Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.02.1992, Blaðsíða 22
T~ylc\ starfiniA s I skóla og kirkjur Staifsmenn SIK komu víða við á síð- ustu vikum liðins árs. Þeir predikuðu m.a. á ýmsum stöðum á kristniboðsdag- inn 10. nóvember. Helgi Hróbjartsson var liálfan mánuð á Akureyri og lattk dvölinni nyrðra á kristniboðsdaginn en þá endaði kristniboðsvika ífélagsheim- ili KFUM og K í Sunniiltlíð. Auk Helga voru rœðumenn Ragnar Gunnarsson, Skúli Svavarsson og lieimamenn. Þeir þremenningarnir töluðu einnig á sant- komuviku ífélagshúsi KFUM og K á Akranesi 17.-24. nóvember. Henni lauk með guðsþjónustu í Akraneskirkju og steig Ragnar í stólinn. Helgi og Skúlifóru seint í nóvember í vikuferð til Egilsstaða og fjarðanna þar t grennd. Itéldu samkomur og vitj- uðu margra skóla. Um svipað leyti flaug Benedikt Arnkelsson til Akureyr- ar. dvaldist þar tvœr vikttr og lieimsótti m.a. barnaskólatta fimm í bœmtm. I lok ársins var lögð áltersla á að selja jóla- kort og almanak kristniboðsins og mátti sjá staifsmenn SIK við söluborð í Kringlunni í Reykjavík flesta dagana í desember fram að jólum. Komin heim frá Englandi Hjónin Ragnheiður Guðmundsdóttir og Karl Jónas Gíslason dvöldust í haust í Englandi við enskunám vegna vœntanlegra kristniboðsstarfa í Afríku en áður höjðu þau veriðfjögur ár í Osló. Þau komu heim fyrirjól og tekur Karl Jónas þátt í heimastarfi SlKfram á mitt ár en þá er gert ráð fyrir að fjöl- skyldan haldi til Eþíópíu. Karl Jónas fór 20. janúar til Vest- mannaeyja með Benedikt Arnkelssyni. Þeir voru viku íferðinni, lieimsóttu báða harnaskólana, héldu kristniboðs- samkomu í safnaðarheimilinu svo og á elliheimilinu og sjúkrahúsinu og litu inn á samverustundir í barnastarfi kirkjunnar. Jólaskemmtun Eins og undanfarin árhéldu KFUM og KFUK í Reykjavík jólaskemmtun nú um jólin, nánar tiltekið laugardaginn 28. desember sl. Um fjörutíu manns, börn og fullorðnir, áttu saman góða stund í Kristniboðssalnum við Háa- leitisbraut þar sem jólaboðskapurinn var útskýrður í máli og myndum fyrir börnunum, sungnir voru jólasálmarog jólalög, gengið í kringum jólatré og að sjálfsögðu kom jólasveinninn í heim- sókn. Fjáröflun gekk vel Fjáröflunarátak KFUM og KFUK í Reykjavík nú fyrirjólin vegna bygging- ar aðalstöðvanna við Holtaveg gekk vel effrá er talin jólatréssala. Sala jólatrjánna rétt dugðifyrir kostnaði, en sala á jólakortum, flugeldum og ýmsum öðrum varningi skilaði hins vegar góðum tekjum. Þá höfðu borist milli 600 og 700 þúsund í gjafir frá fyrirtækjum semfengu bréf fráfélögun- um fyrir jólin. Þá er greint frá því í síðasta Fréttabréfi KFUM og KFUK að maður, búsettur erlendis, hafi sent félögunum tvœr milljónir króna að gjöf sem þakklœtisvott fyrir góðar stundir á Á jólahátíð KFUM og KFUK í Reykjavík. vettvangi félaganna ót unglingsárunum. Allt er þetta mikið þakkarefni og hvatning til frekari dáða. Nú er nýbyggingin á Holtavegi fokheld. Þessa dagana er unnið að því að ganga frá fatahengi og snyrtingu fyrir nýja félagsheimilið í kjallara gamla hússins. Þá verður gengið frá tengibyggingu milli Itúsanna. Kostnað- ur við þennan áfanga er áætlaður um 2,8 milljónir. Inni ínýjum aðalstöðvum KFUM og KFUK í Reykjavík.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.