Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1997, Qupperneq 22

Bjarmi - 01.03.1997, Qupperneq 22
Margrét Jóhannesdóttir L' Æbri Athyglisvert fræðslusetur Upphaf L Abri Edith og Francis Schaeffer komu frá Bandarikjunum sem kristniboðar til Sviss. Evrópa var enn þá í sárum eftir seinni heimsstyrjöldina, ekki bara eftir sprengingar sem ollu efnalegu og líkam- legu tjóni, heldur líka vegna þeirrar „sprengingar" sem hafði átt sér stað á sviði trúar, gildismats og hugsunar- L| Abri er franskt orð og þýðir skjól. Samtökin L'Abri Fellowship voru ■' stofnuð 1955 þegar hjónin Edith og Francis Schaeffer opnuðu heimili I sitt sem andlegt og vitsmunalegt skjól fyrir fólki í leit að svörum við spumingum lífsins. Þau áttu þá heima í litlu þorpi í svissnesku ölpunum. Inn á heimili þeirra kom fólk alls staðar að úr Vestur-Evrópu og fékk hjálp bæði til þess að þekkja og lifa biblíuleg, kristin sannindi. í dag, rúmum fjörutíu árum síðar, eru sjö L'Abri miðstöðvar víðs vegar um heiminn með þetta sama markmið, að kenna biblíuleg, kristin svör og lifa kristnu samfélagi sem vitnar um tilvist Guðs. true“, var eitt af sérkennum Schaeffers. En eftir fimm ára starf í Evrópu kemst Francis Schaeffer í trúarkreppu. Vanda- mál hans var tvíþætt. í fyrsta lagi sér hann hjá þeim mönnum, sem halda á lofti rétttrúnaðcU'stefnu, svo lítið af þeim veruleika sem Biblían talar um sem ávöxt kristinnar trúar. í öðru lagi var þessi veruleiki kristinnar trúar ekki eins sýnilegur í hans eigin lífi eins og fyrst þegar hann komst til trúar. Kreppan knýr hann til að hugsa afstöðu sína til kristinnar trúar upp á nýtt. Hann er heiðarlegur og gerir eiginkonu sinni það ljóst að útkoma pælinganna mun koma til með að hafa aíleiðingar fyrir líf hans og starf. Jafnvel gæti niðurstaðan orðið að hann sneri aftur til efasemdarhyggju sem hann aðhylltist áður en hann tók kristna trú. Fyrir Edith, konu hans, var þetta mjög erfið- ur tími, þetta var timi fyrir bæn. Eftir tveggja mánaða erfiða glímu sannfærð- ist Schaeffer um að það séu góðar ástæður og nægilegar til þess að vita um tilvist hins alvalda persónulega Guðs (infinite-personal God). Og hann sá hvaða gildi friðþægingarverk Jesú hefur íyrir lífið hér og nú, og þessi uppgötvun olli straumhvörfum i lífl hans. Blóð Jesú hefur ekki einungis gildi íyrir lífið eftir dauðann, heldur er samfélag við Guð raunveruleiki í sérhveiju andartaki lifs- ins. Grundvöllur trúarlífsins er dauði og upprisa Krists, hans kraftur og sigur meðtekinn sérhverja stund í trú. Margrét Jóhannesdóttir er hjúkrunarfræðingur og veröandi djákni. háttar. Schaeffer-hjónin ferðuðust um Evrópu, og það var þeim mikilvægt að halda fram hreinni, kristinni kenningu og hreinni kirkju, án málamiðlunar við hugsunarhátt samtimans. Sannfæringin um að kristin trú sé sönn, „christianity is Schaeffer sá að í stað þess að lifa í eigin mætti getur hann í lífi sínu reiknað með fyrirheitum Guðs. Þessi uppgötvun gaf honum þakklæti, lofsöng og gleði á ný yfir því að vera þjónn Krists. Lif SchaefTer-hjónanna tók nýja stefnu. Þau vildu lifa lífi sem gerði ráð fyrir Guði og treysta fyrirheitum hans. Þau ákváðu að þiggja ekki lengur laun frá kristniboðsfélagi sínu, heldur biðja Guð að sjá fyrir daglegum þörfum sínum. Á þennan hátt fannst þeim Guð kalla þau til að treysta umhyggju Guðs og vera vitnisburður fyrir umheiminum um raunverulega návist hins lifandi Guðs. Þau vildu ekki skipuleggja framtíðar- starf heldur biðja Guð um handleiðslu til að fara inn í hans áætlun. / AL'Abrikemur fólk sem hefur pörffyrir að komast burtfrásínu venjulegu umhverfi til pess að gefa spurningum sínum gaum og skoða svörin. Á þessum tima var dóttir þeirra við háskólanám í Lausanne og byrjaði að bjóða vinum með sér heim um helgar. Stúdentamir spurðu marga mikilvægra spuminga og umræðumar stóðu kvöld eftir kvöld langt fram á nótt. Gestimir upplifðu á þessu heimili umhyggju, hlýju og tækifæri til þess að spyrja, hugsa og finna svör. Schaeffer-hjónin trúðu því að það væri hægt að ræða um sann- leikann. Og þau trúðu þvi að Guð mundi sjá fyrir húsiými og mat handa öllum

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.