Bjarmi - 01.03.1995, Blaðsíða 21
AÐ UTAN
þegar grunnurinn undan stjórnum kommúnista fór
að rnolna.
Samtökin voru knúin af vissunni um að Guð
heyrði bænir þegar þau ákváðu árið 1990 að biðja
þess í tíu ár að múslímar opnuðu lönd sín fyrir
boðskapnuni um Jesú Krist.
Andrési finnst kristnir menn ekki sinna múslímum
eins og þeim beri. Hann bendir á eftirfarandi stað-
reyndir:
• Einn milljarður manna á heima í löndum múslíma,
allt frá Marokkó í Norðvestur-Afríku til Indónesíu
í Asíu.
• I Alaska eru fleiri kristniboðar en í öllum löndum
múslíma samanlagt. Það er óréttlát skipting.
• Kristnum mönnurn í löndum múslíma er með öllu
fyrirmunað að iðka trú sína. Þeir eru ofsóttir,
fangelsaðir, pyndaðir og margir líllátnir. Þetta er
skelfilegra en svo að við getum látið það
afskiptalaust.
- 1 þessari baráttu okkar í bæninni vonum við að
Guð sýni okkur hvað við eigum að gera. Ég er
þeirrar trúar, að breytingar verði á sviði stjórnmála,
fjármála og hernaðar og þær greiði fyrir því að unnt
verði að breiða út fagnaðarerindið í löndum
inúslíma. Við störfum eins og er í 24 löndum með
því að fara í heimsóknir og prédika og uppörva
kristna menn sem sæta ofsóknum. Börnin mín fimm
hafa tekið þátt í þessu starfi, segir Andrés hreykinn.
Aðdáendur bróður Andrésar hafa hvatt hann til að
taka saman bók um starfið meðal múhameðs-
trúarmanna en hann fæst ekki til þess.
- Ég býst við að eins færi um mig og Salman
Rushdie ef ég ritaði slíka bók, segir hann og kveður
ekki tímabært að deyja aðeins hálfsjötugur. Þegar
hann gaf út bókina Smyglari Guðs vakti hún svo
mikla athygli að hann gat ekki komið til Rússlands í
mörg ár.
- Fari ég að semja framhald þeirrar bókar get ég
ekki lengur látið lil mín taka í löndum múslíma en
þar geng ég enn inn um margar opnar dyr, segir
hann.
Samtök hans hafa mjög beint starfskröftum sínum
að Pakistan en þar standa múslímar föstum fótum
og sýna mikla hörku. Tveir pakistanskir starfsmenn
OD hafa verið drepnir. Þó hefur bróðir Andrés haft
tækifæri til að tala þar á ráðstefnum meðal
forstöðumanna kristinna safnaða og á vakninga-
samkomum sem haldnar eru undir beru lofti.
Andrés kann frá því að segja að Guð hafi unnið
kraftaverk í margra ára „neðanjarðarstarfi" samtak-
anna. Eitt þeirra er það sem gerst hefur í Albaníu,
segir hann. Kristnir menn á Vesturlöndum notuðu
sumarleyfi sín ár eftir ár til að ferðast til
Albaníu og biðja þess þar að
kommúnisminn félli. Það gerðist 1991.
Lærisveinar Jesú frá ýmsurn löndum
gengu hljóðir urn götur og vegi landsins
og höfðu yfir rneð sjálfum sér orðin í
Jósúa 1,3: „Hvern þann stað, er þér stigið
fæti á, mun ég gefa yður.“
Nokkru eftir að stjórn kommúnista í
Albaníu féll var Andrés staddur í
Washington í Bandaríkjunum og tók þátt í
svokölluðum bænamorgunverði ásamt
fulltrúum margra þjóða. Jafnskjótt og
bæninni var lokið kom sendiherra Albaníu
til hans og mælti:
- Bróðir Andrés, væri það ekki dásarn-
legt ef fulltrúar frá ýmsum löndum kæmu
til Albaníu og bæðu fyrir þjóðinni?
Andrés segir að sér hafi orðið orðfall.
Hvílík tillaga! Og það frá fulltrúa ríkis sem aðeins
fáum árum áður hafði lokað landamærum sínum
fastar en nokkurt annað ríki.
Seinna barst Andrési bréf frá forsætisráðherra
Albaníu. Þar sagði: - Með því að við höfum nú
Biblíuna á móðurmáli okkar getum við farið að reka
djöfulinn út. Okkur langar til að halda biblíuhátíð.
Komið með Biblíuna, sælgætið og flugeldana!
Biblíuhátíðin var haldin 14. maí 1993. Meðal
þátttakenda voru albanskir þingmenn og margir
aðrir fulltrúar þjóðarinnar ásamt leiðtogum 42
evangelískra samfélaga sem orðið höfðu til undan-
farin tvö ár. Andrés afhenti Sali Berisha fyrstu heilu
Biblíuna á nútíma-albönsku. Hátíðin var haldin í
húsi sem hafði á sínum tíma verið reist kommúnist-
anum Enver Hoxha til heiðurs.
Talsmaður forsætisráðherrans
Alexanders Meksis komst svo að orði: -
Börnin okkar þurfa ekki framar að trúa á
Enver Hoxha en mega þess í stað læra að
þekkja nafnið Jesú. Það auðgar sál þeirra
og anda.
Leiðtogi múslíma í landinu tók einnig
þátt í hátíðinni. Hann sagði á eftir við
Andrés: - Ég bið ykkur vinsamlegast að
ráðast ekki á múslímana hérna. Við höfum
yfirgefið allt, menningu okkar og áhrif í
þessu landi.
- Við munum alls ekki ráðast á ykkur, svaraði
Andrés. - Markmið okkar er að flytja öllu fólki
Albaníu fagnaðarerindið urn Jesú.
Hámmets venn.
Texti með rnynd: Bróðir Andrés.
Ég býst við að eins
færi um mig og
Salman Rushdie ef
21