Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 17
 iel |»« honum sinn, eina barnið, sem eftirlifandi var. Þar dó Paul Gerhardt 7. júní 1676. Þegar Gerhardt fann dauðann nálgast, gaf hann syni sínum, sem þá var 14 ára, m. a. þessar ráð- leggingar að skilnaði: „Iðkaðu bænastarfið af kost- gæfni, stundaðu námið samvisku- samlega, lifðu friðsömu lífi, þión- aðu með trúmennsku og haltu fast við trú þína og játninsru, þá muntu einnig síðar geta dáið, yfirgefið þennan heim með fúsu geði, glaður og sæll.“ Gerhardt vildi, að sonur- inn læsi guðfræði. Á dauðastundinni hafði Gerhardt yfir einn hinna fögru sálma, sem hann hafði ort og orðið höfðu mörgum til huggunar og trúar- styrkingar í erfiðleikum lífsins, en alls orti Paul Gerhardt 123 sálma, og eru margir þeirra meðal bestu sálma, sem sungnir eru í kirkju Krists. Sálmamir vitna um mikla trúarreynslu, gleði og sigurvissu höfundar í samfélagi við frelsar- ans. Grunntónninn í sálmunum er boðskapur Lúthers um réttlætingu af trú. Sagt hefur verið, að sálmurinn, Á hendur fel þú honum, „sé mesti hughreystingarsálmur allra þeirra sálma, sem ómað hafa frá hinni gullnu hörpu Paul Gerhardts." Kynslóð eftir kynslóð hefur sálm- urinn ekki aðeins verið uppáhalds- sálmur í kirkjum Þýskalands og Norðurlanda, heldur einnig meðal hinna enskumælandi þjóða. I frumtexta sálmsins eru alls 12 erindi, og mynda fyrstu orðin í hverju erindi eina heild: Befiel Dem Herren Dein Weg Und Hoff Auf Ihn, Er Wird’s Wohl Mach End. Þessi orð eru úr Davíðssálmi 37, 5: „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá“. V Sumir hafa talið, að sálmurinn, Á hendur fel þú honum, hafi orðið til á þennan hátt: Þegar Paul Gerhardt var sviptur embætti í Berlín, varð hann að flýja til Saxlands með fjölskyldu sína. Á leiðinni komu þau við í gistihúsi nokkru. Þar varð Anna María, kona Gerhardts, mjög á- hyggjufull út af framtíðarhag fjöl- skyldunnar. Allar leiðir virtust gjörsamlega lokaðar. Ekki var ann- að fyrirsjáanlegt en margvísleg neyð, hungur og harðrétti biði f jöl- skyldunnar, og Anna María bugað- ist næstum algjörlega. Þá var það dag nokkurn, þegar hún sat inni í gistihúsinu og grét, að Gerhardt gekk út í garðinn og orti sálminn fræga, Á hendur fel þú honum. Gekk Gerhardt því næst inn til konu sinnar og las sálminn fyrir hana, henni til hughreystingar. Hjálp Drottins barst skömmu síðar. Um kvöldið komu tveir ókunnir menn inn í gistihúsið. Þeir þekktu ekki Paul Gerhardt, en gáfu sig á tal við hann. í samtalinu skýrðu þeir frá því, að þeir hefðu verið sendir til Berlinar til að bjóða presti að nafni Paul Gerhardt, sem nýlega hafði verið sviptur embætti, að koma til Merselburg. I sendibréfi Kristjáns hertoga, sem þeir afhentu honum, var hon- um lofað árlegri fjárupphæð, þar til hann fengi hið nýja embætti. Þegar kjörfurstinn, Friðrik Wil- helm, las síðar sálminn, Á hendur fel þú honum, spurði hann, hver væri höfundur þessa fagra sálms. Þá fékk hann þetta svar: „Sálminn orti Paul Gerhardt, sem þér, yðar hátign, sviptuð prestsembætti." Séra Björn Halldórsson, prófast • ur frá Laufási, sneri sálminum á íslensku, en á þessu ári eru liðin eitt hundrað ár frá andláti hans. ..... ... ALDRAÐIR Trúfesti Guðs Sjötug kona skrifar: „Ég er orðin æ háðari orði Guðs. Þar eigum við líka allt, sem við þörfnumst til þessa lífs og hins komandi. Það er stór- kostlegt, hvílík trúfesti Guðs er: Það, sem hann lofaði mér, er ég var ung að aldri, varir alla æv- ina. Þegar ég var 15 ára gömul, fékk ég að reyna áþreifanlega, að „blóð Jesú, sonar Guðs, hreinsar oss af allri synd“. Og þetta er líka í fullu gildi núna, nærri 55 árum síðar. Það er trú- festi Guðs og Jesú Krists, sem mér finnst svo voldug og undur- samleg. Trúr er hann í öllum að- stæðum lífsins og tryggur allt til æviloka. Og hann er líka réttlátur og gefur okkur réttlæti sitt, og það gerir okkur réttlát fyrir Guði. Lof sé Guði!“ V 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.