Bjarmi - 01.12.1996, Side 30
SJÓNARHORN
Ragnar Gunnarsson
Að lesa meira oq meira...
Ragnar Gunnarsson,
framkvæmdastjóri
KFUM og KFUK f
Reykjavík.
Nú nálgast jólin, sá tími ársins þegar margur
íslendingurinn les hvað flestar blaðsíður af fús-
um og frjálsum vilja en ekki í nauðung próf-
lestursins.
Kristin trú er trú bókarinnar, Biblíunnar. Hún er trú
orðsins - hins skrifaða og talaða. Hún er trú Heilags anda
sem kemur trúnni til leiðar í hjörtum manna, viðheldur
henni og styrkir með því að gera orðið lifandi svo
að Jesús Kristur verði okkur nálægur, raunveru-
legur og lifandi veruleiki.
Kristileg bókaútgáfa hefur gengið brösulega hér
á landi vegna þess hve markaðurinn hefur verið
lítill. Skilningur fólks á gildi þess að lesa kristi-
legar bækur hefur verið takmarkaður. Hér á landi
er trúlega lítil eða takmörkuð hefð fyrir lestri
kristilegra bóka. Meðal margra þjóða heims er
þessi hefð rík og hefur átt sinn þátt í að styrkja
stöðu trúar og kristni þeirra á meðal.
Kristilegar bækur geta verið okkur til mikils
gagns og hjálpar í trúnni, trúarlífinu, þjónustunni
í Guðs ríki og svo má lengi telja. Kostimir em i mínum
huga og að fenginni reynslu þessir:
4) Aðrar bækur eru meira skrifaðar til hvatningar og
uppbyggingar. í þjónustu Guðs þurfum við stöðugt á
þvi að halda. Við eigum í baráttu. í mínum huga er
ekki spurning, að lestur minn á kristilegu lesefni
hefur oft haldið i mér baráttuviljanum, gefið mér
þolgæði og orðið til hvatningar á margan hátt - bæði
fyrir mitt eigið trúarlíf og fyrir starf mitt í ríki Guðs.
Sumir eiga við ákveðin vandamál að stríða og geta
fengið ómælda hjálp með því að lesa bækur sem
skrifaðar eru sem hjálp við þeim vanda.
1) flegar ég les vel ég sjálfur hvað upptekur huga minn.
Ég vel þá bók sem vekur áhuga minn eða fjallar um
þær spurningar sem skipta mig máli. Ég reyni að
finna þá bók sem er líkleg til að verða mér til hjálpar
og hvatningar í aðstæðum mínum á hverjum tíma.
2) Boðun orðsins kemur trúnni til leiðar og það á einnig
við um hið ritaða orð. Margur hefur lesið og komist til
trúar. Á sama hátt getur lestur kristilegs lesefnis átt
mikinn þátt í því að viðhalda okkur í trúnni.
5) Sumar kristilegar bækur eru vel til þess fallnar að gefa
öðrum sem lítið hafa skipt sér af kristinni trú. Til eru
bækur sem sérstaklega eru skrifaðar til þess. Til að
þekkja þær, geta mælt með þeim og rætt um þær
þurfum við einnig að lesa þær. Bækurnar geta verið
tæki í okkar höndum til að benda á Jesú og laða fólk
til hans.
Ekki er nóg að eiga góðar kristilegar bækur ef þær eru
ekki lesnar. Sá sem vill byrja eða bæta sig í lestrinum þarf
e.t.v. að skoða í hvað hann notar tíma sinn. Gott er að
taka frá ákveðinn tíma á dag eða viku, jafnvel þó svo lítið
sé lesið í einu. Fimm blaðsiður á dag eru rúmlega 1800
síður á ári eða 8-12 bækur. Kostur bókarinnar er að hún
er fyrirferða lítil og þarf ekki orkugjafa eins og ferðatölvur.
Sumir geta vanið sig á að lesa í strætisvögnum, hópferða-
bílum, flugvélum, um borð í skipum og ferjum og á bið-
stofum. Sjálfur hef ég lesið tugi bóka við slíkar aðstæður.
Á jólum er gott að taka sig til og hefja lestur á nýjan leik.
Siðan er að sjá til þess að haldið sé áfram á nýju ári.
3) Kristilegar bækur eru margs konar og margar hverjar
mjög fræðandi. Pær taka fyrir ákveðið efni á skipu-
lagðan hátt og veita góða yfirsýn. Ekki er allt jafn-
auðskilið á síðum Biblíunnar eða í kristinni kenningu.
Par geta góðar bækur leitt okkur til dýpri þekkingar
og skilnings.
30