gleeðist Sovésk yfirviild slaðfeslu fyrlr iiokkru, að meðal Kússa fn>rl trúar- áhugi vnxiindi. I»ví vnr huldið frnm í ritstjórnargrein í Pravda, mál- gagni kommúnistaflokksins, að fræðslukerfið í guðleysi hefði ekki náð tilætluðum árangri. f greininni er bent á, að æ fleira æskufólk sæki hátíðir £ rétttrúnað- arkirkjunni, en ekki aðeins gamlar konur. I»á er einnig lögð áherzla á, að guðleysisáróður þurfi að efla meðal múhameðstrúarmanna í Sov- ótríkjunum. Blaðið segir, að guðleysi þurfi að innræta á kerfisbundinn hátt, ella só ekki unnt að útrýma trúnni, ekki einu sinni í vel þróuðu sósíölsku þjóðfélagi. Vísað er til rannsókna, sem leiði í Ijós, að trúað fólk er einkum í hópi húsmæðra, sem vinna heima, ellilífeyrisþega og bæklaðra. Börn og unglinga þarf Uka að vernda fyrir trúarbrögðunum, segir Pravda. I*au lög gilda um trúmál meðal Sovétmanna, að ríkið sór um guð- leysisáróður. Einstaklingar mega trúa þvi, sem þeir vilja, en ckki út- breiða trúna. I»etta kalla kommún- istar „trúfrelsi". 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.