Bjarmi - 01.12.1996, Side 14
í BRENNIDEPLI
Henning Emil Magnússon
María, móðir hans er allir kristnir hylla sem frelsara heims, hefur því
miður verið þrætuepli kristinnar kirkju alllengi. Líklega verður ágrein-
ingur kaþólskra og mótmælenda augljósastur þegar að Maríu kemur.
Kaþólskir hafa eytt of miklu púðri í að lyfta Maríu til himins en mótmælendur
hafa farið hina leiðina. Þeir hugsa lítið um hana nema kannski einu sinni á ári
þegar þeir stilla henni upp á bak við jötuna á öðru hvetju jólakorti. Hvers á María
að gjalda?
Misskilningurinn
Að misskilja er að leggja skakkan skilning i eitthvað.
Skakkur skilningur er oft afleiðing óheilbrigðs áhuga. Eins
er það þekkt að áhugaleysi leiðir ekki af sér skoðanaleysi
heldur sæg ranghugmynda. Þess vegna er skilningur besta
vörnin gegn miskilningi. Skilningur er að botna í ein-
hvetju og þegar maður hefur botnað í einhveiju þá hefur
maður áttað sig á því, komist á rétta slóð eftir að hafa farið
um víðfeðmt haf upplýsinganna og dregið úr sjó sann-
leikann.
Óheilbrigður áhugi kaþólsku kirkjunnar hefur orðið til
þess að María hefur þurft að bera þunga titla, þola undar-
legar kenningar og avemaríur. Stundum hefur henni verið
eignaður þáttur í hjálpræðisverki sonar sins. Einhverjir
Óhtilbrigður áhugi kaþólsku kirkjunnar hefur orðið
til þess að María hefur þurft að bera þunga titla,
þola undarlegar kemingar og avemaríur.
Stundum hefur henni verið eignaður þáttur í
hjálprœðisverki sonar síns.
hafa litið á hana sem meðalgöngumann milli okkar og
Jesú. Það væri einungis til að æra óstöðugan að rifja upp
hvað Píus, Leó, Jóhannes Páll eða önnur Péturslíki á páfa-
stóli hafa sagt um Maríu. Hún myndi sjálf afþakka öll
meðmæli þeirra.
Áhugaleysi mótmælenda hefur stundum orðið til þess
að María hefur ekki fengið að njóta sannmælis. Henni er
sjaldan hampað sem auðmjúkum lærisveini sonar síns
sem svaraði kalli Guðs í hlýðni.
María í Nýja testamentinu
Sú mynd af Maríu, sem mótast eingöngu af hugmyndum
manna, hjálpar okkur lítið í leitinni að sannleikanum. Ef
við ætlum að átta okkur þá þurfum við að snúa okkur til
Maríu Nýja testamentisins. Þar er María sem er laus við
seinni tíma viðbætur og skakkan skilning.
Maríu eru gerð góð skil í guðspjalli Lúkasar. Hún býr í
Nasaret og er föstnuð smiðnum Jósef. Engillinn Gabríel er
sendur frá Guði með þau tíðindi að hún muni þunguð
verða og son ala sem eigi að heita Jesús. Á ríki Jesú mun
enginn endir verða. Svar Maríu við stórtiðindum engilsins
var á þessa leið: „Sjá, ég er ambátt Drottins. Verði mér eftir
orðum þínum.“
María heimsækir Elísabetu frænku sína sem fyrir
heilagan anda mælir: „Hvaðan kemur mér þetta, að móðir
Drottins mins kemur til mín?“ Þessi staðfesting verður
Maríu tilefni til lofsöngs: „Önd min miklar Drottin, og andi
minn gleðst í Guði, frelsara mínum. Því að hann hefur
litið til ambáttar sinnar í smæð hennar.“
Atburði jólaguðspjallsins er óþarft að rifja upp en vert
er að gefa gaum að því að „María geymdi allt þetta í hjarta
sér og hugleiddi það“. Næst vitum við af Mariu þar sem
hún týnir Jesú og finnur hann síðan eftir mikla leit. Jesú,
sem þá var tólf ára, bar að vera „i húsi föður síns“.
14