Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1995, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.03.1995, Blaðsíða 13
ÚTVARP þáttunum. Margir vina minna hlusta einnig á þá þætti.“ Ovissa um hlustun Utsending kristilegra þátta til Kína hófst árið 1969 meðan á menningarbyltingunni stóð. í upphafi fékk NOREA kristniboðana Agnar Espegren og Peder Tpnnessen til að tala og syngja í þessum þáttum en fljótlega voru kínverskir prestar á Taiwan kallaðir til liðs í þessum nýju útvarpsþáttum. Það var síðan árið 1974 að starfið tók nýja stefnu. Þá var presturinn Ho Fook-Tin beðinn um að fram- leiða þætti í Hong Kong. Þátturinn „Hinn góði samferðamaður“ var evangelískur þáttur með skýrri boðun og hlaut injög góðar undirtektir. Reyndar vissu menn ekki hversu vel honum var tekið fyrr en allmörgum árum síðar er útlendingar máttu heim- sækja Kína og hlustendabréf fóru að berast. Miklar vakningar - Eg er sannfærður um að þetta útvarpsstarf hefur meiri þýðingu en við gerum okkur grein fyrir. Ég hef aldrei áður verið jafnsannfærður um að það sé rétt stefna hjá NOREA að vinna að kínversku þátt- unum. A seinustu árum hafa miklar vakningar verið í Kína og margir orðið kristnir. Opinberlega er talað um 63 milljónir kristinna manna í þessu mikla ríki. Margir telja að sú tala sé of lág. Enn aðrir segja að ekki séu svo margir kristnir Kínverjar. [í Bjarma nr. 8 1994 er talað um 30 milljón evangelíska kristna menn í Kína og 9,2 milljónir manna sem opin- berlega er viðurkennt að séu í Þrjú sjálf hreyfing- unni. Astæða þessa mikla munar á fjölda er óljós. Vitað er að mismunandi er hverjir eru taldir með í könnunum. Stundum eru hvítasunnumenn ekki taldir með, kaþólskir eru meðtaldir í sumum könn- unum o.s.frv. Einnig er það vitað að þó yfirvöld tali um 9,2 milljónir manna í Þrjú sjálf hreyfingunni viðurkenna þau að mun fleiri kristnir menn séu í landinu í ólöglegum neðanjarðarkirkjum.] Yfirvöld í Kína leyfa eingöngu samkomur og guðsþjónustur í húsnæði sem þau hafa viðurkennt. En fjöldi heimilissafnaða er í landinu og koma þeir saman á leynilegum stöðum. Oftar en ekki leiðir þetta til þess að kristnir menn eru fangelsaðir. Skortur á lei&togum - En ríki Guðs vex í Kína, segir Gabriel Edland með sannfæringarkrafti. - Þrátt fyrir erfiðleika. Einnig er það ljóst að þegar vöxturinn í kirkjunni er svo mikill er aukin þörf á eftirstarfi og mikilvægt að geta fylgt eftir því sem ávinnst. Það er því skortur á Utsendingartími til Kína hefur verið aukinn og fjölskylduþátturinn „Tíminn okkar“. leiðtogum. Hér koma einstakir eiginleikar útvarps- ins í ljós. Það heyrist hvar sem er. Með aðstoð útvarpstækninnar er hægt að veita hinuni kristnu leiðtogafræðslu og þannig byggja upp einstaklinga til að taka á sig ábyrgð í kristnu söfnuðunum í landinu sem enn er lokað hefðbundnu kristniboði. Útsendingartími til Kína hefur verið aukinn og eru nú sendir út nokkrir mismunandi þættir, m.a. barnaþátturinn „Poppkorn“ og fjölskylduþátturinn „Tíminn okkar“. Kínverjar hlusta mikið á útvarp - möguleikarnir eru því miklir. Útvarpað er á tveim rásum samtímis og eru skilyrði til hlustunar víðast hvar góð. Norea blaðið nr. 6/1994 „Ég hlusta oft á Jesú-þættina," sagði maðurinn í Nanyang. 13 L

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.