Bjarmi - 01.12.1996, Page 13
BÓKAKYNNING
Bækur fyrir þig og þína
grunninn að þessu trausti í samskiptum sínum við
barnið. Margir fræðimenn halda þvi fram að
ungbamið upplifi sjálft sig sem hluta af móðurinni á
fyrstu mánuðum lífsins og að vitund þess nái ekki út
fyrir þennan litla heim. Smám saman fer það svo að
skilja sig frá móðurinni og loks að upplifa sig sem
sjálfstæðan einstakling. Á þessu tímabili er talið að
gmnnurinn að traustinu á Guði sé lagður. Traustið
sem barnið fær á foreldrum sínum við það að þau
annast það og uppfylla allar þarfir þess yfirfærist
síðar á Guð er barnið fær þroska til að trúa á hann.
Umönnun ungra barna er oft lýjandi og reynir á
þolinmæðina. Það getur fært okkur foreldrum meiri
lífsfyllingu í þessum störfum, að hugsa til þess að
með þvi að sinna þeim af alúð séum við að leggja
grunninn að trausti barnanna okkar á Guði.
Niðurstaða mín af spumingunni sem varpað var
fram 1 upphafi verður því að það era ekki uppeldis-
aðferðirnar sem slíkar sem eru kristilegar heldur
innihald uppeldisins. Það skiptir máli að við sinnum
börnunum okkar af alúð, gefum okkur tíma til að
vera samvistum við þau og biðjum fyrir þeim og
með þeim. hannig byggjum við upp traust sem við
getum notað til að leiða þau áfram og vísa þeim
veginn til trúar. Minnumst þess samt alltaf að börnin
eru sjálfstæðir einstaklingar með frjálsan vilja. Við
getum ekki þakkað okkur eða kennt okkur um, ef
þau kjósa að fara aðra leið en þá sem við teljum
rétta. Trúna getur Guð einn gefið.
Bókaútgáfan Salt hefur gefið út tvær bækur fyrir þessi jól. Barnabókin
„Ósýnilegi vinurinn11 eftir Kari Vinje er fallega myndskreytt af Vivian Zahl
Olsen. Þórdís Ágústsdóttir og jSyða Karsdóttir þýddu bókina. Bókin segir frá
Palla sem er nýfluttur til Snúrabakka. Hann kynnist stráknum í næsta húsi og þar með
hefst ævintýri sem kemur honum í kynni við ósýnilega vininn. Þetta er mjög falleg,
skemmtileg og spennandi bók. Hún er ætluð bömum 5 - 9 ára og er einföld, skýr og
skemmtileg framsetning á grandvallaratriðum kristinnar
trúar fyrir börn. Þótt þetta sé barnabók getur hún
einnig snert við þeim sem eldri eru og haft áhrif á unga
sem aldna.
Bókin „Afríkudætur“ eftir Hrönn Sigurðardóttir hefur
að geyma frásögur úr lífi Hrannar og nokkurra dætra
Afríku sem hún kynntist er hún var kristniboði og
hjúkrunarfræðingur í Pókot í Kenýu í tæp átta ár.
Bókina prýða myndir frá Kenýu. Bók þessi er einlæg og
inniheldur hrífandi frásagnir af ólíkum aðstæðum -
ólíkum konum í heimi sem er okkur svo fjarri. Bók sem
gefur nýja mynda af starfi kristniboða, mynd sem snertir við þeim sem les. Bók þessi er
fyrir alla hvort sem þeir þekkja til kristniboðs eða ekki. Bók sem hefur áhrif.
Ný bók eftir Jónas Gíslason
vígslubiskup
Bókin „Um tilurð böls og þjáningar í heiminum'1 er
skrifuð eftir sjóflóðin á Súðavík og Flateyri 1995. Jónas
Gíslason segir á kápu bókarinnar. „Mig langar aðeins að
reyna að flytja syrgjendum fagnaðarerindið, er eitt
megnar að hugga í neyð. Köllun kristinnar kirkju er að
benda á frelsarann, Drottinn Jesúm Krist.“ Jónas hafði
ekki síst í huga ungt fólk er hann samdi bókina. Bók
sem á erindi til margra.
Hrönn Sigurðardóttir
/
Frásögur af lífi og starfi
við miðbaug
Þá munu steinarnir hrópa
Sigurbjöm Þorkelsson hefur gefið út bókina „Þá munu
steinarnir hrópa.“ Bókin hefur að geyma 17 smásögur
af áhrifum Biblíunnar á fólk. Sögunum fylgja orð úr
Biblíunni, íslenskar bænir eða sálmar.
Skálholtsútgáfan hefur sent frá sér bókina „í fótspor
Jesú, lifandi mpdir úr lifi frelsarans.11 Bókina skrifar
Henry Wansbrough. Bókina prýða litmyndir sem gera
kunnustu sögur Jesú ljóslifandi i hugum lesenda. Einnig
kom út bókin „Ljós i heimi“ eftir Einar Sigurbjömsson, *
sem inniheldur trúfræði fyrir almenning. Jafnframt
hefur Þórir Stephensen tekið saman ritverk um Dóm-
kirkununa í Reykjavík. Saga húss og safnaðar. Tengsl við kristni og þjóðlif.
13