Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1995, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.03.1995, Blaðsíða 18
AÐ UTAN Þó svo aö kommúnisminn sé kúgunarstefna voru haldnar ýmsar „hátíöir" í valdatíð þeirra í Eþíópíu, þar sem annars staðar. Alkunna er að forkólfarnir skylda fólkið til þátttöku. Myndin er frá Konsó. Skuldaskil í Eþíópíu Kommúnistar leiddir fyrir rétt Nú eru hafin réttarhöld í Addis Abeba, höfuðborg Eþíópíu, yfír einræðisherranum og kommúnistanum Mengistú Haile Mariam og félögum hans sem drottnuðu yfir landsmönnum með harðri hendi um árabil. Málaferlin hófust 13. desember sl. og er sagt að þau verði mestu stríðsglæparéttarhöld frá því dæmt var í málum nasista í Niirnberg um árið. Ákæruefnin eru „þjóðarmorð“ og „glæpir gegn mannkyninu". Liðið er á fjórða ár frá því Mengistú var hrakinn frá völdum eftir 17 blóðug ár kommúnista. Hann var einráður í 14 ár. Víða um heim munu menn fylgjast með eftirvæntingu með réttarhöldunum og er talið að þau verði til viðmiðunar þegar farið verður niður í kjölinn í svipuðum málum í Rúanda og fyrrverandi Júgóslavíu. Sextíu og sex félagar í herstjórninni - hún var kölluð derg - voru ákærðir í Addis Abeba. Af þeim eru 45 í fangelsi en 21 verður dæmdur að honum fjarverandi. Nú liggur vel á mér Mengistú sjálfur er meðal þeirra sem getur fylgst með réttarhöldunum úr fjarlægð og án þess að þurfa að óttast um líf sitt. Hann hefur síðustu þrjú til fjögur árin lifað áhyggjulausu lífi í einbýlishúsi í hverfinu Gun Hill í Harare, höfuðborg Simbabve, umkringdur vinum og tignu fólki. Forseti Simbabve, fornvinur hans og pólitískur samherji, Róbert Múgabe, hefur hafnað sérhverri beiðni urn að Mengistú yrði framseldur og þeir sem þekkja til í stjórnmálum telja öll tormerki á því að honum verði haggað. Ein ástæðan er sú að Mengistú lagði Múgabe lið í frelsisstríði Simbabve. 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.