Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 15
Og dýpst skoðað er baráttan ekki við menn, heldur við miklu voldugri öfl og hún er linnulaus. Hvert fótmál kristins lærisveins er áhætta. Á það bera að líta sem staðreynd, aö „kristið þjóðfélag“ er hvergi til í raun og veru — og hefur naumast verið nokkurn tíma, heldur einungis mismikil áhrif kristinnar hugsunar og Slðgæðisvitundar, sem oftast kemur einkum fram sem einhvers konar venjugeymd eða sjálfgefið viðhorf, Sem hugsunarlítið er síðan tekið mið af, oftast nær sárasjaldan þó. Sú tilfinning hefur horfið með stjórnvöldum, að þau séu að þjóna Huði. Sú hugsun virðist víðsfjarri, að menn séu „ráðsmenn skaparans“. f’vert á móti. Almenningur er líka á Sama máli. Kristin sjónarmið eru alls ekki sJálfsögð, miklu oftar gleymd og annað hvort hunsuð eða þeim and- mælt í flestum málum. Þetta er allt í réttu hlutfalli við vaxandi vanþekkingu um kristinn dóm. Naumast er hægt að ræða af viti v>ð fólk um margt, er slíka hluti snertir, fæstir skilja um hvað talið Snýst (sbr. vanþekkingu og klaufsku fréttamanna í viðtölum um kirkjumál °g trú). Breytingarnar í hugsanalífi þjóðar ern ótrúlega örar. Öldin okkar dýrkar tjekni og verkvísindi, þangað beinist dsjálfrátt trúarþáttur sálarlífsins. En mannúð hrakar, siðgæði einnig, því að allflestum „fræðingum“ okkar vill S'eymast, að siðgæði — siðferði og s>ðfræði — er ekki til, nema í beinum tengslum við lífsskoðun og trú. * Á T“ •^^■þessum áratug eru umhverfis- ahrif orðin miklu flóknari og fyrir- erðarmeiri en nokkru sinni fyrr. Heimurinn okkar hefur skroppið Saman að vissu leyti, en rúmar þó allt Sem áður. Samskipta- og samgöngu- heknin veldur því, að fjarlæg lönd og Þjóðir færast nær og þar með menn- mgaráhrif og siðir. Lífsmynstrið verðurflóknara. Sam- elagið er fjöldahyggjusamfélag og líf einstaklinga því ofið fleiri og flóknari Þáttum en fyrr. Áhrif berast úr ^ðrgum áttum í senn, taka þarf afstöðu til ólíkra atriða, vega og meta nær samtímis. Þá gengur oft illa að velja og hafna og hætt við, að margt geti blandast saman. Fjölhyggjusjónarmiðið blandar oft í reynd saman hugmyndakerfum. Nægir að minna á, að úr sér genginn marx-hegelismi hefur einatt síast inn í flestöll kerfi og stofnanir þjóðfé- lagsins og mótað út frá því hugs- unarhátt, sem hvorki er heill ná hálfur — almenningur hugsar hvorki sósí- alsk né kapítalskt um þjóðmál, bland- an verður óskapnaður. Sömuleiðis hafa langsóttar hug- myndir úr framandi trúarbrögðum fjarlægra þjóða fest hér rætur. Fólk sem gleymt hefur sínum kristilega arfi, tekur þetta stundum sem jafn- gildi kristindóms, af því það „veit ekki betur“. — Þetta eru aðeins tvö dæmi af mörgum, sem sýna þessa furðulegu blöndunartækni. En þetta snertir alla þætti daglegs lífs og bendir til, hversu vandratað er. Annar vandinn — og tengdur fjöl- hyggjunni — er sífellt tímahrak á öllum sviðum. Vaxandi tækni og fljótvirkni með aðstoð hennar hefur aukið hraðakröfurnar til mannlegra vera. I raun og veru er þar um falskt mat á lífinu sjálfu að ræða. Saga er til um vestrænan mann, er hrósaði hraðatækni nútímans í sam- göngum við Austurlandabúa með því að segja m.a., að nú tæki það hann hálftíma skemmri tíma að fljúga yfir Atlantshafið en fyrir einu ári. Asíu- maðurinn varð hugsi, en sagði svo: „Og til hvers notarðu svo þennan hálftíma?" Þetta mikla tímaleysi og streita er gervihugsun, sem hefur illar afleið- ingar einar. WLM JH. vers vegna eru kristnir menn orðnir svo mörgum ávana nútímans að bráð? Ungt fólk segir: Allir hegða sér svona. Þetta getur ekki skipt svo miklu máli. Þeir eldri eru löngu orðnir samdauna „öld þessari“ í einu og öllu. Þeir kristnu skera sig hvergi úr að neinu marki. Auðvitað eru umhverfisáhrifin mögnuð. En annað veldur meira. Langmestu veldur slappt og hugsun- arlítið trúarlíf, vanræktar bænastund- ir, afræksla Orðsins. Kirkjuganga er stopul, heilög kvöldmáltíð vanrækt. Allt þetta var okkur þó í hendur fengið til þess að uppbyggjast, varð- veitast, vaxa og styrkjast. Þú lifir ekki án samfélagsins við Drottin og þá, sem honum tilheyra.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.