Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 20
fymásaga En Ásgeir ætl- aði aldrei að rakna við. Auk þess var hannskað- brenndur á annarri hend- inni og sœrður á enninu. :© I >i.-i iiif — Ertu viss um að rétt sé að taka þessu svona? spurði ég og undraðist um leið hvað ég var djörf. — Höfum við ekki lært í kverinu að við eigum að leggja allt út á betri veg? í einni bókinni sem þú lánaðir mér í fyrra sagði höf- undurinn að við ættum að temja okkur minnisleysi þegar um væri að ræða það sem náunginn gerði á okkar hlut. En þú dustar sí- fellt rykið af þessu, heldur því á lofti og ert full af hefndarhug. — Það er greinilegt að þú skilur þetta ekki, sagði Elsa og greip fram í fyrir mér. Og svo bunaði hún út úr sér svo hörðum orðum um Rúnu og Ásgeir að ég ætla ekki að hafa þau eftir. Svona var þá ástandið þegar við Svavar fór- um að ræða um að kalla á vini okkar í kaffi- sopa. Við veltum þessu fyrir okkur — og ákváðum síðan að hringja í þau öll og bjóða þeim að koma. Okkur fannst rétt að reyna þrátt fyrir allt en við vorum kvíðin og spennt. P au komu! Rúna og Ásgeir urðu á undan. Þau brostu út undir eyru og föðmuðu okkur innilega. Og Ómar og Elsa gáfu þeim ekkert eftir — þagnað til þau gengu inn í stofu og sáu hina gestina. Ómar roðnaði upp í hársrætur og Elsa varð ákaflega vandræðaleg. En þau stilltu sig. Eg las úr Biblíunni og bað bæn eins og ég hafði ákveðið. Síðan settumst við við kaffi- borðið. En spennan var svo mikil að það lá við að loftið titraði. Þegar Ómar og Elsa höfðu smakkað á flestum smákökunum stóðu þau upp og kvöddu. Ég fylgdi þeim til dyra en var varla sest aftur þegar skærum bjarma sló á suðurhimininn. — Eldsvoði! hrópaði Ásgeir. Það reyndist rétt. Kviknað hafði í grútargeymslu í stórum og gömlum timburskála sem var áfastur jafn- gömlu húsi þeirra Elsu og Ómars — og nú var það hús líka farið að loga. Við vorum öll komin á vettvang á auga- bragði. Eftir andartak opnaðist gluggi á ann- arri hæð á húsi þeirra Ómars og Kári birtist. Hann var trylltur af hræðslu og æpti hástöf- um. Þá réðst Ásgeir til inngöngu. Slökkviliðs- maður kallaði á hann og vildi stöðva hann en Ásgeir óð eldinn og nam ekki staðar fyrr en hann var kominn upp til drengsins. Reykurinn hafði þá fyllt herbergið og fyrr en varði hurfu þeir í mökkinn. I sömu svipan var rennt upp stiga frá slökkvibílnum — og þeim var forðað út úr húsinu. Þeir voru þá báðir meðvitundar- lausir. Þeir voru lagðir á sömu stofu á sjúkrahús- inu. Kári náði sér tiltölulega fljótt, en var þó um kyrrt. En Ásgeir ætlaði aldrei að rakna við. Auk þess var hann skaðbrenndur á ann- arri hendinni og særður á enninu. Loks var áformað að senda hann til Reykjavíkur — en þá opnaði hann augun og fór upp úr því að hressast. Foreldrar Kára skiptust á um að sitja hjá syni sínum. Þau töluðu líka daglega við Ás-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.