Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 4
Hugleiðing eftir Sigurð Pálsson FAGNAÐAR HVAÐ? Sigurður Pálsson er deild- arstjóri lijá námsgagna- stofnun. En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að vera Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans. Jóh. 1,12 Ég var á tali við góðvin minn. Ég hafði beðið hann að skyggnast ofurlítið með mér í hugarfylgsni mín og taka þátt í glímu minni við Guð og sjálfan inig. Þá varpaði hann fram spurningu: „Hefur þú meðtekið fagnaðarerindið?“ Þessi spurning kom mér í sjálfu sér ekki á óvart. Ég hafði oft spurt sjálfan mig sömu spurningar. Eigi að síður staldraði ég við. Hvað er fagnaðarerindið? Hvað er fólgið í að taka við því? Ég kunni ákveðin svör. Ég hafA; iftsinnis svarað bæði sjálfum mér og öðrum. Samt staldraði ég við. Því heyrist stundum fleygt, bæði í ræðu og riti, að predikun innan þeirra hreyfinga sem nú eru útgefendur Bjarma hafi breyst, henni hafi jafnvel hrakað svo að alvarlegt megi teljast. Svipu lögmálsins sé ekki sveiflað af sömu djörfung og áður og þess vegna sé lausn fagnaðarerindisins ekki eins ljós og fyrr. Alvaran sé á undanhaldi. Ég kann ekki einhlít svör við því. En ég kann aðrar spurningar sem mér finnst líka mikilvægar. Þær spurningar eru án samanburðar við fortíðina og snerta fyrst og fremst nútíðina. Þær varða bæði þá sem predika og þá sem hiusta. Heyrist hið hreina og ómengaða fagnaðarerindi þannig að það leysi sam- visku manna svo að þeir gangi til fundar við morgundaginn og meðbræður sína í fögnuði hins leysta, frelsaða manns? Er hugsanlegt að fagnaðar- erindið fái ekki að vera fagnaðarerindi og sé predikað sem lögmál? Nú má enginn misskilja mig. Lögmálið verður að sjálfsögðu að predika og þá á ég við lögmál Guðs ómengað af mannasetningum. En fagnaðarerindið verður einnig að heyrast, ómengað og skilyrðislaust. Vinur minn lét sér ekki nægja að varpa fram spurningu. Hann minnti mig einnig á í hverju fagnaðarerindið væri fólgið. „Það sem skiptir máli er að Jesús hefur meðtekið þig. Hann fyrirgefur synd þína. Hann gerir þig að guðsbarni. Hann tekur á móti þér. Allt þetta gerir hann og hefur gert, jafnvel þótt þú finnir ekki til þess. Það stendur skrifað! Þetta á við þig, sem nálgast Guð í Jesú nafni, og fyrir verðskuldun hans.“ Þessi stutta predikun gerði mér gott. Þess vegna læt ég hana ganga áfram. Fagnaðarerindi án skilyrða, vegna þess að skilyrðum hefur verið fullnægt. Leyndar- dómur dauða Jesú og upprisu gerir það að verkum að hægt er að predika á þennan hátt. Þeir sem flýja á náðir Jesú Krists eru þar með „í Kristi", hluti af honum, huldir í honum. Það er engin fyrirdæming fyrir þá sem eru í Kristi! Dómur annarra eða fordæming eigin samvisku getur ekki hnekkt þessum sýknudómi. Þetta tölublað Bjarma er að hluta helgað afstöðunni til náungans. Sá sem í raun hefur þegið hið skilyrðis- lausa fagnaðarerindi og verið „samþykktur“ af Jesú, hlýtur að draga þann lærdóm af þvi að honum beri að mæta náunga sínum með hugarfari Jesú Krists, hvort sem náunginn er í næsta húsi eða fjarlægu hrjáðu landi. Hvort sem náunginn er „í samfélagi trúaðra“ eða „vantrúaður“. Ég kýs að Ijúka þessum hugrenningum með spurn- ingu vinar míns: „Hefur þú meðtekið fagnaðarer- indið?" 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.