Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1996, Side 6

Bjarmi - 01.12.1996, Side 6
BARN ER OSS FÆTT Sr. Ólafur Jóhannsson Ung, ófrísk stúlka neyðist til að fara erfiða ferð til að fullnægja kröfu stjómvalda. Hún er háð velvild manns síns og samferðamanns. Hann er ekki faðir bamsins sem hún ber undir belti sér og gat vel látið hana róa, opinberað smán hennar og afsalað sér allri ábyrgð á barninu. Á leiðarenda er stúlkan örmagna enda alveg komin að því að fæða. Fátækt og fyrirhyggjuleysi valda því að ferðalangarnir fá hvergi inni í mannabústöðum heldur verða að gera sér að góðu dimmt og daunillt gripahús. Þar fæðist drengurinn óskilgetni. Fyrsta hvíla hans er kulda- leg og óhijáleg jata dýranna. Er hægt að hugsa sér meiri eymd og umkomuleysi? Er hægt að fæðast snauðari og nær algerri höfnun? Rííningin leggur einmitt áherslu á að Jesús Kristur haji alltaj veríð Guðs sonur. Það var ekki einhver staða sem hann hlaut tímabundið einhvern tíma á cevinni heldur joeddist Guðs sonur raunverulega sem maður. Sannur Guð - ekki einungis maður Hann, sem fæddist á þessa leið, var samt sonur Guðs að koma í heiminn. Guð kom ekki í heiminn sem augljós, fullkomin hátign við óaðfinnanlegar aðstæður. Hann var allslaust bam, allt að þvi óvelkomið. Þannig er Guð í veröld manna. Hann á ekki heima meðal okkar af því að hann er annars eðlis. Það er syndugu mannkyni eðlislægt að hafna Guði, snúa baki við honum, líta á hann sem óvelkominn. Frá fyrstu stundu mætti Jesús höfnun af því að hann er sannur Guð og í synd sinni geta mennirnir ekki tekið við Guði á réttan hátt. En Guð snýr aldrei bakinu við fallinni sköpun sinni. í Jesú kom hann í heim okkar til þess að opna okkur samfélag við sig, gefa okkur það líf sem syndin hefur rænt okkur. Hann kom sem Guð og maður í I. Mós. 2:7 er sagt frá þvi er Guð myndaði manninn af leiri hinnar ósnertu jarðar og blés lífsanda í nasir honum. Hinn nýi maður, Jesús Kristur, er á hliðstæðan hátt myndaður i ósnertu móðurlífi meyjarinnar fyrir kraft Heilags anda. Guðspjöllin tala ekki um að Guð hafi átt barn með Maríu mey. Heilög ritning ber vitni um að Heilagur andi, sköpunarmáttur Guðs, klæddi eilifan son Guðs mannlegu holdi í móðurlífi Maríu. Ritningin leggur einmitt áherslu á að Jesús Kristur hafi alltaf verið Guðs sonur. Það var ekki einhver staða sem hann hlaut tímabundið einhvern tíma á ævinni heldur fæddist Guðs sonur raunverulega sem maður. Hann var ekki einungis maður sem Andi Guðs hvíldi yfir með sérstökum hætti um tíma enda gat hann þá ekki uppfyllt hlutverk sitt í heiminum. Hlutverk Sonarins í heiminum var að endurreisa fallna sköpun Guðs. Hann dó fyrir syndir okkar mannanna og reis upp sem frumgróði nýs lífs. Hann kom til þess að skapa nýtt eftir vilja Guðs, græða og endurreisa, friðþægja og sætta. 6

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.