Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 18
Guðlaugur Gunnarsson: Heiðnir fjötrar Hér í Eþíópíu er mikill munur gerður á hlutverkum kynjanna strax á unga aldri. Foreldrar eru ávallt mjög stoltir yfir fæðingu sonar og er þá mikill fögnuður meðal ættingja og vina og árnaðaróskir margar. Fæðist hins vegar dóttir er gleðin lítil og foreldrunum jafnvel ekki óskað til hamingju, einkum ef þeir eiga aðeins dætur fyrir. Sonur betri en dóttir I uppvextinum er einnig gerður mikill munur á piltum og stúlkum. Telpurnar eru ekki nema nokkurra ára er þær eru látnar fara að hjálpa til við heimilisstörfin, s.s. að sækja vatn úr ánni, safna eldiviði og bera heim eða að gæta yngri systkina og bera þau á bakinu. Þeim er lítið hlíft við erfiðisvinnu og vöndurinn bíður þeirra ef þær færast undan eða óhlýðnast. Drengirnir fá hins vegar að leika sér og hjálpa lítið til við heimilisstörfin. Það er ekki fyrr en þeir verða eldri að þeir byrja að hjálpa til á akrinum með föður sínum. Sveitafólk, sem flest er bændur, hefur ekki enn komið auga á gagnsemi mikillar skólagöngu. Það er því oft að foreldrar vilja enga aðstoð veita börn- um sínum til að þau geti gengið í skóla; miklu vitlegra sé að vinna í stað þess að eyða unglingsárunum í að rýna í einhverjar bækur alla tíð. Það eru því helst piltarnir sem fá að ganga í skóla, fái einhver það á annað borð. Stúlkurnar eiga hins vegar að gifta sig snemma. Stúlkan er réttlaus Þegar unglingarnir komast á kyn- þroskaskeiðið komast margir í gifting- arhugleiðingar, kannski ekki síður foreldrarnir en unglingarnir! Oft fá stúlkurnar litlu um ráðið hverjum þær eru gefnar. Biðji þeirra einhver vei- stæður maður, sem getur greitt vel fyrir þær, er oft lítið spurt um vilja eða óskir stúlknanna. Unglingsárin eru því oft óttabland- in hjá stúlkunum. Húshjálpin okkar hefur t.d. sagt okkur frá því að hún geti átt það á hættu að faðir hennar selji hana einhverjum gamlingja eða skúnki í fylleríi fyrir nokkra aura, eða hann gefi hana einhverjum sem aðra eða þriðju konu af sömu ástæðu. Það er þó ekki þetta sem þær óttast mest. Verst af öllu er að vera rænd. Sumir piltar í leit að kvonfangi renna gjarnan augunum til kristnu unglings- stúlknanna. Þær eru yfirleitt betur til fara og snyrtilegri en aðrar. Eygi þeir litla von um að fá jáyrði hjá stúlkunni og foreldrum hennar bregða þeir á það Gúdji-ráð að ræna henni. Safnar þá piltur liði hraustra karl- manna. Þeir koma að nóttu til í hús stúlkunnar öllum að óvörum og hafa hana á brott með sér ellegar sitja fyrir henni þar sem hún er ein á ferli í skóginum. Eftir að hafa nauðgað stúlkunni hverfur svo piltur í felur með hana nokkurn tíma áður en hann sendir öldunga á fund foreldra hennar til að ræða um „verðið“ og til að sættast við þá. Foreldrunum er þá oftast nær orðið sama um stúlkuna. Hún er ekki lengur hrein mey, en það er fyrir öllu að þeirra mati og skilyrði fyrir að einhver vilji giftast henni. Það fer því oftast svo að sættir takast, enda „best fyrir stúlkuna"! Syndin afsökuð Það er talið með alvarlegri hlutum ef upp kemst á brúðkaupsnóttunni að nýgift stúlka er ekki hrein mey. Öll athygli brúðkaupsgesta beinist að því * að fá boð um það morguninn eftir hvort stúlkan hafi verið hrein mey eða ekki. Reynist hún það hlýtur hún ýmsar gjafir. Reynist hún það ekki lemur eiginmaður hennar hana misk- unnarlaust og krefur hana sagna um hver hafi framið þetta óhæfuverk. Síðan hæðast menn að henni, gefa henni engar gjafir og fara hneykslaðir heim. Hins vegar varðar engan um það hvort piltur hafi lifað með einhverjum stúlkum áður en hann giftir sig! Það er nánast litið á það sem sjálfsagðan hlut; rétt eins og menn fá sér að drekka þegar þá þyrstir eða borða er þá hungrar, þá sé það ekki nema eðlilegt að svala kynþörf sinni. Þessi hugsunarháttur er svo rótgróinn í menningu Gúdjimanna að margir kristnir unglingar hafa fallið í synd af þessum sökum. ^ Kristnir unglingar eiga á margan hátt erfitt. Þeir hafa líka margir hverjir litla þekkingu á Guðs orði og á kristilegu líferni og láta því oft undan þrýstingi skólafélaga eða ann- arra og falla í freistni. Þannig leiðast margir út í ýmiss konar óheiðarleika eða drykkjuskap eða láta undan kyn- hvötinni. Við höfum jafnvel heyrt orðróm um að boðskapur Biblíunnar sé viljandi rangtúlkaður eða nýjar Heiðnin á djúpar rætur í hjörtunum og skilningur margra á boðskap kristindómsins er lítill. Margir unglingar verða fyrir freistingum og standast ekki. Þvi er mikil þörf á fyrirbæn, uppfræðslu og stuðninai. 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.