Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.1982, Side 11

Bjarmi - 01.09.1982, Side 11
mega ekki missa af henni vegna vantrúar, 3, 7 — 4, 13. Guð sendi ísraelsmönnum spá- manninn Móse, en líka æðstaprest- inn Aron til að friðþægja fyrir syndir þeirra. Hann er fyrirmynd Jesú, er hefur alla þá eiginleika, sem æðstapresti eru nauðsynlegir, 4, 14 — 5, 10. Þó er Jesús meiri en Aron, því að hann er œðstiprestur að hœtti Melkísedeks, sjá Sálm. 110, 4. Það er fyrst og fremst þetta, sem er hugleiðingarefni höfundar He- breabréfsins. Bréfritari tekur ekki strax til við að útlista kjarnaatriði bréfsins. Hann skýtur inn kafla, þar sem hann kvartar yfir vanþroska les- enda í andlegum efnum og hvetur þá til að sækjast eftir fullkomleik- anum (verða þroskaðir, kristnir menn), svo að þeir heltist ekki úr lestinni og þeim verði alls ekki bjargað, 5, 11 — 6, 10. Guð hefur nefnilega staðfest von gleðiboð- skaparins með eiði og veitt þeim tryggingu fyrir því, að hún rætist, er Jesús fór inn í himininn, 6, 11 -20. Því næst víkur hann að því, að Jesús, sem er æðstiprestur að hætti Melkísedeks, ber ægishjálm yfir presta meðal Levísona (presta gamla sáttmálans), bæði vegna per- sónu sinnar og verks, 7, 1 — 10, 18. Fyrst er lýst fyrirmynd hans, Melkísedek, 7, 1—10. Þá er sýnt fram á, að ritningin afnemur prestsdæmi Levísona, enda var það ófullkomið. Þetta kemur fram, þeg- ar settur er æðstiprestur að hætti Melkísedeks, 7, 11—19. Enn fremur er bent á, að það sé sönnun um, hversu hann sé ágætari æðstiprest- ur en Aron, á hvern hátt Kristur er gerður að æðstapresti (eiðurinn, Sálm. 110, 4), svo og óforgengi- leiki hans, 7, 20—25. Jesús er því hinn fullkomni æðstiprestur, sem ætíð getur beðið fyrir oss, 7, 26—28. Friðþæging Jesú Þegar lokið er þessari lvsingu á persónu æðst.aprestsins Krists, er tekið að fjalla um verk hans, 8, 1-10. Það er undirstöðuatriði, að Krist- ur innir prestsþiónustu sína af hendi á himnum, sem er hinn sanni helgi- dómur, 8. 1—6. Slík prestsbjónusta var nauðsvnleg. enda náðu menn ekki markinu með hinni iarðnesku prestsþiónustu. Um það ber ritn- ingin vitni, þar eð hún boðar stofn- un nýs sáttmála og lýsir því þar með yfir, að hinn fyrri hafi verið gerður til bráðabirgða, 8, 7—13. Fyrirkomulag guðsþjónustunnar í gamla sáttmálanum (hið allra- helgasta var lokað) bendir fram til nýrrar guðsþjónustu, 9, 1—10. Inn- ganga æðstaprestsins í hið allra- helgasta var spádómur, sem Jesús hefur látið rætast, er hann gekk inn í himininn með eigið blóð að fóm, 9, 11—14. Dauði hans er eng- in hindrun fyrir því, að fyrirheitin rætist, heldur nauðsynleg forsenda hjálpræðisins, enda varð nýi sátt- málinn ekki stofnaður nema með úthellingu blóðs, 9, 15—22. Fóm hans er færð í eitt skipti fyrir öll, 9, 23—28. Fórnir Gamla testamentisins gátu í raun og veru ekki afmáð syndimar. En fórn Jesú Krists hreinsar samviskuna, og því þarf ekki að endurtaka hana eins og fyrri fórnimar, 10, 1—18. Standið stöðugir Á grundvelli þessarar kenningar hvetur höfundur Hebreabréfsins lesendurna til að vera þolgóðir í trúnni og voninni, 10, 19 — 12, 29. Höfundur minnir þá á, hversu mikla ábyrgð þeir hafi tekið á sig, er þeir létu skírast, og hvílíkar ógn- arafleiðingar það hefur í för með sér, ef þeir falla frá trúnni. Jafn- framt bendir hann þeim á nálæga endurkomu Drottins, 10, 19—39. Þá leiðir hann fram fyrir þá hin fjölmörgu vitni trúarinnar úr gamla sáttmálanum allt til Jesú sjálfs, upphafsmanns og fullkomn- ara trúarinnar, 11, 1 — 12, 3. Les- endurnir eiga því að standa stöð- ugir í trúnni, þrátt fyrir alla and- stöðu utan að, og sækjast eftir helgun, 12, 4—17. Þeir eiga að rifja upp, að þeir hafa öðlast miklu dýr- legri opinberun og æðri köllun en ísrael, enda er mikil ábvrgð því samfara að hafna fagnaðarerind- inu, 12, 18—29. Að endingu hvetur höfundur Hebreabréfsins lesendur til að auð- sýna bróðurkærleika og hreinleika í breytninni, 13, 1—6. Hann leggur þeim alvarlega á hjarta, að þeir haldi fast við Jesúm og taki á sig smán hans, er þeir neita sér um hið trúarlega og þjóðernislega samfé- lag við gyðingdóminn, 13, 7—16. Loks eru lesendur hvattir til að hlýða leiðbeinendum sínum. Höf- undur biður um fyrirbæn og óskar þeim heilla, 13, 17—25. Sérstaða Hebreabréfið hlýtur að vera rit- að fyrir árið 70, því að hefðu Jerú- salem og musterið þegar verið í rústum, mundi höfundur að öllum líkindum hafa bent á það til þess að leggja áherslu á hvatningu sína. Vera má, að oss þyki hugsanir bréfsins nokkuð framandi. En He- breabréfið skipar vissulega rétt- mætan sess í ritsafni Nýja testa- mentisins. Það er ómissandi. Ekk- ert rit fjallar eins náið og rækilega um embætti Jesú Krists sem æðsta- prests — um hinn mikla leyndar- dóm friöþœgingarinnar. Þökkum því Guði fyrir Hebrea- bréfið — og lesum það með bæn. K KRISTIN FRÆÐI P í GRUNNSKÓLUM fram aS starfshœttir skólans skuli mótast af umburSar- lyndi, kristilegu siSgœSi og lýSrœSislegu viShorfi. Einnig er sagt aS grunnskólinn skuli stuSIa aS alhliSa þroska. Einn þáltur í þroska mannsins er trúar- og siSgæSisþroski. ÞaS er hœpiS aS unnt sé áS tala um alhliSa þroska ef því er sleppt aS fjalla um þennan þátt í þekkingu og þroska mannsins. Auk þess er skýrl tekiS fram aS slarfshætlir skól- ans skuli mótast af kritilegu siSgæSi. Án þekkingar á því er varla ha'gt aS móta skólastarfiS af því. ÞaS er því bæSi rétt og skylt aS standa vörS um kennslu kristinna fræSa í grunnskólanum og stuSla aS því aS hún sé vönduS og mál- efnaleg. V----------------------------

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.