Bjarmi - 01.07.1983, Síða 5
Minning:
Ebenezer Ebenezersson,
vélstjóri
F. 2. apríl 1895 - D. 15. maí 1983
Hann Ebenezer er kominn heim.
Hann hlakkaði til þeirrar stundar
er hann fengi að vera með lausn-
ara sínum á ljóssins landi, — í
dýrð sem enginn enn fær lýst, —
eins og segir m.a. í söng eftir H. L.
Hastings, og Ebenezer hefur þýtt.
Af kynnum mínum af Ebenezer
fannst mér sem himinninn væri
takmark hans. Tilhlökkunin var
einlæg líkt og hjá börnum sem
bíða eftir jólunum, þau vita að
jólin koma með uppljómuðu um-
hverfi, gleði og nýjum klæðnaði.
Nýi klæðnaðurinn á himni er hin
hvíta skikkja, þvegin og hvítfáguð
í blóði lambsins, — þess vegna eru
þeir frammi fyrir hásæti Guðs og
þjóna honum. (Op. 7,14—15). Eitt
er víst að Ebenezer dregur ekki af
sér við tilbeiðsluna og lofsönginn
á himnum, honum var það eðlilegt.
Öll framkoma hans í daglegu lífi
sýndi að hann var fagnandi, krist-
inn maður og glaður í Drottni.
Ebenezer Ebenezersson fæddist
á Eyrarbakka 2. apríl 1895. For-
eldrar hans voru hjónin Sesselja
Ólafsdóttir og Ebenezer Guð-
mundsson, gullsmiður. Ebenezer
ólst upp á Eyrarbakka. Hann
þekkti vel daglega baráttu hins
vinnandi manns. Sem drengur var
hann í sveit á sumrum, aðeins 13
ára fór hann í vegavinnu, þá á
sjóinn, vann við verslun og síma-
vinnu. Hann fór í jámsmíðanám
hjá Þorsteini Jónssyni, Vesturgötu
33 í Reykjavík og lauk því námi
með góðum vitnisburði. Síðan fór
hann í Vélstjóraskólann og lauk
burtfararprófi þaðan árið 1921.
Haustið. 1919 kvæntist hann
unnustu sinni, Freyju Andrésdótt-
ur, sem var fædd 28. febrúar 1895
að Dagverðarnesi í Dalasýslu. Þau
voru samhent og samrýnd. Það
sem þeim var sameiginlega kærast
var trúin á Jesúm Krist og hans
blessaða endurlausnarverk. Þau
eignuðust kjördótturina Hönnu,
sem þau elskuðu og virtu og tóku
sem Guðs gjöf, og síðar fengu þau
góðan tengdason, sem þau virtu
og blessuðu. Þau nutu ástríkis og
umönnunar þeirra Hönnu og Am-
gríms alla tíð.
Árið 1920 réðst Ebenezer til
Eimskipafélags íslands og var þar
um 20 ár. Eftir að hann kom í
land á seinni stríðsárunum — að
yfirlögðu ráði — réðst hann til vél-
smiðju Héðins og starfaði þar yfir
30 ár. Þar hætti hann fyrir aldurs
sakir. Húsbændum sínum bar hann
gott orð.
Það er lærdómsríkt að vera sam-
ferða manni sem á slíka lífs- og
trúarreynslu sem Ebenezer átti.
Trúarsannfæring hans var byggð
á orði Drottins. Hann vitnaði oft
í heilaga ritningu máli sínu til
stuðnings og notaði öll tækifæri
til að gjöra fagnaðarerindi Guðs
heyrinkunnugt. Hann stundaði
kirkju sína og sótti trúfastlega
aðrar kristilegar samkomur. Mér
fannst líf hans í full samræmi við
orð hans og talaðan vitnisburð.
Hann geislaði er hann vitnaði um
dýrð Drottins. Sannfæring hans
var ótvíræð, karlmannleg. Hann
var alltaf viss um nálægð Drott-
ins. Aldrei kom ég svo heim til
hans og aldrei kom hann svo á
vinnustað minn, að hann segði ekki
sem svo: — Við skulum tala við
Drottin, eða: — Eigum við ekki
að tala við Drottin og þakka hon-
um. Hann var maður bænarinnar.
Þannig var Drottinn Jesús, hinn
lifandi, ávallt nálægur.
Mér er margt í minni í sambandi
við Ebenezer Ebenezersson. Eitt
er þó sérstaklega ofarlega í huga
mínum. Það er frásagan af Hönnu
í fyrri Samúelsbók, sem honum
þótti svo vænt um. Þar speglast
mannleg barátta, vonbrigði, gleði,
sigur og hvemig það er nauðsyn-
legt að koma með allt til Drottins,
treysta honum fyrir öllu og láta
hann um lausnina.
Ebenezer var einn af stofnend-
um Kristniboðsfélags karla í
Reykjavík árið 1920. Hann stund-
aði það bræðrasamfélag af kost-
gæfni og sérstakri alúð. Honum
var umhugað að bæta úr neyð
heiðninnar. Orð Jesú í Matt. 28:
„Farið því og gjörið allar þjóðir
að lærisveinum“, voru mikil alvara
fyrir honum. Þess vegna gjörði
hann það sem mögulegt var til að
efla kristilegt heimastarf. Hann
lét ekkert tækifæri ónotað. Hann
starfaði mörg ár í sunnudagaskóla
kristniboðsfélaganna í Reykjavík
og var honum það einkar kært,
honum þótti alla tíð vænt um
börn. Síðustu árin hélt hann uppi
kristilegu starfi á elliheimilinu
Grund í Reykjavík. Hann var
þakklátur Drottni fyrir að fá að
starfa þannig í ellinni.
Árið 1937 var hann kosinn í
stjórn Kristniboðssambandsins og
var í þeirri stjórn allt til ársins
1967 er hann baðst undan endur-
kjöri, svo að yngri maður kæm-
ist að.
Ebenezer lést í Reykjavík 15.
maí 1983. Stjórn SÍK og íslenskir
kristniboðsvinir þakka Drottni
Guði fyrir Ebenezer og við bless-
um minningu hans og biðjum ást-
vinum hans blessunar Drottins.
Ingólfur A. Gissurarson.
5