Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.03.1985, Blaðsíða 18
■ « / BREF 0=0 1 o í 9* vw Kristniboðarnir skrifa: Gleðidagur Sunnudagurinn 23. desember 1984 rann upp bjartur og fagur hér í Cheparería. Sólarupprás er jafnan klukkan sjö. Upp úr klukkan átta hljómaði um nágrennið söngur sunnu- dagaskólabarna sem reyndar voru í færra lagi þenna dag þar sem jóla- samvera sunnudagaskólans hafði ver- ið daginn áður. Skím á fjallinu Við lögðum af stað frá kristni- boðsstöðinni ásamt nokkrum öðrum sem slógust í hópinn til að vitna fyrir bræðrum og systrum uppi á fjallinu, í Tolkogin. Guðsþjónustan var hafin hér á stöðinni og hver vitnaði á fætur öðrum. Við héldum fyrst í áttina til Kapen- gúria til að komast upp í fjöllin og svo inn eftir þeim til baka, uns við komum til Tolkogin rétt fyrir hádegið. Hluti hópsins var kominn og hinir komu hver af öðrum stuttu síðar. Við gátum aðeins notið útsýnisins yfir sléttuna og til fjallanna í norðri, norðvestri og norðaustri. Skyggni var einstaklega gott. Við sáum greina í þak skólahússins og kennarabústað- ina á stöðinni en ekki aðrar byggingar þar sem hæð bar á milli. Guðsþjónustan byrjaði undir stjórn Júlíusar, predikarans á fjall- inu. Söngurinn barst vel út fyrir kirkjuhúsið, enda eru veggirnir enn mjög götóttir, en við vonumst til að hinn nýi söfnuður á staðnum sjái það sem hlutverk sitt að fullgera kirkjuna hið fyrsta. Eftir bæn og trúarjátningu vitnuðu heimamenn og gestir. Síðan var kom- ið að skírninni. Fyrst voru hinir fullorðnu skírðir, þrír unglingar, ung- ur maður um tvítugt og fimm eldri konur. Þau svöruðu greiðlega öllum spurningum og fóru með trúarjátn- inguna og boðorðin. Ninakubatiza — ég skíri þig... Því næst voru börnin skírð, einnig níu. Fjögur þeirra eru börn Esterar og Markos. Marko var skírður fyrir nokkrum árum í Chepkobegh þar sem hann á aðra konu. Hann reynir að gera það sem hann getur til að benda þeim á þann veg sem hann hefur sjálfur kosið, að fylgja Jesú Kristi. Við vonum og biðjum að það verði sá vegur sem þessi börn kjósa að feta. Að lokinni skírn var ræða dagsins og hópurinn hlustaði vel. Loks voru samskot: Tveir seðlar, slatti af smá- peningum og tvö egg. Söfnuðurinn gekk út. Allir tókust í hendur og voru að vonum glaðir. Loksins höfðum við getað skírt í Tolkogin eftir ýmsa erfiðleika sem við höfum átt við að etja á þessum stað. Við biðjum að söfnuðurinn varð- veitist í trúnni og sjái jafnframt ábyrgð sína í að flytja fleirum fagnað- arerindið um Jesúm. Leiðin lá svo heim. Gleðidagur var að kvöldi kominn, Þorláksmessa með öðrum hætti og í öðru umhverfi en orðið hefði heima. Enginn jóla- snjór og engin jólaljós önnur en stjörnubjartur himinn. Skrælnuð jörð og steikjandi sólarhiti um miðjan dag. En ef til vill var það eitthvað þessu líkt forðum í Betlehem... Starfíð á liðnu árí Þetta var í fyrsta sinn sem við skírðum í Tolkogin á fjallinu fyrir ofan (sunnan) stöðina — eins og að 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.