Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1982, Síða 8

Bjarmi - 01.09.1982, Síða 8
Skúli ásamt Kjellrúnu konu sinni, en hún er norsk. Eyrnalokkarnir frá Kenýu eru ef til vill dálítið stórir, en gætu þó gengið. námskeið og fræðslu fyrir starfs- mennina. Nú eru fjögur ár síðan þið fóruð út. Þegar þið horfið til baka, finnst ykkur þá árangur starfsins eins og þið höfðuð búist við? Árangurinn varð meiri en við höfðum látið okkur dreyma um. Drottinn hefur blessað starfið ríku- lega og gefið góðan ávöxt. Þegar við gerum áætlanir þá reiknum við oft svo lítið með Drottni. Kristni- boðsvinir hafa einnig lagt rnikið á sig, bæði í bæn og fórn. Þegar litið er á þá sem unnist hafa, og einnig á það sem búið er að byggja á þess- um fjórum árum, þá fyllist hjarta okkar þakklæti. Hvernig er að koma til baka til íslands? Það er gott að hitta ættingja og vini. Oft hefur verið erfitt að hafa hemil á tárunum, þegar við höfum heilsað kristniboðsvinunum. Við reiknuðum með þeim og þeirbrugð- ust svo sannarlega ekki. Að öðru leyti var erfitt að koma heim. Við vitum að það er svo mikil þörf fyrir okkur úti og þess vegna er erfitt að sætta sig við að þurfa að vera heima. En köllun okkar til þess að vinna í víngarði Drottins hefur ekki verið tekin frá okkur þó við séum komin heim. Spumingin er bara, hvemig getum við hjálpað til þegar öll okkar starfsreynsla er frá Afríku? Eitthvað sérstakt fyr:rbænar- efni veqna starfsins í Kenýu? Biðjið um að við eignumst góða innlenda samstarfsmenn. Starfið hvilir nær eingöngu á kristniboð- unum og það vex og vex. Þörfin fyrir predikara og leiðtoga er því mikil. Oq að lokum? Mig langar til að minna á orðin í líkingunum í 15. kafla Lúkasar- guðspialls ..Samgleðiist mér, því að ég hefi fundið sauðinn minn, sem týndur var“. Það fyllir hjartað mikilli gleði þegar sá, sem villst hefur frá Guði, finnst. Við höfum oft fundið til þessarar gleði þessi fjögur ár. Þið sem eruð með í kristniboðsstarfinu samgleðjist okkur. Það eru hvergi hærri vextir en i „banka Guðs“. Vextir, sem ekki eru greiddir í peningum, held- ur í gleði og fögnuði. Að fá að fórna og starfa fyrir Drottin veitir lífinu fyllingu og skapar gleði í — Að fá að fóma og starfa fyrir Drottin veitir lífinu fyllingu og skapar gleði i hjarta. hjarta Engin laun jafnast á við þá gleði, sem það gefur að sjá orð Guðs bera ávöxt og verða vitni að því þegar týndur finnst. Það er stórkostlegt að fá að vera með í leitinni að hinum týndu og finna þá. GJAFIR Eftirtaldar g.jafir bárust Kristni- boðssambandinu í júní: Einstaklingar: JG 360. HE 4000. NN 548,05. ÓF 1.000. NN 58,05. ÁS 500. SH 1.500. VB 100. SJ 500. ÞI 300. NN 218,10. BS 1.000. MH 500. NN 100. RM 1.000. JG 500. KP 200. GA 500. ÁJ 500. NN úr lúgu Betaniu 100. I og HÞ 15.000. NN 100. SG 1.350. GK 1.000. ÁS 5.000. MG (áh) 100. JÞ 1.000. EM 500. Félög og samkomur: Kristni- boðsflokkur KFUK 25.000. Krb.fl. kvenna Akureyri 10.000. Kvenfé- lag Strandasýslu 50. YD KFUM Seltj.n. 400. Vindáshlíð 318,65. Innk. á samkomu 4.790. Minningargjafir: 7.490. Gjafir samtals í júní 142.374,15. Eftirtaldar gjafir bárust Kristni- boðssambandinu í júlí: Einstaklingar: FÓ 1.200. NN 1.000. JG 300. SH 1.000. BÁ 500. KJ 45,65. KP 200. KP (áh) 300. HF 1.000. JÁ 5.000. IJ og JEJ 1.260. JA 2.000. VJ 1.000. NN úr lúgu Betaníu 250. NI (áh) 300. VÞ 500. IÞRS 500. ÁJ 500. JG 300. Félög og samkomur: YD KFUK Akranesi 230. Kvenfélagið Fjólan 100. Hjálparstofnun kirkjunnar 30.000. Krb.félag kvenna 35.000. Krb.fél. Vorperlan 7.000. Kvenf. Eining 200. Innk. á Krb.samk. 7.001. Minningargjafir: Gjafir til minningar um Arnkel Ingimund- arson 10.520. Aðrar minningar- gjafir 7.540. Giafir samtals í júlí 114.746,65. Gjafir það sem af er árinu 1982: kr. 777.226,90. 8

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.