Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1995, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.03.1995, Blaðsíða 25
starfa þar. Tensing-starfið okkar er nú rúmlega 10 ára gamalt og líklegast sá liður starfsins sem hefur skilað mestum árangri fyrir okkur sem kristilegt æskulýðsfélag. Kaffistofan okkar, Benedicts Cafe Bar, er mikið notuð og vinsæll staður þar sem unga fólkið hittist. Hvað viltu svo segja að lokum við okkur Islendinga? - Mig langar að þakka Guði fyrir það fjölþætta starf sem KFUM vinnur, bæði í Sheffield, hér á Islandi og úti um allan heim. Eg bið þess að við mættu halda fast við kjarnann, Jesú Krist, og á sama tíma sækja út til annarra og veita þeim þá umhyggju, stuðning og hjálp sem þeir eru í þörf fyrir á hverjum tíma. Ég þakka fyrir þá fjölmörgu í Sheffield sem hafa komist til trúar fyrir starf KFUM þar og ég er ekki í vafa um að þeir eru margir hér á íslandi sem hafa KFUM mikið að þakka. Mér sýnist starfið hér vera á réttri braut. Mjög ánægjulegt var að vera með unga fólkinu í KSS á laugardagskvöldinu og eins á fjölskyldu- samkomunni á sunnudag. Blessun Guðs er yfir starfinu sem ég trú að eigi eftir að vaxa og eflast á næstu mánuðum og árum. KFUK og KFUM í Reykjavík eru rík félög með fjölda fólks sem tekur trú sína alvarlega, býr yfir mikilli þekkingu og tekur gestum frá öðrum löndum rnjög vel. Þau sem ég hef kynnst eru opin gagnvart Guði og mér fannst mjög ánægjulegt að kynnast þeim vísi að starfi sem er í húsinu ykkar niðri í Austurstræti. Þið hafið óteljandi tækifæri sem ég hvet ykkur til að nota. R.G.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.