Bjarmi - 01.12.1996, Síða 23
KRISTNIBOÐ
Það var stórhátíð og gleðistund í kirkjunni í Álasundi
í Noregi þann 31. ágúst sl. þegar Sverrir Jóhannes-
son og Sólveig Fure hlutu vígslu til kristniboðsstarfa
í Tansaníu.
Meðal kirkjugesta voru kristniboðsvinir frá Ellingsðya.
Paðan kom Lars Slotsvik skipstjóri. Hann kynntist Ólafi
Ólafssyni, afa Sverris, fyrir rúmum áttatíu árum á vitnis-
burðastund í Siglufjarðarkirkju og kom honum í tengsl
við Norska kristniboðssambandið.
Það var greinilegt að heimamenn þekktu söguna og
birtist allítarleg grein um þá Lars og Ólaf í norska staðar-
blaðinu. Þar er greint frá kristniboðssamstarfi íslendinga
og Norðmanna sem um þessar mundir er aðallega í
Kenýu og Eþíópiu. Samstarfið hófst með ungum dreng frá
íslandi og skipstjóra frá Ellingsöya. Það var hátíð og
fögnuður meðal kristniboðsvina á Ellingsöya þegar
Herborg og Ólafur komu þangað frá Kína.
Áfram segir í blaðagreininni að það sé hátíð í Spjelkavik-
kirkju, þegar Sverrir og Sólveig hljóta vígslu, og enn ein
blaðsíða skrifuð í íslensk-norska kristniboðssögu.
Kristniboðsblaðið Utsyn segir: „Þegar þetta er skrifað,
- Síðastliðið vor birtist grein í Utsyn þar sem sagt var
frá sjúkrahúsinu í Haydom í Tansaníu og kom fram að frá
hausti 1997 mundi vanta lækna til starfa. í blaðagreininni
var ágeng spurning um hvort læknar fengju ekki lengur
kristniboðsköllun, og okkur varð ljóst, segir Sólveig, að
það er núna sem þörf er fyrir okkur í Tansaníu.
Sverrir Jóhannesson
og Sólveig Fure ásamt
börnum sínum Lilju
4 ára og Einari 2 ára.
Sverrir Jóhannesson oq Sólveiq Fure
hljóta víqslu til kristniboðsstarfa
1996, er það ljóst að góðverkið, sem Lars Slotsvik gerði
1915, þegar hann tók Ólaf tvítugan með sér á „S/S Bard“ til
Noregs og veitti honum fjárhagslegan stuðning til mennt-
unar, hefur haft stórkostlegri afleiðingar fyrir kristniboðs-
málefnið en nokkurn gat órað fyrir á þeim tíma. Ekki bara
Ólafur Ólafsson varð kristniboði, heldur einnig tvö barna
hans og tvö bamaböm! ísland - Noregur - Kína - Eþíópía -
Japan - Tansanía, þannig hefur þetta öfluga kristniboðsstarf
náð æ lengra. Drottinn kristniboðsins er mikill í visku
sinni og vegir hans eru órannsakanlegir!“
Vígsluþegarnir, Sverrir og Sólveig, fengu kveðjur frá
Islandi. íslenskir kristniboðsvinir vilja líta á þau sem sína
fulltrúa og fá að fylgjast með starfi þeirra í Tansaníu.
Hjónin tjáðu þakklæti fyrir það að íslendingar vilja standa
með þeim í bæn og umhyggju.
- Kristniboðshefð fjölskyldunnar hefur gert það að
verkum, segir Sverrir, að tilhugsunin um kristniboðsstarf
hefur ekki verið fjarri. Leiðtogar Norska kristniboðs-
sambandsins höfðu fyrir nokkrum árum spurt okkur
hjónin hvort við vildum starfa sem kristniboðar. - Okkur
fannst nauðsynlegt að afla okkur reynslu og þekkingar og
ákváðum að fresta að svara spurningunni, segir Sólveig.
- Við vitum ekki hversu langur tími okkur er gefinn til
starfa. Hlutverk kristinna manna er að kunngjöra hjálpræði
Guðs meðal allra þjóða. Það era forréttindi að fá að vera
með og stefna að þessu sameiginlega markmiði: „Heiminn
fyrir Krist." Heilbrigðisþjónusta hefur gildi og merkingu í
sjálfri sér, segir Sverrir, - og við viljum í okkar starfi í
Tansaníu bera Kristi vitni. Við erum smá, heldur Sverrir
áfram, - en kristniboðsskipun Jesú hefur sem umgjörð orð
um mátt hans og umhyggju og nærveru hans alla daga. Þess
vegna föram við út með djörfung og í trausti til Guðs.
Sólveig er með háskólapróf í félagsvísindum og kennara-
réttindi. Sverrir er læknir. Þau eiga tvö börn, Lilju sem er
4 ára, og Einar sem er 2 ára. Fjölskyldan er núna að læra
ensku og hitabeltislæknisfræði í Liverpool í Englandi og
um miðjan janúar fara þau til Tansaníu til starfa við
Haydom Lutheran Hospital. Meira en ellefu þúsund sjúkl-
ingar voru lagðir þar inn á síðasta ári. Sjúkrahúsið er rekið
af lútersku kirkjunni í landinu i samstarfi við Norska
kristniboðssambandið.
Lesendur Bjarma era hvattir til að muna eftir fjölskyld-
unni og framgangi Guðs rikis í Tansaníu í bænum sínum.
Margrét Jóhannesdóttir
23