Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1987, Page 22

Bjarmi - 01.03.1987, Page 22
Hvað er L.M.E.? Það eru kannski ekki margir sem hafa séð þessa skammstöfun eða vita hvað hún þýðir. Okkur hjónum langar til þess að gera nokkra grein fyrir þessu í stuttu máli þar sem við höfum orðið vör við svolítinn misskilning varðandi þennan félagsskap hjá ein- staka fólki. L.M.E. þýðir Lutheran marriage encounter sem þýðir á íslensku: Lúth- ersk hjónahelgi. Þessi félagsskapur er upprunninn á Spáni en hann starfar nú í dag víða um heim m.a. á íslandi. Hingað til lands kom hann frá Banda- ríkjunum og þá í gegnum hermenn sem hafa starfað á Keflavíkurflugvelli og hafa þau námsskeið sem þegar hafa verið haldin hér á landi þess vegna verið á ensku en næsta námskeið sem verður haldið núna í mars verður fyrsta íslenska námskeiðið hér á landi. Nú þegar hafa verið haldin fjögur námskeið hér á landi. Námskeiðs- haldið fer fram á Hótel Loftleiðum og fjöldi þátttakenda er takmarkaður við þrjátíu hjón á hverju námskeiði og eru alltaf ein prestshjón þar á meðal. Námskeiðið er kynnt á fundum í heimahúsum. Þar koma a.m.k. ein hjón sem hafa farið áður á svona námskeið og þar getur fólk látið skrá sig. Hvernig námskeið er Lúthersk hjónahelgi? Þátttakendur mæta kl. 19.00 á föstudagskvöldi á Hótel Loftleiðir, bóka sig inn á herbergi og um klukkustund síðar byrjar nám- skeiðið sem stendur til kl. 18.00 á sunnudegi. Allur matur er innifalinn en námskeiðið kostar aðeins kr. 1000 á hjón. Við ætlumekki að segjafráþví hvernig námskeiðið er uppbyggt í smáatriðum til þess að gera fólk for- vitið, nema það að námskeiðið miðar að því að sameina hjón þannig að þau fái að þekkja hvort annað betur. Námskeiðið brýtur niður múra sem stundum myndast á milli hjóna, það miðar einnig að því að gera gott hjónaband betra og draga hjónin nær Kristi. Fyrir hverja eru þessi námskeið? Þessi námskeið eru fyrir öll hjón, sem vilja styrkja hjónaband sitt. Þetta er ekki hjónabandsráðgjöf né lausnin þegar hjónaband er að fara í vaskinn. Þetta er til að styrkja góð kristin hjónabönd og veitir ekki af á tímum skilnaða. Á þessi námskeið kemur fólk úr öllum stéttum og á öllum aldri. Fyrir okkur hjónin var þetta ómetanleg lífsreynsla og varð okkur báðum til mikillar blessunar og færði okkur nær hvort öðru og Guði okkar. Annað, sem er stórkostlegt við þessi námskeið, er hve sterkur vitnisburður þau eru um Jesúm Krist, frelsara okkar. Við höfum sjaldan eða aldrei séð þvíumlíkt. Fólk úti í bæ sem aldrei gefur gaum að fagnaðarerindinu, fer að leggja við hlustir. Þessi greinarstúf- ur er bara ritaður til umhugsunar. Ef lesendur vilja fá frekari upplýsingar þá hafið samband við undirrituð eða Ragnheiði og Willy Pedersen sem sjá um skráningar á þessi námskeið. Með hjónakveðju! (Jóh. 15,12). Hendrikka J. Alfreðsdóttir, i Pétur Ásgeirsson. FRÁ STARFin U UD starf á Holtavegi Helgina 13.-15. febrúarfór UD KFUM og KFUK við Holtaveg í Ölver. Petta var mjög svo skemmtilegferð þar sem fólk kynntist hvort öðru og Jesú betur. A samveru- stundum var lögð áhersla á að kynnast Jesú. Pátttakendur voru 26 með sveitastjórum og var það allgott. Pað gleðilega við UD starfið við Holtaveg er hveþað hefur vaxið oghve unglingarnir eru ánœgðir í deildinni. Fyrir jól voru mest um 12 á fundum en nú eftir áramót koma yfir 20 ungling- ar á fundi. Unglingarnir eru mjög áhugasamir um starfið, þeir þekkjast nú vel og finna Unglingakvöld Unglingakvöld KFUM og KFUK voru haldin 16.-18. febrúars.l. Fyrsta kvöldið var haldið í Keflavík og var það vel sótt enda blómlegt starf í Keflavík. Annað kvöldið var í Hafnarfirði og sáu þá Hafn- firðingar um góða dagskrá. Endað var svo að Amt- mannsstíg 2b og komu þá Keflvíkingar og Hafnfirðing- ar í bæinn. Á fundunum var farið í leiki, leikrit sýnd og mikið sungið. Rœðumaður var sr. Ólafur Jóhannsson og talaði hann um Guð, Jesú og trúna út frá yfirskrift kvöldanna, sem var: „llifi mínu“. sig vel heima á Holtavegin- um. Pað er því stórt þakkar- efni hve vel gengur á Holt- aveginum í UD KFUM og KFUK. Hressir krakkar úr ungllnga- dcildinni á Holtavegi ■ Ölvcrs- ferð. 22 '

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.