Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 7
%N# Ég saknaði stuðnlngs frá krístnum vinum Pyrir nokkru birtist í Credo, blaði ^orsku kristilegu skólahreyfingarinn- ar> viðtal við kristinn stúdent sem átti Vlð sálræn vandamál að stríða. í Vlðtalinu er m.a. komið inn á hvernig fólk brást við þegar hún kom út af sJúkrahúsinu þar sem hún var í ^eðferð og hvernig kristnir vinir úennar reyndust henni. f orðum henn- ar felst harður dómur, en þau eru um leið lærdómsrík fyrir hvern þann sem Vl11 kalla sig kristinn. í kringum okkur er fólk sem á við alls konar vandamál aö stríða, bæði andleg og líkamleg. Hvernig bregðumst við við? Við grípum niður í viðtalið: Þegar ég kom aftur eftir dvölina a sjúkrahúsinu þorði fólk ekki að sPyrja hvernig mér liði eða tala um sjúkdóminn. Ef ég hefði slasast á fæti er ég viss um að það hefði strax spurt mig um líðanina. Sá sem á við þunglyndi að stríða hefur ríka þörf fyrir að vera með öðrum, en skortir frumkvæðið. Hann þarfnast því vinar sem getur hlustað án þess að gefa ódýr ráð til huggunar, t.d. í formi biblíuversa sem slitin eru úr sam- hengi. — Ég saknaði meiri skilnings og stuðnings frá kristnum vinum. Þegar ég komst að raun um að ég fékk ekki þann stuðning sem ég þurfti á að halda frá kristnum félögum og vinum, leiddi það til þess að ég fylitist efasemdum. Sem betur fer hef ég haft sálusorgara allan tímann sem hefur verið fús að hlusta. Hann hefur hjálpað mér að halda fast við trú mína. — í rauninni hef ég orðið fyrir því að hljóta betri móttökur hjá vinum mínum sem eru ekki kristnir. Þeir hafa verið bæði hreinskilnari og sann- ari gagnvart mér. Sumir af kristnum vinum mínum hafa haft meiri áhyggjur af trú minni en mér sjálfri og líðan minni. Það hefur mér sárnað. — Þunglyndið hefur leitt til efa- semda um almætti Guðs. Getur Guð ekki náð með boðskap sinn til þess sem á við þunglyndi að stríða? Mér hefur sárnað sérstaklega þegar ein- staka kristnir vinir hafa sagt að efasemdir af völdum þunglyndis séu til komnar vegna þess að trúin hafi ekki verið nægjanlega vel ígrunduð eða kröftug. En sú trú sem þeir eru að tala um er frammistaða af hálfu mannsins. Þetta hefur verkað sem nýr steinn í þunga byrði mína. í ljósi reynslu sinnar vill hún áminna okkur öll: — Hugsaðu um hvernig öðrum líður! Sýndu líðan þeirra sem þú umgengst áhuga. Vertu alúðlegur. Hún vill einnig koma á framfæri nokkrum ábendingum varðandi sam- félag trúaðra: — Það ætti ekki að vera svo einhliða upptekið af vitsmunalegum þætti trú- arinnar sem raun ber vitni. Margir þarfnast ekki meiri þekkingar, heldur staðar þar sem þeim líður vel og þeir finna til slíks öryggis að þeir geti bæði grátið og hlegið. Þar að auki erum við sífellt svo upptekin. Við þyrftum helst alltaf að hafa nægan tíma til að hlusta á þá sem þarfnast þess að geta talað við einhvern. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.