Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1995, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.03.1995, Blaðsíða 27
Ráöstefna Samhliða samkomuátakinu standa samtök Billy Graham fyrir ráðstefnu sem ætluð er leiðtogum og starfsmönnum í kristilegu starfi. Á sama hátt og áður verða ráðstefnugestir tengdir við Púertó Ríkó með aðstoð gervihnatta. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar er BOÐ- BERINN, BOÐSKAPURINN OG BOÐLEIÐIN. Boðberinn, starfsmaður Krists. Boðskapurinn, hjálpræðið sem fellur okkur í skaut fyrir Jesú Krist. Boðleiðirnar er gilda nú og í upphafi 21. aldar. Ráðstefnan er miðuð við alla leiðtoga og starfsmenn í kristilegu starfi. Á það jafnt við um presta, safnaðarleiðtoga, leiðbeinendur í sunnu- dagaskólum og starfsmenn í kristilegum sumar- búðum svo einhver dæmi séu tekin. Ráðstefnan fer fram í aðalstöðvum KFUM og KFUK, Holtavegi 28, Reykjavík, dagana 16. - 18. mars kl. 9:00 - 16:00. Ráðstefnugjald er kr. 3.000,- og er innifalið í því matur, kaffi og ráðstefnugögn. Ráðstefnan fer fram í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg. Skráning fer m.a. fram hjá Fræðsludeild kirkj- unnar í síma 562 1500 og Biblíuskólanum við Holtaveg í síma 588 8899. Eins og fyrr segir var efnt til svipaðs átaks vorið 1993 en þá var engin ráðstefna, auk þess sem það náði aðeins til Evrópu. Hér á landi varð mikill árangur af þeim samkomum. Margir játuðust Kristi en aðrir endurnýjuðust í sam- félaginu við hann. Ohætt er að fullyrða að sam- komurnar hafi orðið til blessunar, bæði þeim sem á samkomunum lýstu vilja sínum til að helga líf sitt Kristi og hinum sem buðu með sér gestum eða lögðu sitt af mörkum við ráðgjöf og fyrir- bæn. Kristilegt stúdentafélug AF VETTVANGI Tvenns konar sömvcrastundir Það var í kjölfar kristilegs stúdentamóts í Vindáshlíð sl. haust að Kristilegt stúdentafélag (KSF) fór að láta meira að sér kveða en undanfarin ár. Bjarmi leitaði fregna af starfi félagsins það sem af er vetri og í ljós kom að aðal- áherslan er á tvennum víg- stöðvum. Annars vegar eru fundir tengdir Háskóla Islands til þess að kynna félagið háskólanemum og á þá er gjarnan boðið mönnum úr ýmsum þjóð- félagsstöðum. Hins vegar eru fundir í KFUM og KFUK-húsinu við Holtaveg og hafa þeir einkum höfðað til þeirra elstu sem mætt hafa á KSS-fundi og eins nokkurra sem áður sóttu NÝ-UNG. Um háskólasamverurnar er það helst að segja að þar hafa ýmis málefni verið á dagskrá og hafa þær tekist vel að mati þeirra sem þær hafa sótt en þáttlakendur hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Samverustundirnar á Holtavegi eru haldnar á föstudagskvöldum kl. 20:30. Um það bil 20 manna kjarni hefur myndast um þær og hafa þær verið með fræðslu- og umræðuformi. Lögð er áhersla á eigin hugs- un þátttakenda og leiðir til að taka afstöðu. Samverurnar hafa því fram að þessu verið nokkuð óformlegar en að sögn aðstandenda þeirra er form óformleikans breytilegt og því alltaf rúm fyrir nýjar hugmyndir í leit að betri samverustundum Guði til dýrðar og fólki til uppbyggingar og blessunar. Bjarmi óskar KSF góðs gengis bæði í starfinu í Háskólanum og á Holtavegi og hvetur lesendur blaðsins til að setja starf telagsins á bænalistann Frá KSFfundi. - ■ Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðinemi á fundi KSF á Holtavegi. 27 smn.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.