Bjarmi - 01.12.1996, Qupperneq 8
BARN ER OSS FÆTT
Guðmundur Örn
Guðjónsson, Herdís
Gunnarsdóttir og
Matthías.
... oq vaknaði morguninn
eftir, orðinn pabbi
Hjónin Herdís Gunnarsdóttir (Systa), hjúkrunarfræðingur á vökudeild Lands-
spítalans, og Guðmundur Örn Guðjónsson, lögreglumaður, eignuðust sitt
fyrsta barn sl. vor. Matthías Guðmundsson kom í þennan heim þann 6.
maí, 52 sentimetrar og 14 merkur. Bjarmi heimsótti litlu fjölskylduna í Kópa-
voginum til að ræða þessa nýju sköpun og þær breytingar sem hafa fylgt henni.
Til hamingju með barnið! Hvernig gengur ykkur íforeldra-
hlutverkínu?
G: Það gengur ágætlega, drengurinn er bæði góður og
rólegur. Það reynir kannski ekki mikið á okkur ennþá.
H: Það hefur gengið vonum framar þó að það verði
miklar breytingar á lífinu við það að verða foreldrar.
Hvaða væntingar gerðuð þið tíl barnsinsfyrirfæðinguna?
H: Ég held að allir foreldrar þrái að eignast heilbrigt
barn og það gerðum við líka. Tilhlökkunin var mjög mikil,
við vorum búin að vera gift í þrjú ár og þessi einstaklingur
hafði verið ráðgerður og því mjög velkominn.
Hvernig upplifðuð pið léttasóttina ogfœðinguna?
H: Þetta var mjög skemmtilegt en ég varð mjög hissa og
í raun alveg óviðbúin þegar fæðingin hófst á því að ég
missti vatnið heima seint um kvöld. Þetta var heilmikið
8
puð og ég þurfti mikla deyfingu en Guðmundur studdi
mig allan tímann.
G: Ég hafði bara gaman af þessu, þetta var ný og spenn-
andi upplifun. Að vísu fannst mér erfitt hvað þetta tók
langan tima af því að Systu leið ekki vel. Ég reyndi að
styðja hana þó að ég vissi auðvitað að ég gæti ekki tekið
sársaukann frá henni.
Varst pú þreyttur að lokinnifœðingunni?
G: Já, við höfðum bæði vakað í meira en tvo sólarhringa.
Ég hafði verið í vinnunni daginn áður þannig að í raun
hafði ég vakað hátt á þriðja sólarhring. Ég sofnaði svo
þegar allt var yfirstaðið og vaknaði morguninn eftir,
orðinn pabbi. Það var dálítið skemmtilegt.
Hvernig leiðykkur þegar þiðfenguð barnið í fangið?
H: Stórkostlega. Hámarksaugnablikið var eiginlega þegar
hann fæddist. Þá féllum við bæði saman og fórum að gráta
af fögnuði og gleði.
G: Þetta var æðsta stig alsælunnar. Liðaninni verður ekki
lýst með orðum.
Hvenær teljið þið barnið hafa orðið að einstaklingi?
G: Ég tel að einstaklingurinn mótist strax við getnað.