Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 3
Kemur út tíu sinnum á ári. Gtgefendur: B*istilega skólahreyfingin. Landssamband KFUM og KFUK, Samband ísl. kristniboðsfélaga. Ritsijóri: GunnarJ. Gunnarsson. Ritnefnd: Ágúst Einarsson, ^enedikt Arnkelsson, ^uðni Gunnarsson, Sigurður Jóhannesson. Afareiðsla: Aðalskrifstofan, ^mtmannsstíg 2B, pósthólf 651, 121 Reykjavík. S'mar 17536,13437. Árgjald: Kr. 500innanlands, ’lr> 600 til útlanda. tyalddagi: 1. mars. Prentun: Borgarprent. Efni: staldrað við - Hver er þá...? 3 Pa8naðar - hvað? — Hugleiðing eftir Sigurð Fálsson .......... 4 brennidepli - Hláunginn: Áfstaðan til náungans ......... 5 % saknaði stuðnings firá kristnum vinum ................ 7 önugi maðurinn - frásaga ...... 8 ^cð eista félagsfólkinu — Rætt við Maríu Finnsdóttur . 11 og góð samviska ........... 12 ttristniboðamir skrifa • Brúðarrán .................. 16 Bibliuorðabókin ............... 17 j^rá starfínu ................. 18 hlaut svölun þjá Jesú ...... 20 Bm víða veröld ................ 21 Hvers virði er maðurlnn? ...... 22 F°rsíðumynd: Credo Staldrad við ■ 9 ? JL JL m JWJLm. JL/JLm. Jl JTm.m mm m Lærður maður spurði Jesúm eitt sinn: „Hver er þá náungi minn?” Spumingin er e.t.v. eðlileg i ljósi boðorðsins um að elska náugnann eins og sjálfan sig. Jesús svaraði spumingunni með einni af þekktustu dæmisögum sínum — sögunni um miskunnsama Samveijann (sjá Lúk. 10,30-35). í sögunni snýr Jesús hlutunum dálítið við, séð frá sjónarhóli lærða mannsins. og spyr síðan: „Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni sem féll í hendur ræningjunum?" f stað þess að spurningin snúist um það hver sé náungi minn, snýst hún um það að reynast náungi þeim sem þarfnast þess. Það verður aldrei skortur á fólki umhverfls okkur sem þarfnast þess að við reynumst því góður náungi. Lúther mun hafa sagt: „Sérhver maður er náungi okkar, einkum sá sem þarfnast þjálpar okkar." Lífið er þess eðlis að allir hafa sinar byrðar að bera. Þess vegna þarfnast allir góðs náunga sem vill bera byrðamar með þeim. Sumum er lífsbaráttan hörð, vinna myrkr- anna á milli, dýrtíð, víxlar, afborganir, áhyggjur o.s.frv. Aðrir glíma við erflðleika í fjölskyldulífi, skóla, vinnustað og víðar. Gamlir og sjúkir eru gjaman einmana og oft þarf ekki sjúkdóm eða elli til í hraða nútímaþjóðfélags. Þegar áföll, sorg, þjáning og dauði knýja dyra er oft erfltt að standa uppréttur. Glíman við efasemdir og trúarlegar spumingar getur einnig reynst hörð. Áfram mætti tejja, en þetta ætti að vera kristnum manni köllun til að hugsa um aðstæður og líðan náungans og til að hjálpa. En þá duga ekki ódýrar lausnir. Hlýjar tilfinningar einar sér duga skammt, falleg orð jafnvel líka. Við erfíðar aðstæður getur „fagnaðarerindið" meira að segja orðið hjáróma ef það er aðeins töluð orð sem skírskota á engan hátt til þeirra aðstæðna sem um er að ræða. Hér þurfa orð og athafnir að fara saman. Jesús boðaði fagnaðarerindið í orði og verki. Þeir sem fylgja honum em kallaðir tii hins sama. Það felur meðal annars í sér að reynast hverjum manni góður náungi á þann hátt að ganga inn I aðstæður hans og bera með honum byrðarnar. Jesús gekk inn í okkar aðstæður og bar byrðar okkar. Við þörfnumst þess að heyra það aftur og aftur. En við þörfnumst þess einnig að byrði hins daglega lífs sé borin með okkur af góðum náunga. Þeir sem við umgöngumst hafa sömu þörf. Okkar er að reynast þeim góður náungi. „Kærleiki Krists knýr oss" (2. Kor. 5,14). GJG _______________________________________________________/ 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.