Bjarmi - 01.03.1987, Síða 14
getum ekki annað en vitnað um hann
sem er frelsari heimsins og viljum
þjóna samferðarfólki okkar í kærleika
Krists. Börnin sem kynnast okkur
eiga þannig að kynnast kristniboði og
kærleiksþjónustu.
2. Skírnarfræðsla.
Nú skulum við skoða starf KFUM
og K í ljósi af vitnisburði trúarinnar,
eins og hann er dreginn upp hér að
framan. Ég fullyrði að starf okkar líð-
ur fyrir það að vera ekki nægilega
meðvitað um í hvaða samhengi við
erum. Spyrjum okkur á ærlegan hátt
með skírnarskipunina í huga og þætti
trúarinnar: Hvernig vitnisburður trú-
arinnar erum við? Kennum við það
sem börnin þurfa til trúar og sálu-
hjálpar? Erum við hluti af samfélagi
trúaðra, hinni heilögu, almennu
kirkju, sem við viljum leiða börnin inn
í? Eru heilindi okkar við Drottin Jesú
Krist þannig að börnin laðist til að
fylgja honum? Læra þau að iðka trúna
sjálf og með öðrum? Lifa þau Guði til
dýrðar og mönnum til blessunar?
Þetta segi ég ekki til þess að draga úr
starfsmönnum, síður en svo, heldur til
þess að þeir prófi sig, og hinir sem
standa að baki þeim sjái skyldur sínar.
Ábyrgðin okkar er mikil. Hún verð-
ur mér ljósari í hvert skipti sem ég er
vottur að skírn í kirkjunni. Þar bætist
við barn í hjörð Guðs, sem ég er
skyldugur að taka þátt í að fræða,
vegna þess að mér er trúað fyrir fagn-
aðarerindinu. En það er ekki þung og
því, þar til einstaklingurinn sjálfur
getur tekið ábyrgð á því.
Þannig er skírnin mér einnig áminn-
ing um skyldur mínar við þá sem mér
er falið að annast og skyldur mínar að
lifa og viðhalda því lífi sem mér sjálf-
um var gefið í skírninni, með þeim
meðulum sem til þess eru ætluð. Þetta
er líf í trú.
í skýringum sínum á skírninni segir
Lúther í „Fræðunum rneiri": „Trú
mín gefur ekki skírninni gildi heldur
þiggur hana.“ Og hann segir einnig:
„Þess vegna ætti sérhver maður að líta
á skírn sína sem daglegan klæðnað
óbærileg skylda. Það er ok sem er
indælt og byrði sem er létt, því að þeir
sem ganga undir krossinn og fylgj a
Kristi reyna það að hann ber þá á
höndum sér. í því samhengi eigum við
að starfa.
Ef við gerum það ekki óttast ég að
við missum móðinn, verkefnið verður
svo yfirþyrmandi, vegna þess að við
sjáum ekki þá sem eru að vinna með
okkur. í öðru lagi óttast ég að starf
okkar verði villandi, ef börnin sjá ekki
að það sem þau læra í KFUM og K er
það sama og þau eru skírð til í kirkj-
unni. Við eigum að styðja þau upp að
altarisborðinu, kenna þeim að tilbiðja
Krist og þjóna honum í lífi og starfi. í
mínum huga er KFUM og K félag
þeirra sem vilja kenna börnum og
unglingum fagnaðarerindið um Jesú
Krist, Drottin okkar.
Kirkjan hefur fjóra snertipunkta
við börn og unglinga. Það er skírn,
skírnarfræðsla, ferming og altaris-
ganga. Rétt er að árétta það að skírn
er ekki aðeins skírnarathöfnin, hún er
lífsferlið frá skírn til grafar, og meir en
það, hún er upprisa til eilífs lífs.
Skírnarfræðsla er vitnisburður trúar-
innar, þar sem kristnir menn bera
skírt barn inn í arfleifð trúarinnar, lif-
andi samfélag, af heilum huga, svo að
barnið læri að biðja og lifa eftir orði
Guðs. Það er verkefni KFUM og K.
Svo og getum við stuðlað að því að
fermingin, sem markar tímamót í lífi
unglingsins, verði fyllt trúarlegri
merkingu. Og að lokum hljótum við
að vilja sjá börn Guðs finna sinn stað
við borð Drottins, þar sem þau fá
kraft til að lifa í Kristi.
sem hann ætti aldrei að leggja frá sér,
til þess að hann sé stöðugur í trúnni og
ávöxtum hennar og til þess að halda
hinum gamla manni í skefjum svo
hinn nýi maður geti vaxið.“
Hve gott að eiga grundvöll þann,
þá guðlaus vantrú hræðir,
að sjálfur Drottinn verkið vann,
sem veikan endurfæðir.
Ég, allslaust harn, gat ekki neitt,
en eilíft lífafnáð var veitt,
mitt nafn í lífsbók letrað.
(Bjarni Eyjólfsson).
Á döfinni
Kristniboðssambandið (SIK) er
farið að undirbúa almennt mót,
kristniboðsþing og Biblíu- og krist-
niboðsnámskeið á sumri
komanda.
Almenna mótið verður haldið í
Vatnaskógi dagana 26.-28. júní.
Krístniboðsþing kemur saman
annað hvert ár samkvæmt lögum
SIK og hefur jafnan verið haldið
strax að loknu almenna mótinu.
Að þessu sinni verður það háð
helgina 4.-6. september í Vatna-
skógi.
Þá gengst SÍK fyrir Biblíu- og
krístniboðsnámskeiði í sumarbúð-
unum í Ölver 21.-25. ágúst í sumar.
Slíkt námskeið var haldið í fyrra og
mæltist vel fyrir.
Almennt mót verður að Löngu-
mýri í Skagafirði 24.-26. júlí.
Lesendur Bjarma eru hvattir til
að muna eftir þessum dagsetning-
um þegar þeir fara að skipuleggja
sumarið. Og biðjið fyrir þeim sem
annast undirbúning.
Norræn
útvarps-
kristniboðs-
ráðstefna
í Finnlandi
25.-28. júní
Norea radio í Noregi hefur boð-
ið Kristniboðssambandinu að
senda fulltrúa á þessa ráðstefnu.
Ef þú hefur áhuga á að fara og
greiða sjálf(ur) fyrir ferðina þá
hafðu samband við Skúla Svavars-
son á skrifstofu SÍK, Amtmanns-
stíg 2b.
í skírninni á ég lífið
14