Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1987, Qupperneq 10

Bjarmi - 01.03.1987, Qupperneq 10
HVAÐ Á ÉG I SKÍRWINNI? Kristín Sverrisdóttir: Kristín Sverrísdóttir er kennari við Heyrnleysingjaskóiann. Hún er einnig formaður Hliðar- meyja. Hverjum kristnum einstaklingi er hollt og gott að hugsa um þessa spurn- ingu: Hvað á ég í skírninni? Önnur spurning leitar einnig á hugann: Hvað hefur Guð gefið mér í skírninni? Ég er skírð sem barn og að sjálf- sögðu man ég það ekki en Guð var nálægur samkvæmt orði sínu. Jesús bauð að skíra menn í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda og fræða, kenna um allt hans ráð. Skírnin er stórkostleg gjöf sem Guð hefur gefið okkur. í henni sjáum við hluta af leyndardómi Guðs, sem við skiljum aldrei til fulls. Guð kemur til okkar og tekur okkur að sér óverð- skuldað. Það er mjög áþreifanlegt í barnaskírninni. í skírninni tók þríeinn Guð mig að sér og gerði mig að guðsbarni, tók mig inn í kirkju sína, gaf mér allt með sér án þess að ég gerði mér nokkra grein fyrir því. Frá unga aldri átti ég því láni að fagna að heyra söguna um Jesú og fá fræðslu. Orð trúarinnar urðu að raunveruleika fyrir mér, þannig að Guð tekur mig að sér smám saman fékk ég að sjá gjöfina, sem veitt var og er í skírninni. Með árunum hefur fagnaðarerindi skírnar- innar orðið mér dýrmætara. Guð tek- ur okkur að sér í skírninni og gerir að sínum börnum, við verðum erfingjar Jesú Krists fyrir trúna á hann. Guð frelsar frá synd og dauða fyrir dauða og upprisu sonar síns, Jesú Krists. í skírninni var ég og þú helguð Jesú með krossmerkinu. Við tilheyrum honum. Við skírnarlaugina hljóma þessi orð úr 1. Pétursbréfi: „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum.“ Þessi sömu orð eru einnig lesin þegar rekunum er kastað. Þetta guðsorð fylgir okkur frá skírn til grafar. Það flytur sama boðskapinn á helgri skírn- arstund og erfiðri kveðjustund dauð- ans. Við erum lögð í hendur Guðs á skírnarstund og þær halda okkur allt til enda. Guð er trúfastur. Nýja testa- mentið tekur sterkt til orða um skírn- ina á mörgum stöðum t.d. Rómverja- bréfið 6.4-5. „Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins. Vér vitum, að vor gamli maður var með honum krossfestur, til þess að líkami syndarinnar skuli að engu verða og vér ekki framar þjóna syndinni." Daglega þarft þú og ég „að deyða hinn gamla mann“ í okkur og endurnýjast með Jesú Kristi. Þetta er barátta sem aldrei tekur enda fyrr en á himnum, en fyrirheit skírnarinnar fylgja okkur. Páll postuli skrifar í Galatabréfinu 3.27: „Allir þér, sem eruð skírðir til samfélags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi.“ Það er gott að vita, að ég má koma aftur og aftur til Krists, sem íklæddi mig á skírnardegi og fá fyrir- gefningu synda minna og fá að lifa í náð skírnarinnar vegna föðurelsku Guðs. Gjöf skírnarinnar stendur öllum til boða. Skírnarsálmurinn „Full af gleði“ segir okkur mikið um gjöf skírnarinn- ar. Full afgleði yfir lífsins undri, með eitt lítið barn í vorum höndum, komum vér til þín sem gafst oss lífið. Full af kvíða fyrir huldri framtíð leggjum vér vort barn í þínar hendur. Blessun skírnar einfœr veitt oss styrkinn. Full af undrun erum vér þér nærri! Þú, sem geymir dýptir allra heima, bíður hinna smáu, — tekur mót oss. Fyrir þig, afföðurelsku þinni, fœðumst vér á ný til lífs í Kristi, til hins sanna lífs í trú og trausti. Og við takmörk tímans áfram lifa fyrirheitin þín við skírnarfontinn, skírnarljósið skín, þá lífið slokknar. Meiri auð en orð vor ná að inna öðlumst vér í skírnargáfu þinni. Drottinn, lát ossfyllast trúargleði. Sr. Sigurjón Guðjónsson þýddi.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.