Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 20
eftir Asbjörn Aavik, kristniboða Það er sunnudagur. Klukkan er tíu fyrir hádegi. Guðs- þjónustan á að fara að hefjast. Kringl- ótta klukkan hátt uppi á veggnum við hliðina á inngöngudyrunum slær sila- lega tíu högg. Höggin eru rám og leiðinleg. Regnið rann nefnilega nið- ur eftir veggnum í sumarfellibyl — og inn í klukkuna. Eftir það fór hún að ryðga. Hún gengur hægt. Dyravörð- urinn fer við og við að henni með stiga og ýtir vísunum áfram, til þess að gamla verkið fylgist með tímanum. Á sunnudeginum gerir hann það rétt áður en við ætlum að byrja. Og gamli maðurinn sér illa, jafnvel með gleraugum. Hann ýtir oft fram- hjá og verður að fara til baka. Gömul klukka hefur ekki heldur gott af því. En það skilur gamli maðurinn ekki. Hann var hermaður alla sína ævi og hefur sýslað með byssur og ekkert annað. A hefur lagt nýstrokinn dúk á það. Hún kom eð hann heiman að frá sér. Hún hefur sett lítinn blómavasa við end- ann á borðinu. Blómin hefur hún slitið plöntu fyrir plöntu fyrir utan dyrnar á heimili sínu. Hún hefur gíjáfægt skírnarskálina. Hún stendur þarna full af vatni, sem hún hefur sótt sjálf til þess að vera viss um, að það væri tært og hreint. Því að Biblíukonunni var farið að þykja mjög vænt um ungu konuna, sem hafði slitið sig lausa frá þessu eldgamla búddhatrúarheimili. Og engin hafði eins og hún getað hjálpað ungu konunni, Fo-lin, þennan tíma eftir ósléttum og þungfærum vegi frá Búddha að hliðinu að eilífa lífinú. Hún hefur lagt mjúkt teppi yfir mottuna, sem á að krjúpa á fyrir framan litla borðið. Mottan er þykk, fléttuð úr hríshálmi. Hún hafði einnig komið með teppið heiman að frá sér. Við erum í Sínítalandi (Jes. 49,12). „ — Sjá, sumir koma langt að, sumir frá norðri og vestri, aðrir frá ítalandi...“ Bib þetta Síníta viljum trúa fremsta bekknum kvenna megin sigur Fo-Iin. Hún situr ein á þessum langa bekk. Það er skírnar- dagurinn hennar. Leiðtogarnir höfðu samjjvkkt það. Þeir þekktu hana nú allir, höfðu séð hana koma á sam- komurnar síðustu mánuðina, svo framarlega sem hún komst að heim- an. Þeir tóku eftir, að hún hlustaði — fylgdist með. Hvers vegna skyldi henni þá neitað um skírnina? Bibl- íukonan sagði líka já. Hún hafði haft hana í kvöldbekknum sínum. Lágt, lítið borð stendur fyrir fram- an predikunarstólinn. Biblíukonan Eins og ávallt er venja við skírn snýr einnig hún sér fyrst að söfnuð- inum. Hann á að fá að sjá, hver það er, sem í dag er tekinn inn í hóp og söfnuð heilagra. Allt verður skyndi- lega hljótt. Allir vita, hver þetta er. Ég sé, að bros kemur á andlit sumra í sÖfnuðinum. Það er gleðin yfir einum nýjum á leiðinni heim — einnig gleðin yfir því, að söfnuðurinn vex. Við tölum saman þarna á „kirkju- gólfinu“. Og Fo-lin svarar skýrt og greinilega. Hún kann boðorðin og trúarjátninguna á fingrum sér. Einnig skírnar- og kvöldmáltíðarorðin. Hún strandar hvergi. Og röddin verður smám saman rólegri, sterkari og skýrari. Það verður eins og predikun frammi fyrir söfnuðinum. Upplestur barnalærdómsins frammi fyrir þeim öllum. Við tölum um margt þarna fyrir framan ræðustólinn. Það er eins og Fo-lin gleymi söfnuðinum. Annars er oft erfitt á slíkum morgni að fá skýr svör. Því er öðruvísi farið í að dag. Ég veit ekki, hvers vegna. Ef til við vill er Fo-lin af ætt með skýra hugsun- Að minnsta kosti hafa ættingjarnir em, kynslóðum saman byggt upp stóra og fyrsta í trausta verslun við aðalgötu í bænum- "f til vill var það einnig þess vegna, sem þeim féll miður, að dóttirin væri gefin flóttapilti, sem var einmana og heimilislaus á stóru eyjunni. ið syngjum. Einn djáknanna biður. Söngkórinn syngur, og annar djákni les pistil dagsins. Síðan syngj- um við aftur. Eftir þann söng kemur Fo-lin fram á gólfið fyrir framan borðið með skírnarskálinni. rg kem við og við auga á and- lit hans í salnum karlmanna- megin. Það er stóri dagurinn hans — sigur- og gleðidagur unga mannsins, 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.