Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.02.1985, Blaðsíða 8
Frank Mangs: Önugi maðurinn — Sérðu manninn þarna niður frá? Það var forstöðumaður æskulýðs- sumarbúðanna, sem spurði og benti um leið niður á hlaðið fyrir framan húsið þar sem hópur ungra manna stóð. — Hvern áttu við? — Þennan þarna sem er út af fyrir sig og styðst við stafinn. Hann er að totta sígarettu. — Nú, já, þessi! Er hann þátttak- andi í sumarbúðunum? — Já. — En hann er of gamall! Ég hélt að hann væri einn af bændunum héðan úr byggðinni og hefði farið í sunnu- dagafötin sín og komið til þess að hitta ókunnuga fólkið. — Nei, hann er í hópi þátttakend- anna. En hann er ógurlega skap- stirður og hefur allt á hornum sér. Maturinn er ekki nógu góður. Rúmið er ónothæft og hann er ekki heldur ánægður með þátttökugjaldið. Þetta kom í Ijós strax fyrsta daginn. Þessi óánægði maður var þó ekki búinn að borða nema eina máltíð og hafði ekki enn haft tækifæri til að sofa í rúminu sínu. En hann er óánægður að eðli til. Þetta er gamall piparsveinn og von- brigði og mótlæti sem hann hefur orðið fyrir um dagana hefur eitrað hugarfar hans svo gjörsamlega að beiskjan í hjarta hans lýsir sér í hverjum drætti í fýlulegu andlitinu. Hann setur út á alla sem hann hittir. Ekkert stenst dóm hans. Raunar botnaði enginn í því, hvaða erindi hann ætti hingað í sumar- búðirnar. Hann er líklega kominn á fimmtugsaldur, og hann gerði ná- kvæmlega ekki neitt til þess að reyna að brúa bilið milli sín og unglinganna. Á samverustundunum sást hann ekki nema einstöku sinnum. Oftast stóð hann fyrir utan og reykti, þegar við söfnuðumst saman og hlustuðum á ræður eða töluðum saman. Hann var að mestu út af fyrir sig og reyndi ekki að blanda geði við hitt fólkið. Það virtist eins og honum nægði samfélagið við sígarettuna sína og stafinn sinn. Eftir því sem ég best gat séð var ekki heldur neinn sem sóttist eftir félagskap hans. Það var eins og menn litu svo á að hann hefði lent þarna óvart, og enginn okkar tók minnsta tillit til hans. Þannig vorum við öll og ég líka. Maðurinn var mér algjörlega óviðkomandi — þangað til á þriðja degi. Þá átti ég að tala um efnið: Náungi minn. F g var á leið til samkomunnar með góðum vini og samverkamanni en á veginum í um það bil tíu metra fjarlægð kom ég auga á fýlupokann. Allt í einu skaut þessari hugsun upp ! hjá mér: Hver er þessi maður? Og svarið kom: Náungi minn. , 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.