Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1996, Síða 7

Bjarmi - 01.12.1996, Síða 7
BARN ER OSS FÆTT Sannur maður - ekki einungis Guð í Jóh. 1:14 segir á þessa leið: Orðið varð hold, hann bjó með oss. Sköpunarorð Guðs, sem allt var skapað fyrir, tók á sig skapað eðli, manneðli, og gerðist maður. Hann, sem átti hlutdeild í dýrð Guðs frá eilífð (sbr. Jóh. 17:5), kom inn í heim okkar sem einn okkar mannanna. Hann gerðist maður með líkama, sál og anda eins og aðrir menn. Hann, sem fæddist í fjárhúsinu í Betlehem, er af Föðurn- um fæddur frá eilífð eins og segir í Níkeujátningunni. Hann er hugsun Guðs holdi klædd. Hold táknar hér ekki hið áþreifanlega, líkamlega, heldur allt hið skapaða, mannlega. Jesús Kristur var ekki andi Guðs í likama manns heldur sannur maður. Holdtekjan er raunveruleg. Jesús fæddist af konu eins og aðrir menn (Gal. 4:4) en var hvorki svipur né vofa og átti ekki einungis guðlegt eðli. í Fil. 2:6-7 er talað um að frelsarinn hafi afklæðst dýrð himnanna er hann kom í heiminn. Guðspjöllin vitna um að Jesús var sannur maður og hafði til fullnustu alla eiginleika mannsins, mannlegan vilja og skyn. Hann hungraði og þyrsti. Hann barðist við freistingar og grét. Hann þjáðist og dó. En hann er meira en sannur maður. Hann er hinn sann- asti maður, hinn nýi maður sem er í samræmi við upp- haflegan sköpunartilgang Guðs. Hann bætir fyrir afleið- ingar syndafallsins með dauða sínum og gefur öllu mann- kyni kost á endurreistu sambandi við Guð með upprisu sinni. Sannur Guð og sannur maður Guðleg persóna Sonarins og mannlegt eðli af eðli móðurinnar mynda eina persónu, Jesú Krist, sem er Guð og maður jafnt. Hann er í senn fullkomlega Guð og fullkomlega maður. Guðdómur Krists táknar vegsemd hans og hátign en mennskan er sjálfsafneitun hans og læging í þágu okkar mannanna. Upphafning Jesú var ekki vegna hans sjálfs heldur í þvi skyni að upphefja manninn til réttrar stöðu, til réttrar myndar, þeirrar myndar sem Guð skapaði manninn til i upphafi (Jóh. 1:12 og 17:24). Maður varð að gjalda syndarinnar og bæta fyrir brotin. Guð einn gat brotið á bak aftur vald illsku og dauða. Guð vildi ekki ofurselja mannkynið afleiðingum fráhvarfs þess og óhlýðni. 1 óskiljanlegum kærleika sínum gaf hann son sinn i heiminn til að bjarga syndugu mannkyni frá glötun Qóh. 3:16). Þessu náum við aldrei til fullnustu. Við getum ekki skilið dýpt kærleika Guðs eða dásemdir leyndardóma hans. Sonur Guðs tókfullkomlega á síg mennskuna. Hann gekk algjörlega inn í hlutskipti manns og hlaut því aðfœðast sem barn. Guð og barnið Sonur Guðs tók fullkomlega á sig mennskuna. Hann gekk algjörlega inn í hlutskipti manns og hlaut því að fæðast sem barn. Hann benti einnig á það síðar meir að börnin væru fullgild og gætu átt hlutdeild í Guðsríki ekki síður en full- orðnir (Mark. 10:13-16). í samtíð okkar deyja mörg börn hungurdauða, eru hneppt í þrældóm, kúguð til vændis, líkamlega og andlega vanrækt. Þau börn eru Guði kær. Hann hefur sjálfur reynt hvað það felur i sér að vera umkomulaust barn og barn flóttafólks (Matt. 2:13-15). Hann þekkir og skilur aðstæð- ur allra barna og allra manna af því að hann kom ekki í neina kurteisisheimsókn í heiminn heldur gekk fullkomlega inn í kjör og aðstæð- ur mannanna. Hann var gerður að synd vegna okkar til þess að við yrðum réttlæti Guðs í honum (II. Kor. 5:21). Guð mætir okkur Dýrð Drottins ljómar í dimmu fjárhúsinu. Frið- ur Guðs fyllir óhrjálegt skýli gripanna. Kúg- uppgefin og þjáð móðirin er sælust allra á jörð. í barninu í jötunni mætast eilífur Guð og nýfædd manneskja, almáttugur Drottinn og vanmáttugur hvítvoðungur. Hann, sem er óháður öllum og hefur allt í hendi sér, er sjálfur orðinn algjörlega ósjálfbjarga og háður umhyggju annarra. í Kristi auðmýkir Guð sig undir vald mannanna, felur sig á vissan hátt okkur mönnum á vald. Við getum með- tekið hann eða hafnað honum, tekið þakklát í sáttarhönd Guðs eða slegið á hana og hafnað lífgjöf hans. Játumst kærleika Drottins, felum okkur náð hans á vald. Þá eigum við sanna jólagleði sem ekkert getur tekið frá okkur og varanlegan jólafrið sem enginn ófriður rænir okkur. Sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur [ Laugarneskirkju. 7

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.