Bjarmi - 01.12.1996, Síða 22
KRISTNIBOÐ
Svo lágt er undir loft I
húsum Dasenetsjmanna
aö fólkið situr flötum
beinum á moldargólfinu.
Ógiftu stúlkurnar skreyta
sig meö þykkum málm-
hringjum á fótleggjun-
um. Sú í miðiö heldur á
hálfu graskeri með heitu
kaffi.
Sums staöar í Suður-
Eþíópíu sefur fólk uppi á
háum pöllum á nóttunni
til aö forðast flugur og
aöra óværu í hitanum.
Takiö eftir krossinum á
húsinu. Þarnavar
kristið fólk.
er hann hlustar á kristilega
boðun. Þar kemur að hann
lýsir yfir því að hann vilji
vera kristinn. Kona hans,
Loja, hefur átt í erfiðleikum.
Hún hefur kvartað yfir
einkennilegri tilfinningu og
sársauka í líkamanum. Hún
verður þunglynd og hyggur
jafnvel á að farga sér. Loja
dvelst um hálfsmánaðar
skeið hjá Elsu hjúkrunar-
konu og þiggur lyf og
fyrirbænir og hlustar á orð
Guðs - og róast nokkuð.
Aftur sækir í sama horfið.
Þá leitar hún til konu einnar
sem hyggst sjúga sjúk-
dóminn úr líkama hennar.
Það tekst ekki. Töfralæknar
eru heimsóttir, sauðkind slátrað, gras sótt á fjarlægan stað.
Loja er smurð með blóðinu úr kindinni og geit er látin
stanga hana í bak og fyrir. En allt kemur fyrir ekki. Þá átti
Elsa erindi til Gídole og Arba Minch og verður úr að
Girma og Loja fara með henni og leita aðstoðar lækna. Á
sunnudegi í Arba Minch fær Girma konu sína til að koma
með sér í guðsþjónustu í Arba Minch. Bæði þar og í Gídole
er kirkjusókn mjög góð og eru haldnar tvær guðs-
þjónustur á hverjum sunnudagsmorgni, kl. 8 og kl. 10.
Sem þau sitja nú á bekknum í kirkjunni stendur maður
upp og kveðst hafa fengið boðskap að flytja. Þessi maður
er kristinn og biður stundum fyrir sjúkum. „Hér er kona
sem komin er langt að,“ segir hann. „Hún hefur lengi
þjáðst af sjúkdómi en það er ekki sjúkdómur. Hún hefur
þrautir í maganum og annars staðar í líkamanum. Fyrir
mörgum árum hljópst maður hennar á brott og fór til
Kenýu og þá hélt hún til seiðmannsins. Hann lét tvö arm-
bönd á konuna til þess að hafa þau áhrif á manninn að
hann kæmi aftur frá Kenýu. Þú ert með þau á þér í dag.
Réttu nú upp hægri höndina svo að við getum beðið fyrir
þér!“ Þau Girma skildu hvorki upp né niður. Þeim var
ljóst að verið var að tala um þau. En hér voru þau óþekkt.
Hvernig gat staðið á þessu? Loja ætlaði að rétta upp hönd-
ina en þá brá svo við að hún gat það ekki hvemig sem
hún reyndi. Höndin skalf og var þung sem blý. Það var
eins og einhver héldi í hana. Loks tókst henni þó að lyfta
hendinni og starfsmenn í söfnuðinum komu til hennar.
Að lokinni guðsþjónustunni vom hringirnir teknir af hand-
legg Loju og beðið fyrir henni. Hún var ný manneskja
þegar hún gekk út úr kirkjunni þennan dag. „Það er satt
að til er almáttugur og góður Guð,“ sagði Loja við Elsu
eftir þessa atburði. „Nú er ég frjáls."
Mesta fagnaðarefnið
Hálfu ári seinna var Loja enn heilbrigð. Það er ekki aðeins
maðurinn hennar sem hefur breyst. Hún er farin að bera
umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Eitt kvöldið kom systir
hennar í heimsókn. Hún undraðist að Loja kraup á kné
og talaði við einhvern sem hún sá ekki. „Geturðu ekki
þagnað og farið að sofa?“ spurði hún. „Nei,“ svaraði Loja,
„ekki fyrr en ég hef lagt manninn minn og börnin í
hendur Jesú, hans sem læknaði mig.“
Frá myrkri til ljóss, frá Satans valdi til Guðs,
sagði Jesús forðum við Pál þegar hann lýsti
hlutverkinu sem hann fól honum, að ávinna
menn meðal heiðingjanna. Þetta gerist enn í
dag þegar hið lifandi orð Guðs hljómar og nær
tökum á hjðrtum heiðingjanna. Það er mesta
fagnaðarefnið í kristniboðsstarfinu.
Að lohnni guðsþjónustunni voru
hringirnir teknirafhandleggLoju
ogbeðiðfyrirhenni. Húnvarný
manneskja þegar hún gekk út úr
kirkjunni þennan dag.
22