Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 10
Önugi maðurinn að væri ekki í samræmi við tilgang þessarar frásögu að ég færi að skýra frá því sem hann sagði mér. Það var heil ævisaga, um mannlíf þar sem sjúkdómar komu mjög oft við sögu, vonbrigði, mótlæti og áhyggjur. Ytri og innri nauðir höfðu gert hann að óánægjumanni. Og sem við stóðum þarna og töluðum saman í ljósaskiptunum þetta sumarkvöld opnaði hann hjarta sitt smám saman. Við áttum mjög inni- legar viðræður og bak við hrjúft og fráhrindandi útlit hans fann ég dálítið sem ég hafði alls ekki vænst. Loks gat ég ekki orða bundist og sagði djúpt snortinn: — Ég er afskaplega þakklátur fyrir þessa stuttu stund. Ég er þakklátur Guði og ég er þakklátur yður. Ég er sannfærður um að löngunin eftir Guði bærist djúpt í hjarta hvers einasta manns. Allt er undir því komið að menn geri sér grein fyrir þessari þrá. — Já, ég þarfnast sannarlega Guðs og mig langar til að biðja yður að fyrirgefa mér hina röngu og leiðinlegu afstöðu mína þessa daga. Hann rétti mér höndina. Hún titr- aði. Með hinni hendinni þurrkaði hann tár sem höfðu runnið niður kinnar hans, gegn vilja hans. Þannig gafst mér hugrekki til að ganga einu skrefi lengra og ég sagði við hann: — Gott væri ef við gætum nú beðið saman áður en við skiljum í kvöld. Við erum ekki annað en tveir vesælir menn. Þér verðið að heyja yðar baráttu og ég á við mitt að stríða. Við þörfnumst báðir hjálpar. Ég fer um hádegisbilið á morgun og það eru litlar líkur til þess að við fáum tækifæri til þess að tala saman og biðja í fyrramálið. Leiðir okkar skilja og við vitum hvorugur hvort við munum nokkurn tíma hittast aftur. Við þörfnumst áreiðanlega þeirrar hjálpar sem sameiginleg bænastund getur veitt okkur. Pér megið ekki skilja mig svo að ég líti svo á að þér verðið að gefast Guði í dag. Ef yður langar ekki til þess að ég biðji um að þér komist til trúar þá skal ég láta það vera. En við erum bara þurfandi menn, og við skulum fara inn í herbergið mitt. Þar getum við kropið á kné og beðið Guð að hjálpa okkur á æviveginum. Eruð þér samþykkur því? —Já,já. Hvert orð sem ég sagði mælti ég af einlægni. Það var alls ekki ætlun mín að leggja fyrir hann gildru til þess að neyða hann til að gefa sig Guði á vald. Þess vegna varð ég næsta undrandi þegar maðurinn kraup á kné hiklaust inni í herbergi mínu og byrjaði að biðja upphátt: — Drottinn Guð, enginn maður í heiminum er eins einmana og ég. Hjálpaðu mér, Drottinn Guð. Ég er syndari, mikill syndari. Hjálpaðu mér og fyrirgefðu mér. Hjálpaðu mér að finna þig og þekkja vilja þinn varð- andi mig. P etta var meira en ég hafði gert ráð fyrir. Ég gat ekki hindrað að tárin brytust fram og ég grét af þakklæti fyrir það að þrátt fyrir ófagurt útlit hans bærðist inni fyrir hjarta sem hægt var að frelsa, hjarta sem þrátt fyrir beiskju og einmanaleika bjó yfir sáru hungri eftir samfélagi við Guð og menn. Ég man ekki hvort maðurinn bað fyrir mér. Hann hafði víst nóg með sína eigin neyð. Ég fyrir mitt leyti bað ekki fyrst og fremst fyrir honum. Ég varð að biðja fyrir sjálfum mér. Ég þurfti að biðja um hjálp til þess að geta séð náunga minn í hverjum manni sem á vegi mínum yrði. Ég þarfnaðist hjálpar til að elska mennina svo að löngunin eftir Guði vaknaði í hjörtum þeirra. Ég varð að fá kraft til að leiða þá til hans sem einu sinni dó af kærleika bæði til mín og til mannsins við hlið mér. KFUM og K í Reykjavík hafa um nokkurt skeið staðið fyrir félagsstarfi fyrir elstu félaga sína. Frumkvöðull að því starfi er María Finnsdóttir hjúkrunarfræðingur. Til þess að fræð- ast nánar um þetta starf átti Bjarmi stutt spjall við hana. Hver voru dldrög að þessu starfi? Áhuginn vaknaði smám saman á áttunda áratugnum. Ég hafði heyrt frá fullorðnu fólki sem starfað hafði lengi í félögunum, að þegar það gat ekki lengur sótt fundi og samkomur fannst því það vera gleymt. Hjúkrun- arstarf meðal aldraðra hefur mér einnig fundist ánægjuríkt og gefandi. Að gamni má geta þess að haust eitt var dreift miðum meðal starfsfólks, þar sem spurt var hvar hver og einn vildi helst starfa. Það hefur víst stungið í stúf við hefðbundið starf þegar skráð var á einn miðann: „Með elsta félags- fólkinu.“ Viðbrögð urðu því engin. Síðan var stjórnum félaganna skrifað og beðið um leyfi til að hefja slíkt starf í nafni félaganna. Var það auðsótt mál. Síðan höfum við verið þrjár sem hverju sinni hafa staðið fyrir þessu starfi. Karlmennirnir hafa ekki gefið sig í það, en margir þeirra hafa veitt okkur ómetanlega aðstoð. Fyrsta samveran var á jólaföstu 1980. Elstu félögunum voru sendir boðsmiðar og það gerum við reyndar ennþá. Nokkrir þeirra sem ég þekkti ekki voru heimsóttir. Persónulegt samband er mjög mikilvægt. Húsfyllir var á þessari fyrstu samverustund í Langagerði 1. Hvernig er svo starfinu háttað? Eftir fyrstu samveruna fluttum við starfið í félagsheimilið við Holtaveg. Þar eru engir stigar svo auðvelt er að koma inn hjólastólum. Aðstaðan er einnig góð. Reyndar urðum við að 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.