Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 3
Kemur út tíu sinnum á ári. Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KPUM og KFUK, Samband ísl. kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Ágúst Einarsson, Benedikt Arnkelsson, Guðni Gunnarsson, Sigurður Jóhannesson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Amtmannsstíg 2B, pósthólf 651, 121 Reykjavík, símar 17536, 13437. Árgjald: Kr. 500innanlands, kr. 600 til útlanda. Gjalddagi: 1. mars. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við — Upp á hvað er haldið? ......... 3 Ráðstöfun Guðs — Hugleiðing eftir Ástrid S. Hannesson ..... 4 Úr þrengingunni — Smásaga eftir Jón Viðar Guðlaugsson .... 5 Grátið á hátið ................. 7 Hvaða þýðingu hafa jolin fyrir þig? .................... 8 Jólagjafir—jólaskraut ..........10 Hér fær fólk markvissa fræðslu ... 11 Sjá, himins opnast hlið — Lítil jólaflétta ■ þrem þáttum ... 12 Guð hefur verið mér góður — Spjallað við Þóreyju Ingvarsdóttur, þjúkrunarkonu .................14 Biblíuorðabókin ................16 Á heimsþingi KFUM 1985 ........ 17 Heiðnir fjötrar ............... 18 Störf kristniboðanna eru ómetanleg .................19 Um viða veröld .................20 Sveinninn í Betlehem ...........21 Frá starflnu ...................22 Þá er flóðið skollið á. Það var varla kominn nóvember þegar jólasveinar tóku að birtast í sjónvarpi og víðar í fjölmiðlum og kunngjöra jólatilboð ársins. Síðan hefur gylliboðaáróðurinn smám saman færst í aukana og er nú í algleymingi síðustu dagana fyrir jól. Það vakna ýmsar spurningar í öllum þessum hamagangi. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að fólk geri sér glaðan dag á hátíðum og reyni að gleðja ættingja og vini með gjöfum. En skyldi þetta ekki vera komið út í öfgar? Það er ekki hægt að komast hjá því að fá það á tilfinninguna þegar fylgst er með gegndarlausu auglýsingaflóðinu og þvi hvað þar er auglýst sem sjálfsagðar jólagjafir. Er ekki verið að gera jólin að söluvöru? Kostnaðurinn og fyrirhöfnin við jólahaldið ætlar að sliga hverja meðalfjöl- skyldu. Það er sleginn .Jólavíxill" eða vandanum frestað með „Eurocard" og „Visa". Skyldi kjarninn ekki hafa týnst í öllum umbúðunum? — Eða upp á hvað er haldið? Það gerðist allt við hinar fátæklegustu aðstæður — í hrörlegu fjárhúsi. Frelsari mannanna, sonur Guðs, var ekki klæddur í glys, heldur vafinn reifum og lagður í jötu. Þar voru ekki jólatré og rándýrir jólapakkar, heldur aðeins heyið og skepnumar. — Og þama var Guð! Hann hafði sjálfur gerst maður, vitjað hins smæsta, gengið inn í kjör hins fátækasta, svo að við auðguðumst af fátækt hans. Hann kom til að eiga fundi við þig og mig. Þegar hann fæddist var ekki rúm fýrir hann í gistihúsinu — þar var allt yfirfullt. Er rúm fýrir hann í dag hjá okkur? — Eða er allt yfirfullt af einhveiju öðm? „Yður er i dag frelsari fæddur," sögðu englarnir við hirðana. Hjá þeim var rúm. Þeir fóm rakleitt til Betlehem til að sjá það sem orðið var, til að hitta frelsara heimsins. Okkur er fæddur frelsari! Hröðum okkur til Betlehem til að sjá það sem gerst hefur. Hröðum okkur á fund frelsara okkar. Látum ekki eyðileggja fýrir okkur innihald jólanna með öfgakenndum umbúðum. Leyfum frelsara heimsins að komast að í lifi okkar og auðga það. Guð gefi okkur gleðileg jól í Jesú nafni. GJG lífifU iJvílilh i.j Forsíðumynd: Ved Juletid

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.