Bjarmi - 01.12.1996, Page 24
VIÐTAL
Barnabækur hennar eru þekktar víða um
lönd. Alls staðar seljast þær í þúsundum
eintaka. Við þekkjum best bókina Kamilla
og þjófurinn og Við Guð erum vinir sem gefnar voru
út á íslensku fyrir nokkrum árum. Nú er komin
út á íslensku bókin Ósýnilegi vinurinn þar sem við
kynnumst Palla Pimpen og vinum hans. Bækur
Kari Vinje vekja áhuga ungra sem aldinna. Hún
skrifar barnabækur sem skera sig úr öðrum
bamabókum. Hennar bækur fjalla um böm sem
trúa ájesú.
- Börn þarfnast Jesú! segir Kari Vinje. - Ég
vona að böm og fullorðnir fái löngun til að kynn-
ast Jesú við lestur bóka minna.
Það em spennandi bækur sem þessi smávaxni,
lágmælti og brosmildi rithöfundur hefur gefið út,
bækur sem nú lifa sínu eigin lífi víðsvegar um
heiminn, bækur sem era lesnar aftur og aftur og
dáðar af lesendum sínum.
- Það að skrifa bamabók er köllun mín, segir
Kari Vinje, - mín þjónusta sem mér er úthlutuð,
já, náðargáfa mín, þori ég næstum að segja.
- Á hvað leggur þú áherslu þegar þú fjallar um
trúna í bókum þínum?
- Ég legg mikla áherslu á friðþæginguna, segir
Kari Vinje. - Ég ólst upp við að trú væri að vera
hlýðinn. Ég reyndi eins og ég gat að vera nógu
góð en var aldrei viss hvort það væri nóg. Ég vissi
ekki hvað Jesús hafði gert fyrir mig og hvað það
hefði að segja fyrir líf mitt. Mér var kennt að Guð væri
ógurlegur og ég óttaðist hann, jafnvel þótt Guð sé sá sem
veitir okkur ðryggi og kærleika.
Við eigum ekki að hræða böm með Guði eða nota hann
til að ala upp góð og stillt böm. Að trúa á hann snýst ekki
um að vera þægur heldur að vera bam Guðs. Það er mikil-
vægt að böm fái að vita hvað það þýðir. Það er þetta sem
ég vil koma á framfæri i bókunum minum.
Mér finnst einnig mikilvægt að segja börnum að Jesús
lifir hér og nú, að hann er ekki einhver ímyndun i bókum.
Við lifum á tímum þar sem margt hræðir börnin. Mörg
börn missa alla öryggistilfiningu. Það skiptir því meira
máli nú en nokkra sinni fyrr að böm læri að þekkja Jesú.
Þau þurfa að kynnast ósýnilega vininum. Þau eru ekki ein
- Jesús er nálægur!
Böm þarfnast Jesú og við svíkjum þau ef þau fá ekki að
heyra um Jesú. Hvað annað vilja foreldrar gefa þeim? Það
að treysta á sjálfan sig er ekki nóg. Börn þarfnast einhvers
sem er sterkari en þau því þau finna oft til van-
máttar, era lítil og hrædd. Ég er fullorðin og ég
finn líka fyrir örygginu sem fæst við að fylgja Jesú,
segir Kari Vinje. Allt þetta og meira til birtist í
bókinni Ósýnilegi vinurinn.
- Ég var beðin um að semja nýja kirkjubók
fyrir börn, segir hún. - Þegar tíminn leið vissi ég
að ég vildi heldur skrifa Jesú-bók. Mig langaði að
tengja barnið við Jesú! Mig langaði að miðla trúar-
játningunni til barna, vildi segja frá Jesú þar sem
hann er með i sköpuninni og alveg þar til hann
kemur aftur. Mig langar að segja börnum hvers
vegna hann kom og að hann er raunveralegur þótt
hann sé ósýnilegur.
Þetta verkefni virtist svo erfitt að lengi vel
fannst mér það vonlaust verk að skrifa þessa bók.
„Hvernig get ég haft þetta stutt og skiljanlegt fyrir
börn án þess að sleppa einhverju mikilvægu?11
hugsaði ég og var að þvi komin að gefast upp.
Á sama tíma hafði Guð gefið mér fullvissu um
að ég ætti að semja þessa bók og dag einn byrjaði
Palli Pimpen að verða til í hugskoti mínu. Hann
kom til mín! Allt i einu var hann þarna og ég vissi
strax hvemig hann var! segir hún brosandi.
Þannig er hún orðin raunveruleg, sagan um
ósýnilega vininn, og myndskreytt af Vivian Zahl
Olsen, bók sem nær á ótrúlegan hátt að miðla allri
hjálpræðissögunni á einfaldan, lifandi, skemmti-
legan og ajvarlegan hátt, bók sem hefur áhrif á
fólk. Hún fjallar um dreng sem þekkir ekki Jesú. - Hann
eignast vin sem kemur frá kristnu heimili, segir Kari
Vinje. - Hann sér mynd í stofunni af manni sem gengur á
vatni.
- Hvers vegna gerir hann þetta? spyr Palli, og frú Finkel-
topp segir honum frá Jesú.
Mig langar að kristin börn hrifist af bókinni, börn sem
hafa heyrt sömu sögumar aftur og aftur. Ég reyni að segja
sögumar á annan hátt en áður, reyni að útskýra samhengið
og reyni líka að segja biblíusögur sem börnin þekkja
kannski ekki eins vel, eins og frásöguna um fiskinn með
pening i munninum og þegar Jesú setti eyrað aftur á sinn
stað.
Ég sný mér þó einkum að börnum sem þekkja ekki
Jesú. Þau sem hafa ekki heyrt um hann áður fá oft mikinn
áhuga að vita meira. Þetta sjáum við viða þar sem hefur
verið bannað að boða kristna trú. Þetta er mjög spennandi
efni sem við eigum að deila með öðram, það að við getum
Eqvil
efla
áhuga
barna á
Jesó
Viðfal við
barnabóka-
höfundinn
Kari Vinje
24