Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 15
'ns um náð í gildi.“ Ég má hvílast í loforðinu, fyrirheitinu í fagnaðarer- •ndinu, einnig þegar syndin sækir á mig og vegurinn er dimmur og erf- 'öur. f>að er blóð lambsins sem er gjald mitt á himnum hjá Guði, einnig Þá. B. Slík boðun sem gerir menn frjálsa í samviskunni — veldur hún Því að þeir verði kærulausir í trúarlífi sínu? Því er stundum haldið fram. Sumir hafa jafnvel ásakað Róseníus. (Ahrifamikill sænskur vakningapred- 'kari á öldinni sem leið. Bækur hans eru enn gefnar út og lesnar.) Þeir Segja að vegna predikunar hans verði trúaðir, kristnir menn hirðulausir um hreytnina. Slík náðarboðun er of frjáls, of skilyrðislaus, segja þeir. Því er ekki að leyna að hugsanir Sem þessar kunna að vakna á stund- Um þegar við kynnumst alls konar ”breyskleika“ í hópi trúaðra manna. Það er fyrir neðan allar hellur að boða slíku fólki fagnaðarerindið, segja uienn. Við verðum að bíða þangað til v>ð sjáum heilagleika og guðhræðslu í (uri þess. En hvað segir orð Guðs um þetta? h*ar sjáum við að það er ekki predikun hins sanna fagnaðarerindis Biblíunn- ar sem leiðir til þess að menn slævist °g verði veraldlegir í trúarlífi sínu. ^m þetta eru mörg skýr orð í ritningunni. í Róm. 6,14 lesum við. „Synd skal e*rki drottna yfir yður, því að ekki eruð þér undir lögmáli heldur undir TRÚ OG GÓÐ SAMVISKA náð.“ Með öðrum orðum: Þess vegna var hægt að segja við þá að þeir ættu ekki að láta syndina drottna yfir sér eða stjórna sér. „Þá fyrst þegar maðurinn hefur séð í fagnaðarerind- inu að hann er frjáls fer hann í alvöru að spyrja um vilja Guðs“ (Wislöff). Náðin hefur þau áhrif í lífi okkar að hún knýr okkur til að afneita guðleysi og sækjast eftir réttlæti og guðsótta (Tít.2,12). C. Fagnaðarerindið um Jesúm, sem gerir menn frjálsa leiðir þá til þjónustu í þágu fagnaðarerindisins. Það var þetta sem olli því að spámaðurinn Jesaja sagði: „Hér er ég, send þú mig!“ Þetta sagði hann þegar við hann hafði verið sagt: „Misgjörð þín er burtu tekin og friðþægt er fyrir synd þína“ (Jes. 6). Þetta merkir ekki, að við þurfum ekki framar að heyra um hvítu akr- ana, að uppskeran er mikil en verka- mennirnir fáir, bæði í landi okkar og úti á meðal heiðingjanna. En ekki er til neinn máttur sem getur gert kristniboðsköllunina eins alvarlega og fagnaðarerindið um Jes- úm. Það er sá boðskapur sem knýr okkur, segir í 2. Kor. 5. Nái þessi boðskapur að fylla hjörtu okkar fær eigingirnin ekki að ráða þar ríkjum. Þá getum við ekki lifað sjálfum okkur. Við tökum þá undir með sálmaskáldinu: Ó, leið þú mig, Drottinn, sem dóst fyrir mig, að daglega megi ég benda á Þ*g-“ Káre Eidsvág. Frímerki handa kristni- boðinu Kristniboðið getur hagnýtt sér notuð, íslensk frímerki til ágóða fyrir starfið. Láttu þau því ekki fara i súginn! Nú hefur aðili, sem vill kaupa frímerkin.óskað eftir því að fá umslögin heil með álímdum frí- merkjum — íslenskum, færeysk- um og grænlenskum. Ef þú átt slík merki afklippt ættir þú líka að senda kristni- boðinu þau, en framvegis er æski- legt að þau séu ekki klippt af heldur komi umslagið sem heil- legast með frímerkjunum á. Afgreiðslan er sem fyrr Aðal- skrifstofan, Amtmannsstig 2B, Reykjavík. ÚTVEGIÐ BJARMA NÝJA ÁSKRIF- ENDUR 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.