Bjarmi - 01.12.1996, Qupperneq 15
í guðspjalli Jóhannesar finnum við Maríu 1
brúðkaupsveislunni í Kana og undir krossi
sonar síns á Golgatahæð. Síðast heyrum við
af Maríu í hópi biðjandi lærisveina í upphafs-
kafla Postulasögunnar.
Drottinn, forða mér frá
miskilningi
María, ambátt Drottins, svaraði kallinu í fullu
trausti til fyrirheita Guðs. Hún hefur án efa
hlotið ákúrur frá mönnum og ætli hún hafi
ekki stundum undrast yfir hlutverki sínu, að
vera móðir Jesú? Henni hefur eflaust fundist
erfitt að skilja biðina löngu, eftir því að Jesús
hæfi starf sitt. En aldrei möglaði hún. María
var Guði þakklát fyrir þá náð sem hann hafði
auðsýnt henni.
Þegar við lesum um Mariu í Nýja testa-
mentinu er erfitt að sjá nokkra stoð fyrir
Maríudýrkun og ljóst er að hefð kirkjunnar
hefur meira mótunarvald þar en Guðs orð.
Eins er undarlegt að menn finni sig knúna til
að semja bænir til þessarar hógværu konu.
Hin sanna Maríubæn er þvi ef til vill þessi:
„Drottinn, forða mér frá misskilningi.“
En hlutverk Maríu er ekki ómerkilegt. Hún
var kölluð af Guði til erfiðs verkefnis sem
hún leysti í trúmennsku. En hlutverk hennar
er lítilsvirt með því að gera henni þann óleik
að tilbiðja hana. Það er ekki til betri leið til
að gera lítið úr henni. Með þvi er tekin af
henni sú gjöf sem hún færði heiminum: að
gera Guð vegsamlegan með lífi sínu.
„Maria á meira undir því að hafa tekið trú
á Jesú heldur en að hafa fætt hann. Móður-
hlutverkið hefði verið blessun sneytt ef hún
hefði ekki eignast Krist í hjarta sínu á ríkari
hátt en undir belti,“ er haft eftir Ágústínusi
kirkjuföður.
María er kristnum fyrirmynd en ekki dýr-
lingur. Hún er annað og meira en konan á
jólakortinu. Fordæmi hennar er fólgið í
hlýðni, þolinmæði og auðmýkt. Þessir eigin-
leikar ættu að vera kristinni kirkju hvatning til
eftirbreytni. Þessir kostir Maríu eru þeir sem
kristnilif hér á landi þarf mest á að halda til að
geta vaxið sem Guðsríki á jörðu.