Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 14
Nýtt viðhorf til biblíulestrar Þvi næst þarftu að íhuga, hvers vegna biblíulestur heyrir til trúar- lífinu. Markmið biblíulestrar er ekki, að ég geti sagt: Nú hefi ég verið svo og svo langan tíma við lestur Guðs orðs, nú hefi ég lesið svo og svo mikið. Það er ekki spurning um hve mikið þú lest, heldur hvernig þú getur lesið. Hvers vegna lesum við Biblíuna? Við lesum, til þess að hjálpræðis- áætlun Guðs, hugsanir Guðs, vilji hans og markmið geti fyrir anda hans orðið hluti af okkur. Það er ekki spuming um, hve mikið þú lest, heldur hvernig þú getur lesið. Það er miklu, miklu þýðingarmeira að aðeins eitt lítið vers eða einfald- ur, biblíulegur sannleikur verði orð hins lifandi Guðs til þín, heldur en að þú getir lesið og brotist gegnum heilan kafla — án þess að haía mætt orðum Guðs til þín. Ráð mitt þeim til handa, sem hefur staðnað og á erfitt með að komast aftur af stað er þetta: Lestu og lærðu utan að einstök, miðlæg vers. Æfðu þig í að lifa aðeins í þessu orði allan daginn. — og nýtt viðhorf til bænar Hið sama gildir um bænina og biblíulesturinn: Hún er gjöf, for- réttindi. Þegar sagt er: Þú átt að biðja — þá er öllu snúið við. Við megum biðja. Við erum kölluð og okkur boðið að hleypa Jesú inn að áhyggjum okkar, sorg og gleði, byrðum okkar og vandamálum, hvort heldur sem þau eru andlegs eða efnislegs eðlis. Hallesby lýsir sjálfu úrræðaleysinu sem bæn. Mörg bæn er í raun andvarp hjart- ans til Jesú. Eigir þú erfitt með að biðja, er eitt, sem þú getur ávallt þakkað fyrir, nefnilega að Jesús biður fyrir þér. ,,En sömuleiðis hjálpar og and- inn veikleika vorum, því að vér vit- um ekki, hvers vér eigum að biðja eins og ber, en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörpunum, sem ekki verður orðum að komið.“ (Róm. 8:26). Aftast í sálmabókinni er líka að finna bænasafn. Þar eru morgun- og kvöldbænir fyrir hvern dag vik- unnar ásamt bænum fyrir sérstak- ar aðstæður. Það getur verið mikil hjálp að notast við þessar bænir. Það þýðir ekki að þú sért eitthvað óandlegur, notirðu slíkar bænir. Stöðugur aflvaki Guðs barn losnar aldrei að fullu við vandamál, ekki heldur í trúar- lífinu. Það verður aldrei auðvelt og sjálfsagt að halda daglega guðrækn- isstund. Bæn og biblíulestur eru svo þýðingarmikil, að Satan ræðst í sí- fellu á þetta svið í lífi Guðs barns. Engill Satans laust stöðugt ásjónu Páls, en þrátt fyrir noikið magn- leysi hafði postulinn lært að halda alltaf áfram á sama grundvelli, þ. e. a. s. orðum Jesú við hann: Náö Við megrum biðja. Við erum kölluð og okkur boðið að hleypa Jesú inn að á- hyg'g-jum okkar, sorg og gleði, byrðum okkar og vandamálum. mín nœgir þér. Þar er grundvöllur- inn, — einnig fyrir okkur. Upp af viðurkenningu á óskiljanlegum, ó- verðskulduðum ríkdómi náðarinnar sprettur djörfungin til að byrja upp á nýtt — líka fyrir þann, sem hefur staðnað í persónulegu lífi sínu með Guði. Guöl. Gunn. þýddi úr Pro-fide. Kristniboðsvinir gleðjast innilega bæði þegar þeir fagna kristniboð- um sem koma heim af akrinum og þegar þeir kveðja þá sem halda út til starfa eða hefja frekara nám til að búa sig undir að leggja hönd á plóginn meðal heiðingjanna. Kristniboðið er ekki uppátæki manna heldur komið frá Jesú Kristi sjálfum. „Hann er í sannleika frels- ari heimsins“, og hann bauð að fagnaðarerindið um hann skyldi boðað um gjörvalla heimsbyggðina. Þeir sem fara til heiðingjanna eru einfaldlega að hlýða fyrirmæl- um frelsarans, og hinir sem heim koma, njóta hvíldar sem þeir eru þurfandi fyrir eða taka til starfa á nýjum vettvangi — og uppörva kristniboðsvini með frásögnum af því sem Drottinn hefur komið til vegar, er þeir hafa sáð orði lífsins og leitt menn út úr myrkrinu inn í ljós Guðs. Koma og brottför kristniboða veitir í senn gleði í starfinu og staðfestir fyrir kristni- boðsvinum að köllunin til þjónustu er á rökum reist. Drottinn er með í verkinu. Kristniboðarnir Ingibjörg Ingv- arsdóttir og Jónas Þórisson eru nú farin aftur til Eþíópíu eftir nokk- urt hlé hér heima. Fjölskyldan var kvödd á samkomu sem Kristniboðs- sambandið gekkst fyrir 6. ágúst í húsi KFUM og K við Amtmanns- stíg í Reykjavík. Bæði hjónin tóku til máls á samkomunni. Þau lýstu gleði sinni yfir því að vera aftur á förum út til Konsó. Við erum að fara heim, sagði Ingibjörg og hún bað kristniboðsvini þess að þau fengju að njóta fyrirbæna þeirra. Dætumar þeirra fimm kvað Ingi- björg vera fullar eftirvæntingar. Þær, sem komnar eru á skólaaldur, áttu að byrja strax að læra í norska barnaskólanum í Addis Abeba. Jónas Þórisson lýsti óróa þeirra hjóna, er þau höfðu beðið hér heima í nokkurri óvissu um framtíðina en nú hefðu mál skipast þannig að þau gætu farið á ný út til heiðingjanna, þangað sem þau væru kölluð til starfa. Hlutverk sitt kvað hann einkum mundi verða að sinna verk- efnumúti í Konsóhéraði, útbreiðslu- starf, og þá einnig í Voitódal, þar sem Konsómenn sjálfir hafa unnið að kristniboði meðal heiðins þjóð- flokks. Jónas hvatti menn til að biðja fyrir starfinu hér heima og þeim sem hefðu ábyrgð þess á sín- um herðum. Við erum öll bundin hvert öðru í sama starfi, sagði Jón- as. 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.