Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1995, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.03.1995, Blaðsíða 5
AÐALGREIN Dæmib ekki Eitt af því sem Jesús ræddi um í Fjallræðunni var dómurinn yfir öðrum. „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir“ (Mt. 7:1, sbr. Lk. 6:37). Hvað átti Jesús við með þessum orðum? Við hljótum að spyrja slíkrar spurningar ef við viljum fylgja honum og taka orð hans alvarlega. Á það hefur verið bent að þessi orð séu í nánu samhengi við ýmsa aðra þætti Fjallræðunnar. Rauði þráðurinn í henni er sá að samband okkar við Guð og samband okkar við náungann sé í órofa samhengi. Sé sambandið við Guð ónýtt leiðir það af sér eyðilagt samband við náungann. Sé sambandið við Guð í lagi á það að hafa í för með sér gott samband við þá sem í kringum okkur eru. Tvöfalda kærleiksboðið (Mt. 22:37-39), um að elska Guð af öllu hjarta, sálu og huga og náungann eins og sjálfan sig, áréttar þetta þar sem kærleikurinn til Guðs og náungans fer saman. í Fjallræðunni rná sjá samhengi milli sæluboðan- anna, Faðirvorsins og orðanna um að dæma ekki aðra. Það sanihengi sýnir glöggt hvernig sambandið við Guð og náungann er tengt hvort öðru. Fimmta sæluboðunin er um miskunnsemi: „Sælir eru miskunnsamir, því að þeiin mun miskunnað verða“ (Mt. 5:7). Við getum snúið þessu við og sagt: Sá sem væntir miskunnar Guðs hlýtur að miskunna öðrum. Bænin um fyrirgefningu syndanna í Faðirvorinu snýst um hið sama: „Fyrir gef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum" (Mt. 6:12). Um leið og við biðjum Guð um fyrirgefningu lýsunt við yfir vilja okkar til að fyrirgefa öðrum. Sá sem ekki vill fyrirgefa öðrum forherðir sig og getur ekki þegið fyrir- gefningu Guðs (sbr. Mt. 6:14- 15 og 18:21-35). Þessar hugsanir eru síðan í beinu samhengi við orðin um að dæma ekki aðra til þess að verða ekki sjálfur dæmdur (Mt. 7:1). Ef við væntum þess að Guð dæmi okkur ekki, vegna þess að hann hefur miskunnað sig yfir okkur og fyrirgefið okkur allar okkar syndir, þá hljótum við einnig að sleppa því að fella dóma yfir öðrum vegna þess að við viljum sýna miskunn- semi og fyrirgefa þeim. Hér er í rauninni verði að tala um að afstaða okkar til náungans mótist af afstöðu Guðs til okkar. Hér er í rauninni verði að tala um að afstaða okkar til náungans mótist afafstöðu Guðs til okkar. Guð hefur opinberað kærleika sinn til okkar í Jesú Kristi. Sá kær- leikur á að birtast í afstöðu okkar til annarra.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.