Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1997, Side 21

Bjarmi - 01.03.1997, Side 21
EYSTRASALTSLÖNDIN Nýjar Biblíur Nýjar biblíuþýðingar verða gefnar út í Eistlandi, Lett- landi og Litháen á þessu ári samkvæmt upplýsingum frá Sænska biblíufélaginu. Þær biblíuþýðingar sem hafa verið í notkun eru annað hvort frá því íyrir valda- töku kommúnista og þvi orðnar gamlar eða þær hafa verið gerðar af mönnum sem hafa búið lengi í útlegð og eru þvi ekki á nógu góðu máli. í Litháen hefur verið gerð ný þýðing úr frummálunum en í Eistlandi hefur þýðing sem gerð var í útlegð verið endurskoðuð og lagfærð. í Lettlandi er nú unnið að nýrri þýðingu en meðan beðið er eftir henni verður geíin út lagfærð þýðing sem gerð var í útlegð. EGYPTALAND Kristilegur háskóli í haust hefur íyrsti kristilegi háskólinn í Egyptalandi starfsemi. Þeir sem standa að stofnun skólans eru um 60 auðugir menn í viðskiptalífinu og opinberu lífi sem allir tilheyra koptísku kirkjunni. Kostnaður er áætl- aður um tveir milljarðar króna. Tekin verða frá 600 pláss handa kristnum og islömskum stúdentum. BÚRMA: Kirkjur brenndar Hermenn, er lúta yfirráðum herstjómarinnar (SLORK) í Búrma í Asíu, hafa ruðst inn í þorp, sem eru þekkt íýrir að íbúarnir eru kristnir, og brennt kirkjur, segir kristilega mannréttindastofnunin Trumpet of Christ Intemational í Tælandi. Hermennimir vilja koma upp búddahofum í kristnu þorpunum. Þeir pynda og drepa kristna menn sem neita að tilbiðja skurðgoðin. Einnig taka þeir unga, kristna drengi með valdi og fara með þá í búddahof til að fá þá til að kasta trúnni. í einu þorpinu hugðust ofsækjendurnir neyða leið- toga búddamunkanna til að gefa þeim bensín svo að þeir gætu brennt þorpskirkjuna. Munkurinn neitaði og kvað búddatrúarmenn og kristna hafa búið ámm sam- an í sátt og samlyndi. Hermennimir vildu samt kveikja í kirkjunni en þá hótaði munkurinn að bera eld að búddahofinu og skella skuldinni á hermennina. Héldu þeir síðamefndu þá á brott við svo búið. Ofangreind mannréttindastofnun óskar þess að kristnir menn biðji fyrir trúsystkinum í Búrma. /SlHEEHSETGOrrESLAMQ'LS t yœRwmssmmcrrnsíisis ^ '\DNDEAY1CH r-'CH GIS.'CTHABEdOHd*^ WD WIE/WOSFS INDER WSTEN nrrtSCKLANGL tWGHETHATALSOAÍVS DES MENSCHEN SON AtH ERHŒKET WERDLN AVTDÆALIf DŒ ANIN GLEV BENNKH TYEHICMN WEFDEN SOSDERi CWSEWIGELEŒN HABEN-lCHAN:m- M , D ' L //// . Veggteppi frá 16. öld sem sýnir Martein Lúther í predikunarstóli. Lútherskir 61 milljón Árið 1996 fjölgaði þeim sem tilheyra lúthersk- um kirkjum um 800 þúsund. Nú eru lútherskir um 61 milljón í heiminum og tilheyra flestir þeim 134 kirkjum sem eru í Lútherska heimssambandinu, en þaðan eru tölumar komnar. Sænska klrkjan er stærsta lútherska kirkj- an með 7,6 milljónir meðlima. Næst er Evangelísk-lútherska kirkjan í Ameríku með 5,2 milljónir. Lútherska klrkjan í Finnlandi er í þriðja sæti með 4,6 milljónir og norska kirkjan í því fjórða. Flesta lútherska menn er að finna í heimalandi Lúthers, eða Þýskalandi, en meðlimir hinna ýmsu lúthersku kirkna þar í landi eru samtals 14,2 milljónir. í Asíu, fjölmennustu heimsálfunni, eru aðeins 4,9 milljónir lútherskra manna. Mekane Yesus kirkjan í Eþíópíu er sú lúth- erska kirkja sem hefur vaxið mest á árinu en þar fjölgaði meðlimum um 400 þúsund. í Afríku í heild fjölgaði lútherskum um 700 þús- und. í Asíu, Evrópu og Mið-Ameríku fjölgaði lútherskum einnig en í Norður-Ameríku fækk- aði þeim. Sömu sögu er að segja um Þýskaland en þar fækkaði lútherskum um 200 þúsund á sl. ári. Athygli vekur að í Rússlandi fjölgaði lútherskum úr 50 þúsund árið 1995 í 250 þúsund árið 1996.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.