Bjarmi - 01.02.1992, Page 10
KVEÐJUSAMKOMA MEÐ JOLABRAG
J7n n I if
KRISTNIBOÐARNIR
ERU BESTA
GJÖF OKKAR
— Guð sendi okkurson sinn oggaf okkur það besta
sem hann átti. Við viljum líka gefa það besta sem við
eigum. Pess vegna fara kristniboðar héðan til að segja
frá Jesú Kristi. Ekkert betra getum við sent heiðingj-
unum, sagði Skúli Svavarsson formaður Sambands ís-
lenskra kristniboðsfélaga á hátiðarsamkomu þegar
kvaddir voru þrír kristniboðar sem nú eru farnir til
Eþíópíu.
Bætið nöfnum á bænalistann!
„Á meðal heið-
ingjanna eru
margir sem
ráfa í villu,
margir sem
hafa ekki heyrt
um Jesúm
Krist. Par
eru stórir akrar
en verkamenn
vantar. “
Kristniboðssalurinn í Reykjavík var þétt-
setinn og vel það sunnudaginn 29. desember.
Stórt og skrautlegt jólatré blasti við samkom-
ugestum og þegar kór KFUM og KFUK gekk
inn í salinn voru flest ljós slökkt en söngfólkið
kom syngjandi með logandi kerti í ltendi og
síðan ómuðu jólalög.
Allir kristniboðarnir, sem kvaddir voru,
hjónin Guðlaugur Gíslason og Birna Gerður
Jónsdóttir og Helgi Hróbjartsson, tóku til
máls. Guðlaugur las í upphafi orð úr Sálm. 32.
Hann lagði áherslu á gæsku og náð Guðs og
kvaðst hafa fengið að koma til hans og þiggja
fyrirgefningu syndanna eins og sálmurinn tal-
ar um. Guðlaugur varaði við því að menn létu
blindast af gæðurn þessa heims. Hann sagði
frá köllun sinni tii kristniboðsstarfa og bað
kristniboðsvini að skrifa nöfn fjölskyldu hans
á bænalista sinn.
„Orðin í niðurlagi Matt. 9 segja mikið um
Jesúm sjálfan og um það hvernig hann lítur á
fólkið sem er án Guðs,“ sagði Birna Gerðurer
hún hafði lesið frásöguna um fólkið sem var
eins og tvístruð hjörð án hirðis og hvatningu
Jesú að biðja herra uppskerunnar að senda
verkamenn til starfa. „Kristniboðssvæðunum
má líkja við hvítan akur. Og Jesús bendir á
leið bænarinnar. Hann gengur út frá því að við
biðjum,“ sagði Birna og las fleiri ritningarorð
því til staðfestingar. Hún vék einnig að
kölluninni sem hefði óróað hana í mörg ár. „Á
meðal heiðingjanna eru margir sem ráfa í
villu. margir sem hafa ekki heyrt um Jesúm
Krist. Þar eru stórir akrar en verkamenn
vantar.“ Hún sagði að þau færu til starfa í
trausti til hans sem hefði allt vald á himni og
jörðu og hefði lofað að vera með þeim.
Þegar hjónin höfðu lokið máli sínu var þeim
beðið blessunar enda voru þau á förum til
starfa á kristniboðsakrinum í fyrsta sinn.
Stjórnarmenn Kristniboðssambandsins lásu
ritningarorð, hjónin og dæturnar tvær, Guð-
rún og Katrín, krupu á kné, stjórnin lagði
hendur yfir þau og einn úr hópnum fór með
bæn. Var þetta eftirminnileg og hátíðleg
athöfn.
Jesús er þar sem orð hans er
Helgi Hróbjartsson flutti hugleiðingu og las
frásöguna um Jesúm 12 ára í musterinu (Lúk.
2). Hann benti á að Jesús hefði strax á ungum
aldri vitað hver hann væri, sonur föðurins á
himnum. Honuin var því eðlilegt að koma í