Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 14
Hvað er fagnaðarerindið? „Fagnaðarerindið er boðskapur sem sýnir og veitir einungis náð og fyrirgefningu í Kristi“ (lúthersku játn- ingarritin). í fagnaðarerindinu vottar ekki fyrir dómi, skilyrðum eða áskor- unum. Ef við eigum að svara spurningunni um hvað fagnaðarerindið sé er nauð- synlegt að gera sér ljóst að við getum predikað Jesúm sem vinnur krafta- verk, hjálpar þeim sem líður illa og læknar sjúka -— án þess að við höfum flutt fagnaðarerindið. Við getum sagt margt fallegt um náð Guðs og kær- leika án þess að hafa boðað fagnaðar- erindið. Fagnaðarerindið er alveg sérstakur boðskapur: Jesús sonur Guðs sem varð maður og gekk inn í okkar kjör og tók á sig refsinguna fyrir syndir okkar. Hann sætti okkur við Guð með dauða sínum og upprisu og hefur haldið allt lögmálið í okkar stað. Það er með öðrum orðum boðskapurinn um hann sem var gjörður að synd okkar vegna og að við verðum rétt- lættir fyrir Guði óverðskuldað og af náð. Þetta sjáum við ljóslega þegar við lesum 1. Kor. 15. Þar er okkur kunngjört „fagnaðarerindi það sem ég boðaði yður... sem þér og verið hólpnir fyrir.“ Hvert er efni þess? „Kristur dó vegna vorra synda sam- kvæmt ritningunum og hann var graf- inn og hann er upprisinn á þriðja degi“ (v. 1-4). þetta. Þetta hefur líka verið kunn- gjört djöflinum og árum hans. Fyrir því gerir djöfullinn sér far um að skyggja á þenna boðskap og koma í veg fyrir að hann nái til hjartnanna eins og Guð hefur flutt hann. TRÚ OG GÓÐ SAMVISKA Þetta verður með öðrum orðum að predika ef við ætlum að boða fagnað- arerindið. Vanti þessa tóna er ekki um að ræða fagnaðarerindi Biblí- unnar. Þá vantar boðskapinn sem er kraftur Guðs til hjálpræðis. Fagnaðarerindið kemur til okkar í tvenns konar mynd. Önnur er boð- skapurinn um að Guð hafi gefið einkason sinn til að friðþægja fyrir syndina. Hin er sú að þér er sagt þetta — þetta varð þín vegna, það voru þínar syndir sem friðþægt var fyrir og goldið fyrir. Það er þetta sem syndari þarf að heyra svo að hann verði frjáls. Það þarf að láta hann vita hvað Guð hefur gert, hvað hjálpræðið hefur kostað Guð og að þegar Jesús hékk á krossinum var syndin afmáð og vegur- inn til Guðs opnaður. Þetta gerði hann fyrir þig. Það var þín refsing sem hann tók á sig, þinn dómur og þín glötun sem hann þoldi. Hinn náttúrlegi maður í okkur telur sjálfsagt að fagnaðarerindið sé boðskapur um að við verðum laus og frjáls, nú muni okkur ganga betur, við verðum enn hreinni og frjálsari en áður. En Guð kunngjörir í fagnaðar- erindinu: „Ég frelsa (leysi) þig“ (Jes. 43,1). Drottinn „leysti oss frá syndum vorum með blóði sínu“ (Opinb.1,5). Við sjáum að sögnin sem er notuð í Opinb. 1 er í liðinni tíð. Þarna er ekki um eitthvað að ræða sem ég á að bíða eftir að rætist heldur hefur verið gert. Frelsunin og lausnin frá syndinni er staðreynd. Guð hefur kunngjört Boðunin þarf að snúast um Krist £ Kristur þarf ævinlega að vera þungamiðja í predikuninni ef áheyr- endur eiga að sjá að þeir eru frjálsir. Þetta varðar ekki aðeins réttlæting- una heldur líka boðun til helgunar. Við sjáum í orði Guðs að helgunin í lífi okkar er verk Krists (1. Kor. 1,30). Trúaður maður helgast ekki með því að taka sig á eða hefja baráttu við eigingirni sína. Það ereins og að fljúgast á við sótarann, hefur Hallesby sagt. Við verðum einungis svartari. Nei, það er þegar Kristur verður kjarni lífs okkar að við líkj- umst Jesú meira en áður í breytni okkar, eins og við lesum í 2. Kor. 3,18. Áhrif slíkrar ». boðunar A. Svo fer þegar við hlustum á predikun sem gerir okkur frjáls að við berum kristindóminn ekki framar heldur ber kristindómurinn okkur. Það er erfitt að rogast með kristin- dóminn. Það er okkur „um megn“ eins og skáldið kemst að orði. Sárt er að vita til þess að margir þeirra sem slógust í hópinn með kristnum mönn- um komust ekki lengra en að bera kristindóminn. Þess vegna drógust þeir aftur út í heiminn og nú segja þeir: „Ég hef reynt kristindóminn en ég fann ekkert, það er til einskis fyrir mig að reyna aftur.“ Eða þeir sameinuðust hinum stóra skara trúhneigðra manna sem treysta á trúhneigð sína og lifa og deyja á hinni mestu sjálfsblekkingu. £ Hvers vegna fór þannig? Þeir hafa aldrei komist að raun um að kristin- dómurinn sé neitt annað en byrði. Hjarta þeirra þekkir ekki fagnaðar- erindið. Þeir hafa ekki séð að fagn- aðarerindið er kraftur Guðs til hjálp- ræðis hverjum þeim sem trúir. Fagn- aðarerindið boðar mér að „einnig í lífsins læging mestu, er loforð Drott- 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.