Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.12.1985, Blaðsíða 15
 starfaði af lífi ogsál í KFUM, ekki síst * í sunnudagaskólanum í Kópavogi með Sigursteini Hersveinssyni og í skíðaflokknum Éljagangi. Hann átti sæti í stjórn KFUM og í stjórn Kristniboðssambandsins.“ Ásgeir fórst í hinu mikla slysi er flugvél Flugleiða hrapaði við Kólombó á Srí Lanka í Asíu 15. nóvember 1978 og hátt á annað hundrað manns létu lífið. „Þegar þetta bar að höndum fann ég vel hvílík hjálp er í því fólgin að vera handgengin Biblíunni og eiga trúna á Jesúm Krist. Já, ég á erfitt með að skilja hvernig fólk sem á ekki trúna á Drottin fær risið undir slíkum áföllum. Ég vil segja: Drottinn er styrkur minn. Það hef ég fundið og sú er reynsla mín allt fram á þennan dag. Ég hef oft fundið til návistar hans, einnig þegar erfiðleikarnir voru hvað mestir. K Við stóðum ekki ein þegar slysið varð því að margir réttu okkur hjálp- arhönd. Eitt þeirra orða sem vinir mínir minntu mig á og veittu mér mikinn styrk var þessi kunna ritning- argrein: „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum“ (Sálm. 46,1). Ég fann að þetta var vissulega satt. Orð Jesú í Jóh. 10 urðu mér líka til mikillar blessunar þegar ég hugsaði um afdrif Ásgeirs.“ Og Þórey tekur fram lítið Nýja testamenti og les úr „hirðiskapítulanum“,27. og28. vers: „Mínir sauðir heyra raust mína og ég þekki þá og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf og þeir skulu aldrei að eilífu glatast og enginn skal slíta þá úr hendi minni.“ „Drottinn þekkir þá sem fylgja honum. Ásgeir minn fylgdi Jesú. Og fyrirheitið er skýrt: „Ég gef þeim eilíft líf og þeir skulu aldrei að eilífu glatast." Það er stórkostlegt að þeir sem treysta honum fara úr þessum heimi til að vera með Jesú alla tíma! Eins fann ég styrk í orðum Jesú þegar hann segir við lærisveina sína: „Ég lifi og þér munuð lifa“ (Jóh. 14,19). Sá sem hefur helgað sig Jesú veit að það að deyja er að fara til hans og lifa með honum. Hvílík huggun! Mér þykir líka afar vænt um „litlu Biblíuna“, Jóh. 3,16, en það er ein fyrsta ritningargreinin sem ég lærði utan að og mér finnst hún ljúkast æ betur upp fyrir mér: „Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Hér er auðvitað forsendan og upp- haf þess að við njótum náðar og miskunnar Drottins. Elska Guðs hef- ur fallið mér í skaut. Guð hefur verið mér góður." Hvað ungur nemur... „Viltu segja eithvað við okkur í tilefni af „ári æskunnar“?“ „Ég veit að allir trúaðir foreldrar þrá að börn þeirra fylgi Jesú Kristi. Við Ásgeir eignuðumst þrjú börn og ég er óendanlega þakklát fyrir að þau vilja öll vera lærisveinar frelsarans. Við hjónin fórum að kenna þeim að biðja jafnvel meðan þau voru ómálga. Og þar sem við hlutum svo mikla blessun af verunni í KFUM og KFUK vil ég hvetja foreldra til að beina börnum sínum pangað til að hlusta á Guðs orð og eignast þar góða vini - það er jafnvel mikilvægara en að eignast félaga í skólanum. Ég ráðlegg foreldrum einnig að fara sjálfir á fundi og samkomur í félögunum, bæði til að sækja þangað uppbyggingu í trúnni, til að leggja hönd á plóginn - því að ekki vantar verkefnin - og til að vera börnunum fyrirmynd um það hvert þau skuli sækja styrk og þekk- ingu í trúnni.“ Þórey lærði hjúkrun þegar hún var ung að árum. Hún starfar nú á Öldrunarlækningadeild Landsspítal- ans í Hátúni í Reykjavík. „í starfi mínu meðal gamla fólksins hef ég m.a. lært hvílík nauðsyn það er að innræta fólki trúna þegar á barns- aldri. Sumt af þessu blessaða gamla fólki hefur misst allt samband við umheiminn eða er orðið mjög kalkað. En það fer þó margt með bænir. Það virðist helst muna vers og bænir sem það lærði í bernsku. Ég heyri það oft hafa það yfir í hálfum hljóðum á kvöldin. Við lifum á alvarlegum tímum. Það er kallað á okkur úr öllum áttum og tilboðin eru mörg. Kristið fólk þarf að gera sér ljóst að ýmislegt í heiminum getur ekki átt heima í lífi þeirra sem játa trúna á Jesúm. Þetta ættu trúaðir æskumenn sérstaklega að hugleiða. Þeir þurfa að læra að greina það sem slekkur andann og slævir trúna og snúa baki við því.“ Stórkostlegt málefni Kristilegt félag heilbrigðisstétta leitast við að efla trú og kristinn vitnisburð meðal fólks sem vinnur að heilbrigðismálum og hefur Þórey ver- ið þátttakandi í þeim samtökum frá upphafi. Hún er einnig í Kristniboðs- félagi kvenna í Reykjavík. „Ég kynntist kristniboðinu þegar ég var barn. Það var svo ríkur þáttur í starfi KFUM og KFUK þegar ég var að alast þar upp. Svo sóttum við almennu mótin á sumrin og biblíu- og kristniboðsnámskeiðin í Vatnaskógi á haustin. Það var sífellt verið að tala um kristniboðið og okkur þótti það stórkostlegt málefni. Við drukkum 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.