Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1987, Síða 13

Bjarmi - 01.03.1987, Síða 13
þau voru skírð. Og vel að merkja skírnarfræðsla er ekki aðeins kennsla í trúaratriðum. Trúin byggir á þekk- ingu, en hún er líf, eilíft líf. Til að undirstrika það eru dregnir fram fimm þættir trúarinnar hér á eftir. Öllum þáttunum þarf að sinna þegar leiða á barn til trúar á Drottin Jesú Krist. Þessa þætti má alla finna í guð- spjöllunum og kenningu Jesú Krists: 1. Pekking. Jesús vegsamaði Guð og sagði þá: „Allt er mér falið af föður mínum, og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.“ (Matt. 11,27). Við misskiljum Jesú ef við höldum að hann sé að tala um fræði- lega þekkingu, einhvern ákveðin fjölda af setningum, sem menn verða að kunna, til að vera lærisveinar hans. Þekking í Biblíunni felur í sér tengsl. Að þekkja Guð er að lifa í samfélagi við hann. Samfélag okkar við Guð er algjörlega háð Jesú Kristi. Þóerþekk- ing á Guði ekki andstaða þess að vita. Sögurnar um Jesú þurfa börnin að læra, til að þekkja Guð, eins og hann hefur opinberast okkur í orðinu. Sömuleiðis þarf starfsmaðurinn að lifa með Guði og vita á hvern hann trúir. Fræðslu er þörf. Það hefur valdið mér nokkrum áhyggjum að starfsmenn sækjast ekki eftir fræðslu, nema að takmörkuðu leyti. Hinn Evangelisk- lútherski biblíuskóli var stofnaður ti að veita slíka fræðslu, aðsóknin hefð niátt vera miklu meiri en raun bei vitni. Biblíuleshópar veita vissulega naikla fræðslu og er gleðilegt að þrð starf gengur vel. Kenningargrundvöllur KFUM og K á íslandi er hinn sami og evangelisk- lútherskrar kirkju, sem er þrjár höfuð játningar kristinnar kirkju og tvæi sérjátningar, Ágsborgarjátningin og Fræði Lúthers minni. Sameiginlegur kenningargrundvöllur ítrekar það sem sagt var hér að framan um að vitn- isburður trúarinnar og skírnarfræðsla kirkjunnar sé sami hluturinn. 2. Samfélag. í faðirvorinu kemur samfélagsþátturinn fram (Matt.6,9- i3). Tvær víddir kristindómsins eru þar í ávarpinu „Faðir vor“, samfélagið við Guð og samfélagið við menn. Trúarsamfélagið á að einkenna deild- arstarfið, bæn og tilbeiðsla, samfara umhyggju fyrir einstaklingnum í hópnum. Flestir komast til trúar ein- mitt fyrir samfélagsþáttinn, þeir kynn- ast Kristi í gegnum trúaðan mann. Trúarleg miðlun fer fram í samfélagi trúaðra. Við lifum á aldamótum, þar sem gamli og nýji tíminn skarast, ríki heimsins og ríki Guðs. Samfélag trú- aðra er brot af því sem koma skal og við eigum í bæn og þjónustu. 3. Heilindi (Matt.25,31-46). Starfs- menn í guðsríki eru ekki syndlausir. Að gera það að skilyrði væri að gera lítið úr fagnaðarerindinu, fyrir utan það að þá fengist enginn til starfa. En starfsmaður þarf að vera heill og ærlegur í starfi sínu. Barn er fljótt að finna hvaða hugur býr að baki verkum okkar. Heilindi við Guð leiða til heil- inda við menn. Syndajátning og fyrir- gefning syndanna er eina færa leiðin. KFUM og K vilja vera vakningarhreyf- ingar. Afturhvarfsboðskapur er að boða mönnum heilindi við Guð og menn. Vanmáttur okkar og ósam- kvæmni liggja í augum uppi, en fyrir hjálp heilags anda erum við ljós. 4. Siðir. Jesús kenndi lærisveinum sínum að biðja með ákveðnum orðum, að hafa með höndum heilaga kvöldmáltíð og að skíra (Matt.6,9-13; 26,6-30; 28,18-20). Trúarsiðirnir þurfa að vera uppistaðan í fundar- haldinu. Við eigum að stefna að því að börnin geti iðkað trúna með sjálfum sér og öðrum, kenna þeim ákveðin orð og athafnir, signingu, bænir og biblíuvers, heimilisguðrækni og helgi- hald safnaðarins. Sumir tala um siði sem dauð form og vilja leita að nýjungum. Það er miskilið frelsi að mínu mati, vegna þess að frelsi krist- ins manns er fólgið í bæn og trúariðk- un. Siðirnir hafa að geyma líf trúar- innar, vandinn er að tileinka sér.þá, læra að segja að fagnaðarerindið sé „fyrir mig“. Sem betur fer eru siðir hafðir í heiðri á fundum, einsogtrúar- játning, Faðir vor o.s.frv. 5. Breytni. Jesús kallaði þá hyggna sem breyttu eftir orðum hans (Matt.7,24-27). Frelsi kristins manns er að hann er ábyrgur gerða sinna og getur elskað með hjálp heilags anda. En það er frelsi sem hann á í eftir- fylgdinni við Jesú. Það þýðir að við Við erum kölluð til að kenna bömum til hvers þau vom skirð. Skimarfræðsla er vitnisburður trúarinnar, þar sem kristnir menn bera skirt bam inní arf- leifð trúarinnar, lifandi samfélag, svo að það læri að biðja og lifa eftir orði Guðs. 13

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.