Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1997, Side 8

Bjarmi - 01.03.1997, Side 8
Þegar hann tók síðar að ferð- ast um allt landið, vöktu pred- ikanir hans hvarvetna mikla athygli og má því segja, að hann haíi átt stóran þátt í að sannfæra alþýðu manna um gildi spíritismans fyrir kristna trú. Það voru líka þeir Haraldur og Einar, sem lögðu línumar að starfi Sálarrannsóknar- félags íslands, þegar það var stofnað árið 1918, en þeir vildu gæta þess, að það yrði fyrst og fremst upplýsinga- og leiðbeiningaþjónusta, en ekki sérstakt trúfélag. Haraldur Níelsson hafði einnig mikil áhrif á prestastéttina, enda varð hann prófessor við guðfræðildeild Háskóla íslands við stofnun hans árið 1911, en þeirri stöðu gegndi hann allt til þess, þegar hann lést árið 1928.4 Hvers vegna aðhylltust svo margir spíritisma? Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram, hvers vegna Einari H. Kvaran og Har- aldi Níelssyni tókst að vinna svo stóran hluta þjóðarinnar til fylgis við spíritis- mann, sem raun var á. Kenning spíritismans um framhalds- líf anda mannsins eftir líkamsdauð- ann gat að mörgu leyti samiýmst þjóð- trúnni eins og hún birtist í þjóðsögun- um um drauga og huldufólk, en þær nutu einmitt mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar um og eftir aldamót og lögðu margir sig fram við að safna þeim. Lýs- ingar spíritista á tilverunni eftir dauð- ann hafa einnig þótt frekar alþýðlegar. Dr. Pétur Pétursson, prófessor við guð- fræðideild Háskóla íslands, hefur sett fram þá tilgátu, að spíritisminn hafi sem alþýðutrú hjálpað fólki til að við- halda tengslum sínum við þær fornu trúarhugmyndir, „sem ætíð lifðu sínu lífi, ýmist bældar eða á einhvern hátt samtvinnaðar hinum opinberu trúar- brögðum kirkjunnar“, þegar íslenskt þjóðfélag var í æ rikari mæli að taka á sig mynd þéttbýlissamfélags í stað gamla bændasamfélagsins. Þar sem spírit- ismanum tókst að tengjast dultrú alþýð- unnar, náði hann íljótlega því marki að verða fjöldahreyling hér á landi. □n 2Það fór ekki fram hjá alþýðunni, að helstu valdamenn þjóðarinnar, ást- sælustu skáld hennar og listamenn auk fjölda menntamanna aðhylltust ýmist spíritismann eða aðrar dultrúarkenning- ar í upphafi aldarinnar og þótti það þvi „fínt“ að ganga í Sálarrannsóknarfélagið og Guðspekifélagið. Fyrstu tvo áratugi aldarinnar ein- kenndist íslenskt borgarasamfélag af því, sem félagsfræðingar hafa kallað „siðrof. Viðmið og siðferðisreglur bænda- samfélagsins höfðu misst gildi sitt, en verðmætamat og lífsviðhorf hins nýja og fjölþættara þjóðfélags höfðu ekki enn náð að festa sig í sessi. Borgara- og millistéttimar urðu því að skapa sér til- verurétt og sameinast alþýðunni um einhver mikilvæg gildi, en þar sem dul- trú á borð við spíritismann var ópólitísk gat hún stuðlað að slíkri sameiningu. Dultrúarhreyfingarnar hjálpuðu í raun einstaklingnum við að skilgreina sig á ný sem félagsveru, uppruna sinn og tilgang.5 Afstaða þjóðkirkjunnar Fram eftir tuttugustu öldinni var stór hluti prestastéttarinnar annað hvort yfirlýstir spíritistar eða umburðarlyndir í Viðtal við Þórhall Guðmundsson miðil Sjónarmið spíritista Kristur var mesti miöillirm“ Hvernig túlkar þú dauðann? „Ég hef alltaf sagt það, að dauðinn sé ekki til. Þegar við hverfum af þessu jarðvistarsvæði, þá emm við að fara heim. Dauðinn er orð, sem hefur ver- ið notað frá örófi alda. Maður getur frekar sagt, að maður sé að fara heim og hitta ættingja sína.“ tíma, sem hann og var. Hann lækn- aði fólk. Ef spíritisminn er trúarlegt atriði og maður fer að túlka Biblíuna á þann hátt, þá sjáum við ýmislegt i Bibliunni, sem við sjáum í sambandi við spíritistana. Hann birtist og hjálp- aði fólki til að risa upp frá dauðum. Þetta eru lækningar og slíkir hlutir. Spíritisminn hefur frá örófi alda verið með manninum líkt og dulrænar gáfur. Hvert er gildi spírítismans fyrir krístna trú? „Spíritisminn hefur frá örófi alda verið með manninum líkt og dulrænar gáfur. Ef við förum út í trúna sem slíka, þá þurfum við ekki að fara lengra en til Englands, en þar er spíritisminn viðurkenndur sem trú og þar trúa menn þvi, að Kristur hafi verið mesti miðill og heilari allra Ég er nú ekki að segja, að allir séu að lækna frá dauðum. Fyrir mér er ég kristinn maður þó að ég sé miðill." Hvað áttu við með spírítismanum sem trú? „Ef maður er spíritisti, þá getur mað- ur ekki verið í ensku biskupakirkj- unni. Ef þú trúir á þetta og þú ert spíritisti, þá er þetta bara þín trú. 8

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.