Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 17
INNLITIÐ
ísak Harðarson.
Mig grunar að þjóðfélagsbreytingarnar á árunum eftir
stríð hafi átt sinn þátt í því að þessi dýrmæti arfur þjóðar-
innar glataðist. íslendingar höfðu það þá betra en nokkru
sinni fyrr og mig grunar að aukin lífsþægindi geti gert það
að verkum að fólk gleymi Guði.“
Ég fann aldrei klettinn sem ég leitaði óafvitandi að fyrr
en kletturinn, Guð sjálfur, fann mig. há var ég 33 ára,
sálarstríð unglingsáranna virtist að baki. Ég átti góða konu
og tvær yndislegar dætur en lífið var samt eitthvað svo
grátt og innihaldslaust. Enn vantaði mig eitthvað.
Ég þekkti aðeins þrjú nöfn, þrjár uppsprettur lífs og
hlýju og öryggis; þig, ömmu og afa. Það var áður en [...]
Roy Rogers, John Lennon og Steínn Steinarr komu skeið-
andi inn á sjónsvið mitt á glófaxa, gítar og gallpenna,
löngu áður en ég heyrði að til vceru aðrir guðir með
skrautlegn nöfn og afmarkaðri verksvið en þú.2
„Eftir því sem barnsskórnir slitnuðu og heimurinn
stækkaði, þá dofnaði barnatrúin eins og allt of margir
kannast við úr eigin lífi, því miður. Sífellt fleira kallaði og
krafðist athygli, svo sem rokkið, poppið, ljóðskáldin,
hipparnir, kommarnir og vísindahugsunin sem boðuð er í
skólunum. Vísindin eru i sjálfu sér góð en gefa enga lífs-
fyllingu. Það var hægt að hafa gaman af góðum ljóðum og
kraftmikilli tónlist, en þaðan fékk ég hvorki fullnægju né
svör við áleitnum spurningum lífsins.
Mig vantaði eitthvað sem ég gerði mér ekki grein fyrir
hvað var. Þó ég hafi verið trúaður þá voru Guð og Jesús
svo fjarlægir.
Mér leið illa, átti í vandræðum með sjálfan mig og það
sótti á mig þunglyndi. Ég leitaði huggunar í áfengi og
hugarórum en fann hana ekki þar.
„Guð ER til! Jesús ER LIFANDI - og hann ... HANN
ER HÉR! Ó, amma, nú skil ég: Menn geta aldrei fundið
Guð almennilega, því Guð er Guð, en menn eru bara
menn. En GUÐ GETUR AUÐVITAÐ FUNDÍÐ
MENN, ef þeir vilja bara leyfa honum það - því HANN
getur auðvitað ALLT! Ef maður kallar í einlcegni á Guð,
þá kemur Guð til manns, því einmitt til þess skapaði
Guð manninn..."
,Aumingja strákurinn," tautar amma bara. „Komdu
núfram í eldhús ogfáðu þér kaffisopa."3
Þá var það að sjáfsævisögu bandarískrar konu, Sandy
Brown, rak á fjörur mínar.4 Þessi bók, sem heitir: „Er ein-
hver þarna sem getur hjálpað mér?“ lætur ekki mikið yfir
sér, er ekki stórkostlegt bókmenntaverk, heldur einföld og
Mig vantaði eitthvað sem ég gerði mér ehhi grein
jyrir hvað var. Pó ég haji verið trúaður pá voru Guð
ogjesús svojjarlœgir.
17