Bjarmi - 01.07.1983, Blaðsíða 22
Kristið uppeldi
4. Afstaðan til
barnsins
SigurSur
Pálsson er höf-
undur þessara
greina. Hann er
formaður KFUM
í Reykjavík.
Allt uppeldis- og fræðslustarf grundvallast með ein-
um eða öðrum hætti á því hvaða viðhorf uppaland-
inn eða fræðarinn hefur til barnsins. Þá á ég ekki við
það hvort viðkomandi þyki vænt um barnið eða ekki,
heldur hvernig hann svarar spurningunni: Hvað er
barn og hverjir eru möguleikar þess? Ég kýs að nefna
hér þrenns konar viðhorf, sem öll eru þekkt úr sögu
uppeldis og menntunar.
[ fyrsta lagi nefni ég það viðhorf sem lítur á barnið
við fæðingu sem óskrifað blað eða ómótað efni. Sam-
kvæmt þessu viðhorfi er hlutverk uppalandans þá að
móta barnið frá fyrstu tíð þannig að úr verði mann-
eskja með þau viðhorf, hæfni og þekkingu sem æski-
leg eru talin. Barnið er því fyrst og fremst þiggjandi,
meira eða minna óvirkur, sem lætur mótast. Árang-
ur uppeldisins er því samkvæmt þessu algjörlega háð-
ur því hvernig uppalandinn stendur sig í hlutverki
mótandans. Sé þessu viðhorfi fylgt út í æsar, er fyrst
og fremst spurt um það hvað sé æskileg útkoma að
uppeldi loknu en síður spurt um eðli og þarfir barns-
ins sjálfs. Fræðslu- eða menntastefna sem byggir á
þessu viðhorfi einkennist því af mjög formföstum
kennsluaðstæðum með skýrum markmiðum þar sem
meira er lagt upp úr virkni kennarans en nemandans
og meira lagt upp úr eðli námsefnisins en eðli barns-
hugans. Miðlun þekkingar og viðhorfs skipta hér meg-
inmáli. Með nokkurri einföldun má halda því fram að
til skamms tíma hafi þetta viðhorf verið ríkjandi í skól-
um landsins.
í öðru lagi má nefna það viðhorf til barnsins, að
því megi líkja við frækorn, sem hefur í sér fólgna
ákveðna eiginleika og hæfni, sem komi smám saman
í Ijós með vexti og þroska. Hlutverk uppalandans er
því fyrst og fremst í því fólgið, að skapa barninu
skilyrði til vaxtar og þroska þannig að það sem í
því býr spillist ekki, heldur fái notið sín. Uppaland-
inn er því ekki mótunaraðili fyrst og fremst heldur
er hlutverk hans líkara hlutverki garðyrkjumannsins.
Uppeldis- og kennslumarkmið eru því í þessu tilviki
ekki skýrt mörkuð. Þetta viðhorf kemur skýrt fram í
álitsgerð, sem Valborg Sigurðardóttir skólastjóri skil-
aði til menntamálaráðuneytisins árið 1970 varðandi
tilhögun náms í 6 ára deildum barnaskólanna, sem
þá var verið að undirbúa. Þar segir: „Forðumst
stranga og markvissa þjálfun skynfæranna. Sköpum
heldur barninu fjölbreytilegt, vekjandi umhverfi, þar
sem hugur barnsins og hönd nær að þroskast eftir
eigin getu, frjálst og án þvingunar." Samkvæmt þessu
eiga uppeldis- og námsaðstæður að vera frjálslegar.
Áhugi barnsins á að ráða mestu um hvað gert er,
uppalandinn/kennarinn stjórnar litlu sjálfur. Vits-
munaþroskinn kemur svo að segja af sjálfu sér með
aldrinum, ef umhverfið heftir barnið ekki tilfinninga-
lega og félagslega.
Upphaf þessarar stefnu má rekja til Frakkans Rous-
seau og var síðan tekin upp af frumkvöðli forskóla-
kennslunnar, F. Fröbel o.fl. Ég hygg að ekki sé út í
hött að álíta að þetta viðhorf eigi sér rætur í ákveð-
inni afstððu til mannsins og eðlis hans, þ.e. að maður-
inn sé í eðli sínu „góöur" og þessu góða eðli sé fyrst
og fremst spillt með óæskilegum umhverfisáhrifum.
Bæði þessi viðhorf segja sitthvað lærdómsríkt um
barnið. Á ýmsum sviðum er það ómótað efni eða
óskrifað blað, sem uppalandanum er ætlaö að fara
höndum um. Sömuleiðis býr sitthvað með barninu,
sem þðrf er að skapa skilyrði til vaxtar og þroska.
En þeir munu fáir sem álíta að með þessu sé allt
sagt um barnið og hlutverk uppalandans.
Það sem efst er á baugi i samtímanum á rætur
að rekja til þess viðhorfs, að barnið sé allt frá fæð-
ingu virkur aðili. Það er ekki eins og óvirk leirklessa
sem lætur alfarið mótast að vild uppalandans, né
heldur eins og tóm flaska sem lætur hella á sig.
Það hefur heldur ekki sjálfkrafa í sér fólgið hvað-
eina sem þarf til velfarnaðar. Það er allt frá fyrstu
stundu virkur aðili, sem ekki aðeins verður fyrir áhrif-
um, heldur hefur áhrif. Það lætur ekki aðeins mótast,
heldur mótar umhverfi sitt. Það tekur ekki við á óvirk-
an hátt, heldur vinnur úr þeim áhrifum sem það verð-
ur fyrir. Þroskinn og þekkingaröflunin á sér stað í
22