Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1996, Qupperneq 19

Bjarmi - 01.12.1996, Qupperneq 19
INNLITIÐ blátt áfram sjálfsævisaga konu sem þekkir ekki Jesú en kemst til trúar á hann. Og undrið gerðist! Við lestur þessarar bókar varð þessi fjarlægi og óljósi Guð mér skyndilega afar nálægur og kærleiksríkur Faðir. Enn man ég daginn og stundina og sjálfsagt gleymi ég þessu aldrei svo lengi sem ég lifi. Það var eins og heilagur andi lyki upp augum mínum fyrir nálægð og kærleika Föðurins þar sem ég sat og las bókina hennar Sandyar. Nú þegar ég lít til baka sé ég að Guð hafði aldrei vikið í burtu frá mér. Hann var hjá mér allan tímann, en ég var blindur á nálægð hans. Eins og fram kemur í bókinni þá hefur lífið ekki verið eins og dans á rósum hjá mér síðan ég frelsaðist. Ég hneigðist á tímabili aftur til drykkju og erfiðleikar í hjóna- bandinu enduðu með skilnaði fyrir tveimur árum.“ Laugardagskvöldið 1. ágúst drakk ég mig auga- fullan f...J. Og ég sem hafði ekki bragðað dropa af áfengi sfðan Guð hafði aumkað sig yfir mig á Hring- brautinni - í meira en tvö ár! [...] Gamla eðlið bíður fceris! Svo hagaði ég mér með áðumefndum skammar- legum hætti. Mig rámar í að hafa öskrað eins og óður maður á leigubílstjóra nokkurn - og það voru engin blessunarorð! Guðfyrirgefi mér.5 Hversu neikvœð auglýsing um náð og kraft Jesú Krists hafði ég ekkí vetið! Meira að segja drykkjumaður nokkur skammaði mig fyrir að þykjast ætla að bera Frelsaranum vitni t þessu ástandi, fyrir utan krána Gauk á Stöng. - Drykkjumaður hafðifundið að hinum frelsaða mér! Ó, að verða Drottni til skammar á þennan hátt!6 „Ég reyni ekki að draga neitt undan í bókinni, heldur sýna það og viðurkenna að ég er breyskur maður sem Jesús elskar, þrátt fyrir allt. Mér fannst nauðsynlegt að koma þannig til dyranna eins og ég er klæddur. Kristnir menn eru ein fjölskylda og sem fjölskylda verðum við að geta rætt óttalaust hvert við annað. Við verðum að brjóta niður múrana á milli okkar og standa saman sem einn maður. Aflið, sem kemur í veg fyrir að við getum með þessum hætti orðið við sjálf, er það sem Jesús kallaði ,,heiminn“. Heimurinn skapar ótta og hvetur okkur til að leyna kærleikanum. Kristið fólk verður að tjá sig opinskátt hvert við annað, jafnvel um breyskleika sinn. Ég get í það minnsta ekki þagað um Krist lengur. Myrkrið í heiminum er að aukast. Fleiri og fleiri hverfa út í það og koma þaðan aldrei aftur. Nú á dögum eigum við í sömu baráttu og lærisveinar Krists í frumkirkjunni. Páll postuli sagði þá baráttu vera við heimsdrottna þessa myrkurs, andaverur vonskunnar í himingeimnum. Við verðum að taka okkur stöðu í þessu stríði, skipa okkur í fylkingu. Að þegja um Krist í þessum aðstæðum er hættulegt, bæði sjálfum okkur og þeim sem hafa enn ekki kynnst honum.“ „Þó mér finnist ég verði að segja sannleikann, þá verð ég að viðurkenna að ég er pínulítið smeykur við að gefa bókina út. Ég óttast mest að ég sjálfur í bókinni skyggi á þann sem ég vil vitna um. Ég vil ekki benda á neinn Ég reyní ekki að draga neitt undan í bókinni, heldur sýna það og viðurkenna að ég er breyskur maður sem Jesús elskar, þráttfyrir allt. Mérfannst nauðsynlegí að koma þannig til dyranna eins og ég er kloeddur. Kristnir menn eru einfjölskylda og sem fjölskylda verðum víð að g eta roett óttalaust hvert við annað. annan en hann. Þó bókin fjalli um mig vona ég að Jesús standi uppúr sem aðalpersóna hennar. í gegn um Sandy Brown kom Drottinn boðkeflinu, fagnaðarerindinu, sér sjálfumj til mín. Með Játningasögu minni vil ég leitast við að koma þessu kefli til annarra. Ég vil vitna um hann sem er fjöregg lífsins, Jesús Kristur. Ef saga mín mætti verða til þess að leiða, þó ekki væri nema eina manneskju, til Krists þá væri tilganginum náð.“ 1 Ágústínus. 1962. Játningar. Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs. 2 ísak Harðarson. 1996. „Þú sem ert á himnum, þú ert hér.“ Reykjavík, Forlagið: 25-26. 3 ísak Harðarson: 136. 4 Sandy Brown. 1987. Er ekki einhver þarna sem getur hjálpað mér? Reykjavík, Vegurinn - kristið samfélag. 5 ísak Harðarson: 199. 6 ísak Harðarson: 200. 19

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.