Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 11
Rætt við Maríu Finnsdóttur „Með elsta félaqsfól k i n u " ^yrja á því að kaupa könnur til kaffihitunar og leirtau, sem nú er einnig til afnota fyrir aðra starfsemi í húsinu. Þetta var að mestu gert fyrir Sjafir til starfsins m.a. fyrir veitingar, er> þær eru ekki seldar. Samveran á Jólaföstu hefur síðan verið árviss Þáttur. Einnig hefur oftast verið fund- Ur á vorin og svo aftur á haustin. Pundarefni er líkt og gerist á öðrum fundum félaganna t.d. verður sagt frá hristniboðinu á næsta fundi. Við fáum Því oft góða gesti en þátttakendur uafa einnig lagt mikið af mörkum. e'r hafa því verið virkir og gert Samverustundirnar ánægjulegar. Naría Finnsdóttir. Annar árviss þáttur eru dagsferðir á sumrin, oftast í júlí. Fyrst var farið í Hraungerðiskirkju, þar sem sr. Sigurður Pálsson fremdi sonarson sinn sem var gestkomandi hér frá Bandaríkjunum. Á Þingvöllum feng- um við að heyra um sögu kirkjunnar eftir að hafa hlýtt þar á messu. Síðastliðið sumar lögðum við leið okkar til Eyrarbakka. Eftir helgi- stund í kirkjunni voru sögustaðir skoðaðir. Allar þessar ferðir hafa verið mjög ánægjulegar þótt stundum hafi rignt meira en góðu hófi gegndi. Nú höfum við stofnað ferðasjóð, sem að vísu er ennþá mjög magur. Er þörfá þessu starfi? Á samverustundirnar kemur m.a. félagsfólk sem að mestu er hætt að sækja annað félagsstarf. Ástæðurnar fyrir því geta verið margvíslegar. Má þar nefna stigana, sem mörgum eru erfiðir, svo og að fundirnir eru flestir á kvöldin. Við höfum reynt að mæta breyttum aðstæðum félagsmanna með því að hafa samverustundirnar á sunnudagseftirmiðdögum. Nokkur hópur hefur komið á allflestar sam- verustundirnar og í ferðirnar. Þessir vinir okkar hafa því ennþá þörf fyrir samfélagið þótt árin séu orðin mörg. Meðan tveir eða þrír slíkir eru innan okkar félaga svara ég spurningunni játandi. Öldungadeildin? Nafnið á deildinni þurfti að ganga gegnum talsverðar fæðingarhríðir. Nú eru við ánægar með það. Öld- ungur er virðingarheiti. Öldungar safnaðanna eru þeir sem í flestum tilvikum hafa verið í forystu í starfinu áður en þeir drógu sig í hlé. Þeir eru virtir fyrir þekkingu sína og reynslu. Heyrst hafa raddir um að með þessu starfi sé verið að skapa kyn- slóðabil í félögunum. Þá vaknar sú spurning hvort önnur skipting í ald- urshópa innan félaganna stuðli að kynslóðabili. Á samverustundum og ferðum deildarinnar hafa oft verið þrjár kynslóðir okkur til aukinnar ánægju. Hvað viltu segja um framtíð þessa starfs? Fleyg eru orð úr einni af síðustu ræðum dr. Marteins Lúthers King: „Ég á mér draum.“ Mig dreymir líka! Ég á mér þann draum að við Holtaveg rísi trjágarður með runnum og blómum til skjóls og prýði með upphitaðri stétt meðfram húsinu. Ég á mér draum að koma á reglubundnum heimsóknum til þeirra sem sitja heima sökum ellihrumleika. Ég á mér draum að félagsmenn og konur bjóði sig fram til að sækja fólk í bílum sínum, svo hægt sé að veita þá þjónustu. Ég á mér draum að fleira miðaldra félagsfólk komi með foreldra sína og unga fólkið með afa og ömmu. Frændur, frænkur og vinir eru líka velkomnir. Þessar samverustundir eru ekki bundnar eingöngu við félagsfólk inn- an KFUM og K. Þá á ég mér draum um lengri ferðalög innanlands og utan í hópi trúaðra. Einhver lokaorð? Já, mig langar til að koma því að, að þegar ég kom ung utan af landi til höfuðborgarinnar leitaði ég uppi KFUM og K. Þar mætti ég fólki sem umvafði mig hlýju og kærleika og flutti mér boðskapinn um hjálpræðið í Jesú Kristi. Ég stend því í þakkar- skuld við þá sem báru uppi þetta starf, og er starfsemi okkar hófst voru komnir í hóp öldunganna. Eitt boð- orðanna segir: Heiðra skaltu föður þinn og móður þína. Við megum því ekki gleyma því fólki sem segja má að séu okkar andlegu mæður og feður í félagsstarfi KFUM og K. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.