Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 29
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson ORÐIÐ Þú finnur jólin við jötuna „Verið óhmddir, því sjá, ég boðayður mikinn Jögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dagfrelsari jœddur, sem er Kristur, Drottínn í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuðfinna ungbam reifað og lagt íjötu." Lk. 2,10-11. Um sinn breytir heimurinn um svip. Flestir leitast þessa dagana við að auðga umhverfi sitt birtu sem gæðir dimma skammdegisdaga ljóma. Og víða óma söngvar og sálmar sem gleði og hughrif jóla hafa vakið í barmi listamanna og á jólanóttina taka velflestir undir þá tóna á einhvem hátt. Heimurinn breytir um svip, alltént um stund þegar jólin ganga í garð. Og mörgum færa þau djúpa gleði. Engan þekki ég sem ekki þráir þann fögnuð sem jólin geta fært. Engan þekki ég heldur sem vill fara varhluta af gleði þeirra. En það hendir að hún veitist ekki og ljúfar minningar um jól sem einu sinni veittust verða ljúfsárar og þá er á stundum skrefið skammt til tregans. Hann lætur vitaskuld að sér kveða þar sem sorg eða böl hefur kvatt dyra. Þó á djúpur friður þeirra og helgi einatt greiðan aðgang þar og engilboðin um frelsarann Jesú Krist sem í jötu hvíldi og síðar bar sigur af öllu myrkri, sjálfum dauðanum. En hitt er einnig þekkt að þar sem bjartast var um kring og miklu til kostað að hljóta jólagleði að hún veittist ekki og enn síður friður heldur miklu fremur lúi eða leiði. Þá er sárt til þess fundið að mikils er misst. Og margan grunar að þetta gerist æ víðar og oftar, að jólin sjálf drukkni í asa og ati sem auðkennir aðdraganda þeirra hjá mörgum. Það er líka svo margt sem nærir þá útbreiddu skoðun að flest megi ávinna sér eða fá keypt, einnig jólafögnuð og frið. En jól, sönn glöð og helg jól og sá friður sem þau færa fæst ekki við neinu gjaldi, þau verða aðeins þegin. Og að þiggja jólin er að þiggja barnið sem jólin boða og vegsama. Engillinn, sem boðaði hirðum Betlehemsvalla fæðingu frelsarans, benti þeim að halda að jötu ungbarns. Þar væri frelsarann að finna. Þeirri ábendingu skyldum við taka þau jól sem nú koma. Og vart mun bregðast að sé lotið við jötu frelsarans að eitthvað hlotnist af þeim fögnuði sem engillinn boðaði. Því að í jötunni hvílir sá sem er mark þess að Guð er nærri í skilyrðislausum, fyrirvaralausum, fórnandi kærleika. Hann afsalar tign og vegsemd og dýrð til að vera hjá oss þar sem myrkur af svo margvíslegum toga getur reynst áleitið til þess að færa birtu, birtu sem rýfur hvern skugga og gefur gleði og frið sem er sannur og djúpur og heill. Guð gefi þér að þiggja þá gjöf að finna jólin við jötu Jesú, sem er Kristur Drottinn, og þakka þá gjöf og hljóta fögnuð gleðilegra jóla. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík. 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.